Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 2
ekki verndaður og varinn. Hann varð að horfast í augu við lífið eins og það var, fást við viðskiptavini - suma gagnrýn- andi, súma ófúsa að greiða gjöld sín. Hann var stöðugt að læra og hann skilur af reynslu hvernig fólk lifði þá og hvernig það lifir núna. Nazaret er kölluð borg (Gríska polis) ekki þorp. Við vitum ekki um ibúafjölda hennar en hann kynni að hafa verið töluverður. Hún var nálægt vegamótum á fjölfarinni aðalbraut sem lá frá norðri til suðurs og austri til vesturs. Þar fóru um kaupmenn, opinberir starfsmenn, róm- verskar hersveitir og fjöldi annarra. Nazaret var ekki óþekktur staður og Jesús hefur án efa komist í kynni við fólk frá mörgum löndum í þeim annríka heimi sem hann bjó í. Við verðum líka að minna okkur á það að Drottinn lifði á þeirri kynslóð þegar uppreisnir og byltingar lágu í loftinu. Við slíkar aðstæður var rómverskur réttur harður og ásamt öðrum hlýtur hann í þessari borg að hafa sem drengur verið vottur að margs konar sjórnarað- gerðum Rómverja, jafnvel séð krossfest- ingu. Hann þekkti beiskju þá og kúgun sem samfara var erlendu hernámi og þekkti þær pólitísku deilur og sterku tilfinningaöldur sem flæða um mannleg hjörtu vegna alls þessa. Svo að hann skilur tilfinningar og andsvör þeirra sem búa við ofríki. Hann þekkir baráttu og þrár, ótta og kvíða allra þeirra sem búa við svipaðar aðstæður. í Hebreabréfinu er okkur sagt að "hans var freistað á allan hátt eins og vor án syndar" (Hebr.4,15). Það var ekki "eðli engla" sem hann tók á sig heldur var hann "sæði Abrahams." Hann var gerður "líkur bræðrunum svo hann gæti orðið miskunnsamur og trúr æðstiprestur" (2.kap.16.17.vers.). Hafði hann eðli sem var nákvæmlega eins og okkar eðli? Varð hann fyrir freist- ingu eins og við að innan jafnt sem að utan? Ef ekki hvernig var þá hægt að freista hans "á allan hátt eins og vor"? Ef svo er hvernig gat þá blóð fórnar hans verið sem"lýtalausts og óflekkaðs lambs" og hvernig gat hann verið æðsti- prestur sem er "heilagur og lýtalaus Duncan Eva er varaforseti heimssam- bandsins. Grein úr Review 4.janúar 1979 2 og aðskilinn frá syndurum"? (4.kap.l5; 1.Pét.1,19;Heb.7,26). Ellen White skr skrifar: "Hans var freistað á allan há hátt eins og manna er freistað samt var hann kallaður heilagur." Segir: "Það er leyndardómur sem ekki er skýrð- ur fyrir dauðlegum mönnum að Krists var kallað á allan hátt eins og vor án syn syndar. Holdtekja Krists hefur ávallt verið og mun ávallt vera leyndardómur." Biblíuskýringar S.D.A. bls. 1128.1129. "HVERNIG" SKIPTIR EKKI MÁLI Það skiptir því ekki máli þó ég geti ekki skýrt hvernig þetta var. Biblían segir að það hafi verið svo, sendiboði Guðs staðfestir það og öldum saman hafa sannkristnir menn trúað því. Þess vegna teiga ég af þessari sann- leikslind sem ég get ekki fyllilega skilið alla þá von og huggun sem ég get fengið. Þegar freistingin með nær ómótstæðilegu afli kemur til min á einu leiftrandi augnabliki eða þegar hún aftur og aftur dag eftir dag situr við dyr mínar veit ég að Drottinn skil- \ir baráttu mína og þar sem "hann sjálfs var freistað," getur hann og til fulls frelsað þá sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð þar sem hann ávallt lifir til þess að biðja fyrir þeim" (2.Kap.l8; 7.kap.25.). En eins og við höfum þegar minnt okkur á er Drottinn algjörlega mann- legur á annan hátt. Hann "lærð hlýðni af því sem hann leið (5,8). Höfuð- einkennið á lífi hans var algjör hlýðni við vilja Guðs. Hann var eina mannver- ann sem hefur verið og mun vera ávallt fullkomnlega hlýðin vilja Guðs. Hlýðni hans var ekki eitthvað sem logaði upp eitt augnablik og varð sem skar og næstum því logaði út á því næsta. Hann gerði ávallt það sem faðir hans vildi ekki aðeins í hlýðni við lögmálið og hið rétta og sanna en einnig hvað snertir þá sjálfsfórn sem þeir sameig- inlega höfðu valið honxim fyrir grund- völl veraldarinnar. Þeim vilja var hann hlýðinn allt til dauða já dauða á krossi" (Fil.2,8). Vilji hans sem manns var algjörlega eitt með föðurnum. Þegar hann gaf líf sitt gerði hann það vegna þess að eins og hann sagði: "Þetta boðorð hef ég meðtekið af föður mxnum." En hann gat líka sagt: "Ég legg líf mitt í sölurnar" af því að

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.