Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 10

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 10
Hvad og hvar er KIRKJAN? KRISTINDÓMUR ÁN KIRKJU VERÐUR AÐ SKOÐAST SEM MÖTSÖGN. AÐ VERA KRISTINN MAÐUR FELUR ÞAÐ I SÉR AÐ VERA I KIRKJUNNI. WALTER R. BEACH Sjöunda dags aðventistar elska kirkju sína og vilja þjóna henni trú- lega. Þeir gera sér grein fyrir því að "kirkjan sem er bæði óstyrk og göll- uð og þarf á aðfinnslum,viðvörunarorðum og ráðlegging\rn að halda er samt það sem Kristur elskar hér á jörðinni meira en nokkuð annað." Testimonies to Ministers bls. 49. Þeir hafa gert mikið úr kirkjunni sem stofnun og hafa háþróað skipulag. Þetta er rétt og viðeigandi en sjaldan virðast þeir taka sér tíma til þess að skýra hvað þeir eiga við með orðinu kirkja. Sumir gætu sennilega tekið xmdir með þeim 30,4 prósent í skoðunakönnun meþódista sem sáu kirkjuna fyrst og fremst sem "samfélag þeirra sem hafa bundist bönd- um í leit sinni að trúarlegu lífi." Þessa skýrmgu skortir að sjálfsögðu allt kristilegt snið. Sjöunda dags aðventistar þurfa að spyrja margra spurninga og svara mörgum spurningum varðandi kirkjuna svo sem: Hver er tilgangur hennar í heiminum? Hví fær kirkjan á sig þessa skipulags- mynd sem hún hefur? Hvað og hvar er kirkjan? Hversu nauðsynleg er kirkjan fyrir starf Guðs í heiminum? Vissulega eru umræður um kirkjuna gagnlegar á þeim tíma þegar fjölmargir trúaðir tala um kristindóm án kirkju. Sú stefna er til í dag í kristnum lönd- um að ýta undir bæn einstaklingsins Walter R.Beach er fyrrverandi vara- forseti heimssambandsins og býr nú í Loma Linda í Kaliforníu. Grein úr Review ll.Janúar 1979

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.