Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 1

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 1
BRÆÐRABANPIP 42 ÁRGANGUR APRÍL 4. TÖLUBLAÐ1979 MANNKYNIÐ ÁTTI AÐ EIGA FRELSAR- ANN EKKI AÐEINS A MEÐAN A HOLD- TEKJUNNI STÓÐ; HANN MUN UM EI EILlFÐ HALDA MANNLEGU EÐLI SlNU. Þegar ég bjó í Englandi hafði það alltaf mikil áhrif á mig þegar ég söng sálm Jean Ingelow's. í fyrsta versinu er spurt þannig:"Elskaðir þú það fólk sem elskaði þig ekki? FÓrst þú með mannlegt yfirbragð þitt með þér til himna? Talar þú enn máli mannanna? Ert þú stóri bróðir þeirra núna? " Svarið við öllum þessum fjórum spurningum er ákveðið já.' Jesús er okkar, fæddur meðal manna, okkur gefinn. Meðalgöngumaðurinn frammi fyrir hinu eilífa hásæti er"maðurinn Jesús Kristur" (1.TÍm.2,5). En hversu mannlegur er Jesús ef hann er einnig guðlegur? Við erum ekki í þessari grein að leitast við að rýna inn í þann leyndardóm sem er ofar mannlegum skilningi. Tilgangur okkar hér er fremur að dvelja við það hversu Drottinn er samsamaður okkur. Hversu nálægur hann er okkur, ræða um samúð hans og innilegt hjartalag hans og kærleiksríkan skilning hans á okkur og hlutskipti okkar. Fyrst skulum við minna okkur sjálf á að hann varði þremur og hálfu ári til starfs síns en hann varði þrjátíu árum af þrjátíu og þrem í borginni Nazaret. Miklu af þeim tíma hlýtur að hafa verið varið við hefilbekkinn með ónærgætnum "bræðrum" sínum, sonum Jóseps sem voru eldri en hann. Hann varð að búa með þeim og vinna sér inn fyrir framfærslu sem verkamaður og hjálpa til við það að vinna fyrir heimilishaldinu. Hann var

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.