Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 14

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 14
GOLGATA 2. hluti Hann öðlast að nýju sannfæringu um að hann sé Kristur. Hann snýr sér að meðsektarmanni sínum og segir: "Hræðist þú ekki einu sinni Guð, þar sem þú ert þó undir sama dómi?" Hinir deyjandi ræningjar hafa ekkert framar að óttast af mönnum. En að öðrum þeirra sækir sú sannfæring að til sé Guð sem honum beri að óttast, framtíð- arsýn sem vekur honum ugg. Og nú er syndum spillt æviskeið hans senn á enda runnið. "Og við erum það með réttu," stynur hann, "því að við fáum makleg gjöld fyrir það sem við höfum gjört, en þessi hefur ekkert rangt aðhafst." NÚ er einskis spurt. NÚ eru engar efasemdir, engar álasanir. Þegar ræn- inginn var sakfelldur fyrir afbrot sín hafði gripið hann vonleysi og örvænting. En nú vakna hjá honum undarlegar, mildar hugsanir. Hann minnist alls þess sem hann hefur heyrt um Jesúm, hversu hann hefur læknað sjúka og fyrirgefið syndir. Hann hefur heyrt orð þeirra sem trúðu á Jesúm og fylgdu honiam grátandi. Hann hefur séð og lesið áletrunina yfir höfði frelsarans. Hann hefur heyrt vegfarendur lesa hana, suma harmþrungna með titrandi vörum, aðra með flymtingum og háðglósum.Heil- agur andi upplýsir huga hans og smám saman tengist vitnisburðurinn saman, hlekkur við hlekk. 1 Jesú, særðum, hæddum og hangandi á krossinum, sér hann guðslambið sem ber synd heimsins. 1 röddinni blandast saman angist og von þegar hin umkomulausa, deyjandi sál varpar sér í faðm hins deyjandi frels- ara. "Jesú, minnst þú mín," hrópar hann, "þegar þú kemur í ríki ríki þitt.'" Svarsins þurfti ekki að bíða. Mildum, hljómþýðum rómi, fullum af kær- leik, samúð og valdi, sagði Jesús: "Sannlega segi ég þér í dag: þú skalt vera með mér í Paradís." Allar hinar löngu kvalastundir hafa lastmæli og háðsyrði glumið í eyrum Jesú. Meðan hann hangir á kross- inum berast enn upp til hans háðglósur og bölbænir. Með þrá í hjarta hefur hann hlustað eftir einhverjum vitnis- burði trúar frá lærisveinum sínum. Hann hefur aðeins heyrt hin dapurlegu orð: "Vér vonuðum að hann væri sá er leysa mundi ísrael." Hversu mikil hughreyst- ing það var frelsaranum þegar hinn deyjandi ræningi lét þannig í ljós trú sína og elsku.' Meðan forystumenn Gyðinga afneita honum og jafnvel lærisveinarnir efast um guðdómi'hans, þá kallar hinn avimkunarverði ræningi Jesúm Drottin. Margir voru boðnir og búnir að kalla hann Drottin þegar hann vann kraftaverk og eftir að hann reis úr gröf sinni. En enginn kannaðist við hann þegar hann hékk deyjandi á krossinum nema hinn iðrandi ræningi sem varð hólpinn á elleftu stundu. FÓlkið lagði við eyrun begar ræn- inginn kallaði Jesúm Drottin. Raddblær hins iðrandi manns vakti athygli þess. Þeir sem við undirstöðu krossins höfðu verið að þrátta um klæði Krists og kasta hlutum um kyrtil hans dokuðu við til að hlusta. Þjark þeirra þagnaði. Með öndina í hálsinum litu þeir á Krist og biðu svarsins af þessum deyjandi ' vörum. 14

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.