Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 13

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 13
staddur morgunguðsþjónustu í kirkjunni. Hann leit með fyrirlitningu á fórnar- körfuna þegar tekið var á móti fórn til heimstrúboðs. Hann sagði við safnaðar- þjóninn: "Mer þykir fyrir þessu ég trúi ekki á trúboð. Ég get ekki gefið." Þá beygði safnaðarþjónninn sig niður að honum og hvíslaði: "Gjörðu þá svo vel að taka úr körfunni. Þetta er handa öllum vantrúuðum." Kirkja Guðs í dag er eins og í gær trúboð þar sem hver meðlimur tekur þátt - trúboð handan götunnar og handan hafsins. □ +Enska orðið church má þýða bæði kirkja og söfnuður. ALkJÓÐLEGI LÍKNARSJÓÐURINN - FÓRN 12. MAÍ Skjoi suör Þegar voði dynur yfir í heiminum má ekki standa á hjálp. Fyrir náð Guðs hefur fólk hans ávallt verið fúst til þess að hjálpa þjáðum samferðamönnum. Á okkar dögum er söfnuðurinn ekki aðeins fús að gera eitthvað heldur er l£ka búinn undir það að hjálpa eftir getu sinni. SAWS (Hjálparstarf Sjöunda dags aðventista) hefur með fjárhagslegum stuðningi safnaðarfólks og stjórnvalda getað veitt hundruðiam þúsunda manna hjálp í mörgum löndum sem hafa orðið ■illa úti í náttúruhamförum eða voða- viðburðum af manna völdum. Árið 1978 var aðalverkefnið fyrir okkur í okkar deild að hjálpa hungruðum í Efri Volta fyrir sunna Saharaeyði- mörkina. Starfsmenn aðventista á staðnum og aðrir unnu næstum því dag og nótt að því að dreifa tugum tonna af matmælum sumt af þeim var keypt nálægt þeim stað sem hungursneyðin ríkti. í maí 1978 sendi SAWS ásamt Norður- Evrópudeildinni 27.000 Bandaríkja dali til Evri Volta. Sænska sambandið og Hollenska sambandið veittu líka stuðn- ing svo heildartalan varð 40.000 dalir. Síðar sendi SAWS og Norður-Evrópudeild- in 40.000 dali til viðbótar. Hollenska sambandið sendi síðar 10 tonn af mjög næringarríku kexi sem hollenska kirkju- hjálpin hafði gefið. Noregur og Danmörk sendu líka hjálp og gáfu mat- væli auðug að eggjahvítu. Okkur var kleift að senda bessa hjálp vegna gjafa safnaðarmeðlima, ýmist vegna fórnar til alþjóðlega líknarsjóðsins eða þess utan. Á þennan hátt hafa öll lönd í okkar deild bundist samtökum í þessu þýðingarmikla verki. SAWS, Norður-Evrópudeildin eða landssamtök hafa enga möguleika til þess að veita hjálp í slxkum neyðar- tilvikum eins og í Efri Volta án þess að til komi fórn þar sem allir safnaðar- meðlimir veita hjálp sína,skjót svör. NÚ hefur ástandið í Efri Volta batnað vegna regns. En við þurfum alltaf að vera viðbúin. Við vitum ekki hvar ólánið dynur yfir næst. Við vitum frá Orði Guðs og vegna þess ljóss sem okkur hefur verið gefið að hungursneyð, flóð,eldsvoðar og jarðskjálftar munu vaxa þar til Drottinn kemur. Þar sem við vitum þetta viljum vió enn skírskota til allra safnaðarmeðlima og vina að gefa fé til alþjóðlega líknarsjóðsins. Við viljum líka þakka öllum sem gefið hafa, þakka þeim fyrir örlæti þeirra. □ PEKKA PELTONEN 13

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.