Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 12

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 12
lífið, til rannsóknar eða í hvaða öðrum tilgangi sem Guð kallar fólk sitt saman. Kirkjan er til staðar ekki aðeins þegar allur söfnuðurinn kemur saman til til- beiðslu heldur einnig á foreldrafundum, skólanefndafundum eða ráðstefnu - hvar og hvenær sem unnið er að starfi Guðs. En kirkjan er samt sem áður ekki aðeins mannlegt félag þar sem meðlim- irnir eru laus tengdir af svipuðum áhugamálum. Það er nátengt samfélag þar sem meðlimirnir eru sameinaðir og styrktir af Anda Guðs. Val Guðs á þeim en ekki val þeirra á honum er uppruni kirkjulífsins og endurnýjandi máttur þess. Hvað manninn snertir er kirkjan svar trúarinnar við kærleika Guðs. Satt er það að hún er andsvar einstaklinga. En meira en það, hún er samfélagslegt svar sáttmálasamfélags. Sá sögulegi atburður sem kemur slíkri kirkju á stofn er alltaf val Guðs á samfélagi manna. Við getum dregið þetta saman og sagt að kirkjan er samfélag í til- beiðslu, vitnisburði, kennslu, lækn- ingu og þjónustu þeirra manna sem hafa svarað í trú þeirri sáttargjörð Guðs sem felst í Jesú Kristi. Og í krafti Andans leitast við að sýna þann kærleika í lífi sínu og koma verki hans í framkvæmd. Kirkjan er til í þeim tilgangi að sýna mönnum líf Guðs og lyfta mönnunum til Guðs. Satt er það að kirkjan er skipu- lögð. Skipulag er leið og áform him- insins. Kirkjan fann höfuðskipulags- þætti sína í samkunduhúsinu og þróaði á postulatímunum þá fyrirmynd sem staðist hefur tönn tímans. Við trúum því að handbók Sjöunda dags aðventista feli í sér meginreglu þeirrar fyrirmyndar. Postulinn Páll tengir kirkjuna einnig landfræðilegum svæðum. Hann skrifar "söfnuðunum" (kirkjunum) í Galatalandi ( Gal.1,2.) og sendir kveðjur frá söfnuðunum (kirkjunum) í Asíu" (l.Kor.16,19). Kirkjan í þessum skilningi felur í sér söfnuði á ákveðnu svæði. Slíkum landfræðilegum hóp\am voru settir ábyrgir leiðtogar. Til dæmis voru Tímóteus og TÍtus þannig skipaðir sem og aðrir. Landsambönd Sjöunda dags aðventista fylgja slíkri fyrirmynd svo og sambönd samtaka. En landsamtök eða sambönd er kirkjan á annan hátt. Bæði landsamtök- 12 in og samböndin hljóta vald sitt frá söfnuðunum og verða þannig kirkjan stjórnarfarslega á sínum landssvæðum. Starfsmenn landssamtaka og sambanda eru meðlimir í söfnuðum og eru háðir safnaðaraga þessara safnaða eins og hverjir aðrir safnaðarmeðlimir. Svo er líka kirkjan í heiminum. Heimsamband Sjöunda dags aðventista hefur yfirsýn yfir heimskirkjuna og stjórnar starfi hennar. ÞÓ að heims- sambandið stjórni starfi heimskirkjunnar er það ekki kirkja í sama skilningi og söfnuður á ákveðnum stað. Stjórnar- menn heimssambandsins eru líka meðlimir safnaða á akveðnum stað. ÞÓ að heims- sambaidið sé ekki söfnuður er það fyrir það vald sem söfnuðir hafa gefið honum kirkjan í heiminum í dag. Að lokum er alheimskirkja. Þetta er samfélag Guðs og fólk Guðs á öllum tímum og öllum stöðum og þar með talinn söfnuðurinn á himnum. í hverri kynslóð hefur Guð átt votta sína sem hann hef- ur leitt í "sáttmálasamband við sig og tengt kirkjuna á jörðu við kirkjuna á himnum" (Acts of the Apostles,bls. 11). Þessi alheimskirkja er líkami Krists (1.Kor.12,12-27). Kristur er höfuð þessarar kirkju og allra kirkna sem falla inn í hana sem limir líkama hans. Þessi alheims kirkja er í samsemd við hjálpræðisverk Guðs. Á jörðinni þjónar heildarkirkjan sem líkami Krists í heimsvíðtæku þjónustu starfi. Það liggur í augum uppi að þessi líkami verður því ekki aðeins að viðhalda sjálfum sér heldur einnig að þjóna öllum mönnxom eins og Kristur gerði þegar hann gekk á meðal manna. Kirkjan átti að fara út um allan heiminn og kenna, prédika og skíra, lækna og endurreisa (Mark. 16,15). Kirkjan er ekki til sjálfrar sín vegna eingöngu heldur einnig vegna þeirra sem fyrir utan standa. HÚn verður stöðugt að teygja sig út fyrir mörk sín þar til Guð himn- anna "stofnsetur ríki sem aldrei mun á grunn ganga" (Dan.2,44). Jesús sagði: "Akurinn er heimurinn" (Matt.13,38). Það er margt sem má segja í við- bót en niðurstaðan hér er sú að þegar barn Guðs neitar að taka þátt í starfi Guðs snýst málið ekki aðeins um þátt- tökuleysi í áformi safnaðar (kirkju) eða fórn. Málið snýst um afneitun á kirkju Guðs og sjálfri kristinni trú. S^ga er sögð um mann sem var við-

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.