Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 16

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 16
lega kærleika Jesú, sem i sárustu þjáningu líkama og sálar hugsaði aðeins um aðra og hvatti hina iðrandi sál til að trúa. í niðurlægingu sinni hafði hann sem spámaður ávarpað dætur Jerúsalem. Sem prestur og málsvari hafði hann beðið föðurinn að fyrirgefa morðingjim sínum. Sem elskandi frels- ari hafði hann fyrirgefið syndir hins iðrandi ræningja. Þegar Jesús renndi augunxm yfir mannfjöldann í kringum sig beindist athygli hans að einni manneskju. Við fætur krossins stóð móðir hans, studd af lærisveininum Johannesi. Hún gat ekki afborið að vera fjarri syni sínum og þegar JÓhannes vissi að dauðastundin nálgaðist leiddi hann hana aftur að krossinum. Á dauðastundinni minntist Kristur móður sinnar. Hann leit á hina harmþrungnu ásjónu og síðan á JÓhannes og sagði: "Kona, sjá, þar er sonur þinn.'" Síðan sagði hann við JÓhannes: "Sjá, þar er móðir þínT" Jóhannes skildi orð Krists og breytti eftir þeim. Hann fór þegar með Maríu heim til sin og annaðist hana upp frá því með ástúð. Miskunnsami, kærleiksríki frelsari.' Mitt í öllum líkamlegum kvölum sínum og andlegri angist bar hann umhyggju fyrir móður sinni. Fjármuni átti hann ekki til að tryggja henni lífsviðurværi. En hann var greyptur í hjarta Jóhannesar og hann fékk honum móður sína til varð- veislu sem dýrmæta gjöf. Með því veitti hann henni það sem hún þarfnað- ist umfram allt annað - ástúðlega um- önnun manns sem elskaði hana af því aó hún elskaði Jesúm. Og með því að taka við henni sem heilögum tryggðapanti féll Jóhannesi mikil blessun í skaut. Hún var honum sífelld áminning um elsk- aðan meistara hans. Hið fullkomna fordæmi sonartryggð- ar Krists geislar með óskertri birtu gegnum mistur aldanna. í hartnær þrjá áratugi hafði Jesús með daglegum störf- um sínum hjálpað til að bera byrðar heimilisins. Og nú, jafnvel í síðustu kvöl sinni, gleymir hann ekki að sjá fyrir syrgjandi móður sinni, sem nú var orðin ekkja. Sama hugarfar mun einkenna sérhvern lærisvein Drottins. Þeir sem Kristi fylgja munu telja það hluta af trú sinni að virða foreldra sína og sjá þeim farborða. Frá hjart- anu sem varðveitir kærleik hans mun alla tíð streyma umhyggja og ástúð til foreldranna. Og nú var Drottinn dýrðarinnar að deyja til lausnar mannkyninu. Þegar Kristur fórnaði dýrmætu lífi sínu var það ekki sigurgleðin sem hélt honum uppi. Allt var þrúgandi drungi. Það var ekki dauðaógnin sem þjakaði hann. Það var ekki kvöl og smán krossins sem olli ólýsanlegri þjáningu hans. Kristur var höfðingi hinna þjáðu. En þjáning hans stafaði af vitundinni um vonsku syndarinnar, vitneskjan um að vegna kunnugleika síns við hið illa var mað- urinn orðinn blindur á óhæfu hennar. Kristur sá hversu djúpar rætur syndin hafði fest í hjörtum mannanna,hversu fáir mundu hafa vilja til að brjótast undan valdi hennar. Hann vissi að án hjálpar frá Guði hlyti mannkynið að farast og hann sá aragrúa fólks glatast þó að yfirf1jótanlegt hjálpræði stæði þeim til boða. Á herðar Krists sem staðgengils okkar og ábyrgðarmanns voru lagðar mis- gjörðir okkar allra. Hann var kallaður afbrotamaður til þess að hann gæti frelsað okkur frá sakfellingu lögmáls- ins. Sekt hvers einasta afkomanda Adams lagðist á hjarta hans. Reiði Guðs yfir misgjörðum mannanna, hin óttalega opinberun vanþóknunar hans á syndinni, fyllti sál sonar hans örvæntingu. Alla ævi sína hafði Kristur verið að auglýsa föllnum heimi fagnaðartíðindin um misk- unn föðurins og fyrirgefandi kærleik. Frelsun handa hinum mesta syndara var viðkvæði hans. En undir hræðilegri sektarbyrði sinni getur hann ekki séð fyrirgefandi ásjónu föður síns. Brott- nám hinnar guðlegu ásjónu frá frelsar- anum á stund mestu angistar hans nisti hjarta hans með sorg sem menn geta aldrei skilið til fulls. Svo mikil var þessi kvöl að hann fann naumast líkam- legan sársauka. Með ofsalegum freistingum sinum nisti Satan hjarta Jesú. Frelsarinn gat ekki séð gegnum hlið grafarinnar. Engin von leiddi honum fyrir sjónir sigurför hans upp úr gröfinni eða lýsti fyrir honum viðtöku föðurins á fórn hans. framhald í næsta blaói I.XXVVVXXVXVXVXXXXXXVXXXXXXVXXXXVVXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.