Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 11
frammi fyrir kerti, styttu eða altari. Litlar kapellur eru reistar sem fólk getur skotist inn í af iðandi strætunum. Annað vinsælt sjónarmið er það að kristnir menn geti tilbeðið Guð án þess að fara í kirkju. Kristnum mönniom í þessum hópi finnst það að liggja á ströndinni og hugleiða himininn, vera einn meðal trjánna eða í fjallakofa eða hlýða á kristilega útvarpsdagsskrá sé áhrifaríkari leið til tilbeiðslu en að fara í kirkjiu. Þetta eru auðvitað heimslegar rök- semdir. Hinn velupplýsti kristni maður mun greina það að kirkjan er miðdepill í áformi Guðs. Rætur kirkjunnar í Nýja testamentinu standa djúpt í jarðvegi ísraels. Nýi sáttmálinn fól £ sér og uppfyllti hinn gamla. Þegar höfundar Nýja testamentisins víkja að kirkjunni sem fólki eða samfélagi Guðs eru þeir sérstaklega að tala um Guðs út- valda lýð, samfélagið um sáttmálann í Gamla testamentinu (Sjá 1.Pét.2,9.10; Gal.6,16;Fil.3,13;1.Kor.10,1;RÓm.2,28; 11,16-24). Þessi hugmynd um tengsl og framhald er tjáð af einum fræðimanni í Gamla testamentis fræðum á þennan hátt: "Jesús leysti kirkjuna fremur en hann grundvallaði hana" - Craig,The Universal Church in God's Design bls.33. Við verðum að skilja að ef við tökum ekki til greina þá ætlun Krists að mynda kristilegt samfélag eiga at- burðirnir í postulasögunni sér enga merkingu. Opinberunin á Guði í ísrael og frelsandi starfsemi hans þar var greinilega innsigluð og látin ná út til alls heimsins með starfi Jesú Krists,er hann stofnaði kirkju sína á nýjan leik. ÞÓ að ég ætli ekki að mæla í gegn eða gera lítið úr þörfinni á guðræknis- stundxm í einrúmi má ekki rugla saman persónulegri tilbeiðslu og samfélagi manna í kirkjunni. Biblíuleg til- beiðsla getxir ekki orðið eins manns mál. Hún er félagsleg í eðli sínu. Einstaklingurinn er meðlimur fjölskyldu. Fyrsu orðin í Faðirvorinu - "faðir vor" - minna okkirr á þetta. Það stuðl- ar að fátækt að vanrækja sameiginlega tilbeiðslu og taka tilbeiðslu í einrúmi fram yfir hana. John Wesley var sannfærður um það að sá heilagleiki hjarta og lífs sem hann leitaði eftir gæti aðeins hlotið nægilega næringu í samfélaginu í kirkj- unni. Hann skrifaði: "Fagnaðarerindi Krists þekkir enga aðra trúariðkun en samfélagslega, engan heilagleika annan en samfélagslegan. - The Poetical Works of John and Charles Westley 1868-1872 MÓTSÖGN Að mínu áliti er líka kristindóm- ur án kirkju mótsögn. Að vera krist- inn maöur felur það í sér að tilheyra kirkju. Auðvitað verðum við að segja þegar einhver persóna eða einhver hóp- ur manna segist vera nauðsynleg for- senda fyrir hjálpræðinu felur slíkt tilkall í sér á ofdirfskufullan hátt það sem Guði einum ber. Samt er það svo að þegar við skiljum kirkjuna sem samfélag Guðs fólks er hún "tilskipað verkfæri Guðs til hjálpræðis manna" (Vegurinn til Krists). Fagnaðarerind- ið um áform Guðs til hjálpræöis var falið kirkjunni. Þegar við því skilj- um heildarhugmyndina um kirkjuna er sannarlega ekkert hjálpræði utan kirkjunnar. Hvað er kirkjan? Stundum er orðið kirkja notað um byggingu. Þýðing kirkjubyggingarinnar er undir- strikuð með áforminu um musterið í Jerúsalem og byggingu þess. HÚs Guðs átti að bera honum vitni. Á dögum postulanna komu hinir kristnu oft saman á heimilum sem voru blátt áfram og viðeigandi. Það var kirkja (söfnuð- ur) í húsi Prisku og Akvílasar (Rom.l 16,3-5). En þó að byggingin sé þýð- ingarmikil er hún samt fallvölt. Salómó gerði sér grein fyrir þessu í bæn við vígslu musterisins (l.Kon.8, 13.27). ÞÓ að kirkjubyggingin sé fallvölt er hún engu að síður þýingar- mikil fyrir verk Guðs. KIRKJAN SEM SÖFNUÐUR En algengara er þó að orðið kirkja vísi til safnaðar. í líkingu sinni talar Pétur um kirkjuna sem samfélag "lifandi steina" sem byggðir eru á Kristi, "hornsteininum " (1.Pét.2,5.6) Því er það þannig að þegar"tveir eða þrír (eða tvö eða þrjú þúsund) eru saman komin í nafni Krists, með hann, 'mitt á meðal sín" (Matt.18,20) þá er þar komin kirkja. Slíkar samkomur geta verið til tilbeiðslu, til trúboðs- starfs, til þess að styrkja heimilis- 11

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.