Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 9

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 9
Eggjahvítuauðugur matur - sem táknar yfirleitt fituríkan mat úr kjöti, mjólk og eggjum - eykur hraða þroskunar samkvæmt dýratilraunum. Dýr sem þrosk- ast fljótt deyja fyrr. Eggjahvíturíkur matur kann einnig að dempa ónæmiskerfið. Fituríkur matur kann að auka fram- leiðslu gallsýra og loftfælinna bakteria og stuðla þannig á hormónajafnvægi og það gæti haft áhrif á hormón-háð æxli eins og brjóstakrabbamein. Skortur á trefjaefnum kann að valda því að krabba- meinsvaldandi efni eða forstig þeirra haldist lengur í þörmunum og leiði til aukins ristilskrabbameins. sýnt hefur verið fram á að efni í mat svo sem benzopyren (1 kg af kola- grilluðu kjöti inniheldur jafnmikið og reykur úr 600 sígarett\im) og methyl- cholanthrene (finnst í fitu kjöts sem hitað hefur verið mjög mikið) valda krabbameini í dýrum. Nitröt og nitrit, sem bætt er út í kjöt, geta myndað nitrosamin sem eru mjög virkir krabba- meinsvaldar. í munnvatni manna eru þó nitrit svo að vísindamenn eru í óvissu hvað þetta snertir. Ríkisstjórnin hef- ur samt sem áður takmarkað notkun þess- ara efna í kjöti þó að nokkuð verði að nota til að forðast botulismus. Gæta þarf vel að bætiefnum í matvælum enda gerir ríkisstjórnin það. Bætiefni í mat hafa valdið lifraæxlum á dýrum. Krabbamein upprunnið í lifur er sjald- gæft í Bandaríkjunum. Jafnvel þótt rannsaka ætti vandlega núverandi þekk- ingu um bætiefni í mat ætti ekki að magna upp vandamálið langt fram yfir þá þekkingu sem er til staðar. Það er athyglisvert að txðni krabbameins er miklu hærri í Danmörku en í Banda- ríkjunum þótt Danir leyfi sama sem ekkert af bætiefnum í mat. Verstu bætiefnin eru of mikið af hitaeiningum og of mikið af dýrafitu. Krabbameins- veirur finnast í æxlum í dýrum. Það hefur komið í ljós að þessar veirur berast frá einu dýri til annars sömu tegundar. Nýlega hefur komið í ljós að þær geta einnig borist til annarra tegunda. Hvítblæðisvef úr manni var sprautað í lítil dýr. Það olli ekki hvítblæði en mörgum öðrum tegundum krabbameins svo sem krabbameini í brjósti og lungum. Árið 1974 var sýnt fram á að chimpansar dóu úr hvítblæði á fvrsta ári ef þeim var gefin mjólk úr kúm með hvitblæði frá fæðingu. Vegna upplýs- inga af þessu tagi væri skynsamleqt að fylgja ráðleggingum bandarxsku öldunga- deildarþingnefndarinnar um að nota minna af kjöti. Einnig er skynsamlegt að drekka ekki ógerilsneydda mjólk eða borða egg, sem ekki hafa verið soðin rækilega, vegna veiranna sem kunna að finnast í þessum matvælum. Uppgötvun sjúkdóma á frumstigi: Stundum er hægt að fjarlægja krabbamein ef það er uppgötvað snemma. Því er ráðlagt að konur rannsaki brjóst sín mánaðarlega til að athuga hvort ber sé í þeim og fari í legskoðun árlega. Karla og konur yfir fertugt ætti að rannsaka árlega m.t.t. blóðs í hægðum. Þeir sem halda áfram að reykja, þrátt fyrir staðreyndir um skaðsemi reykinga, ættu að fara í röntgenmynd á hálfs árs fresti. Munið að þessi atriði sem þegar eru þekkt gætu minnkað líkur ykkar á því að fá krabbamein um 80Við ættum að hætta að reykja, borða hollan mat (það þýðir meira af grófu kornmenti og minna af kjöti, nýmjólk, eggjarauðum, smjöri, rjóma og osti) og halda okkur grönnum. Einnig ætti að fara árlega í legskoðun, rannsaka hægðir árlega fyrir blóði og þreifa brjóstin mánað- arlega. Þið gætuð bjargað lífi ykkar með því að fara eftir þessum einföldu ráðleggingum. Heimildaskrá fyrir myndir og töflur: Tafla I: E.C.Hammond,"Smoking in Rela- tion to the Death Rates of One Million Men and Women", National Cancer Institute Monograph, vol.19:127-204,1966. Mynd 1: E.C.Wynder, "The Dietary Environment and Cancer", Journal of the American Dietetic Association 71:385- 392,1977 Mynd 2: Sama blað. Mynd 3: K.K.Carrol, "Dietary Factors in Hormone-dependent Cancers," in M.Winick,Nutrition and Cancer (Joh, Wiley & Sons,1977), bls.25-40. Tafla III:Sama blað. 15 4 9

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.