Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 3
hann vildi það sem faðir hans vildi (Jóh.10,17.18). HJÁLPRÆÐIÐ STAFAR FRA KROSSINUM Það var í mannlífi sínu sem Drott- inn færði hina fullkomnu fórn fyrir okkur. Frá blóði krossins kemur hjálp- ræði okkar. Þar var lausn okkar tryggð og syndir okkar fyrirgefnar. Við höfum frið við Guð fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist. Við eigum allt að þakka því sem hann gerði fyrir okkur á Golgata- hæðinni. En minnumst þess ávallt að vegna þess að hann er lausnari okkar mun líf í vaxandi hlýðni eins og hann sýndi fylgja á eftir þvx hann er líka stjórnandi okkar. Fyrir innblástur Andans sá Páll þennan blessaða sann- leika iskýrt og greinilega af miklu innsæi. Hann setti fyrir hugskots- sjónir endurfæddra kristinna manna hinn hæsta staðal kristi líkrar hlýðni. ÞÓ við getum aðeins vegna fullkomins réttlætis Krists staðið frammi fyrir Guði núna og í dóminum sem koma skal er Jesús einnig fordæmi okkar. Það er einnig á aðra vegu sem mannleiki Krists opinberast. Samúð hans og meðaukun með mannlegum verum og skilningur hans á raunverulegum þörfum þeirra birtast okkur aftur og aftur í guðspjöllunum. Það er til dæmis frásögnin um lamaða manninn sem horfðist í augu við dauðann með hræði- lega byrði fortíðarinnar á hjarta sínu. Áður en hann var læknaður var fjarlægð hin hræðilega sektabyrði og syndir hans voru fyrirgefnar. FÓlk var furðulostið. "Aldrei fyrr", sagði það,"höfum við séð annað eins" (Mark. 12,12). Og hver verður ekki snortinn af sögunni um brúðkaupið í Kana í Galelíu? VÍninu var deilt út og svo kom vandamál upp sem hefði orðið til þess að setja stóran blett á þennan mikla dag ungu hjónanna. Fyrir krafta- verk Jesús fékkst vín og það var það besta. Hann er ekki hér líkamlega í dag til þess að hjálpa hverjum hjónum á brúðkaupsdegi þeirra.En sagan gerir það ljóst að hann ber umhyggju fyrir okkur og hugsar um alla dýrmæta at- burði í lífi okkar. Hann vill að við eigum hugljúfar minningar. Og til þess að við misskildum ekki málið bætir jóhannes því við að í þessu fyrsta kraftaverki hans hafi hann opinberað dýrð sína og lærisveinar hans trúðu á hann (JÓh.2,11) og það geri ég líka.' En sú saga sem mér finnst mest til um er sú sem sögð er í fyrstu vers- um í 8.kap. jóhannesar guðspjalls. Konan var staðin að því að drýgja synd en leyfði manninum sem syndgaði með henni að sleppa. Síðan drógu þeir hana inn í musterið og dreifðu hópnxim sem var í kringum Jesú og settu hana mitt á meðal þeirra. Þeir gerðu skömm hennar opinbera og höfðu aðeins eitt í huga: "Að finna eitthvað til að byggja á ákæru sína gegn Jesú. Endalok sögunnar eru skelfileg. "Rettlátu" mennirnir, andlegu leiðtogar þjóðarinnar lögðu á flótta, og synduga konan hlaut fyrir- gefningu. Fyrir sanna samúð birtast alltaf máli í réttu ljósi. Þetta mál sýndi það að til eru syndir sem eru skelfilegri en hórdómur, þó að slæmur sér, og geta þær gert líf hinna virðu- legustu manna viðbjóðsleg í augirni him- insins. Hún sýnir einnig að fyrir- gefning Jesú hreinsar og læknar. Hún leysir menn og konur úr þrælkun syndar- innar og gefur þeim frelsi. Með því er ekki (jefið eftir fyrir hinu illa - aldrei, því að krossinn segir okkur skýrt hversu syndsamleg syndin er í augum Guðs - miklu fremur er hún for- dæmd í öllum myndxom og þeim bjargað sem hún er herra yfir og þeir klæddir í fullkominn réttlætisskrúða Krists. En ég verð að minnast á eitt annað atriði sem snertir samúð og mannleika Drottins. Syndin dregur mannkynið niður á við. HÚn niðurlægir mannkynið og skemmir mynd Guðs í okkur. Satan hefur yndi af slíkum handaverkum sínum og leitast við að koma skuldinni á Guð. En Jesús, Drottinn okkar kraup lágt í kærleika og samúð og með lífi sínu og dauða á jörðinni gerir hann það mögulegt að endurreisa í okkur og í öllu mannkyni okkar raunverulega mann- dóm. Með krossi sínum leggur hann það gildismat á okkur sem er ofar mannlegum skilningi okkar að greina og endurreis- ir okkur og gefur okkur aftur þá reisn og göfgi sem er meiri en Adam átti í syndlausu ástandi sínu. Með mannlífi hans er manndómur okkar endur- leystur. Ó hversu mikið ég elska hann vegna samúðar hans og meðaumkunarl Ég beygi mig djúpt niður í aðdáun á frels- aranum. Hvernig gætum við annað en vilja hans? □ 3

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.