Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 4
AFNÁM SYNDARINNAR -2 FULLKOMN TRÚARBRÖGÐ OG FULLKOMH) LIF CARLYLE B. HYNES Er við lítxm yfir jörðina virðist svo sem tjaldið sé að falla fyrir menn- ingu heimsins - hver fellingin á fætur annarri. Ég á ekki við járntjaldið, bambustjaldið eða purpuratjaldið. Ég á við lokatjaldið, sem hefur hið geigvæn- lega orð "endir" á sér. Ljósin eru alls staðar að deyja. Dimma algers myrkurs er að grúfa yfir alla menn. Þeir fálma í myrkri og leitast við að uppgötva þýðingu þess sem á sér stað á meðal manna. Menn þrá af einlægni að finna orsök þessara hluta i þeim tilgangi að afnema hana. Þeir vita ekki um orsök- ina og ef þeir vissu hver hún væri, gætu þeir ekki afnumið hana. Það er orsök sem menn hugsa lítið um og sem þeir neita að trúa. Það er orsök sem er ekki greint frá í dagblöðunum og ekki taka heldur stjórnmálamenn heimsins hana með i reikninginn. Hvað er það þá, sem hefur komið heimimm i þessa voðalegu hættu? Til eru þeir sem álita það vera afleiðingu tveggja heimsstyrjalda. Þeir hafa á röngu að standa. Þessar styrjaldir skildu sannarlega eftir marga hörmulega hluti, sem hafa haft i för með sér ringulreið, umrót og vandræði. En þessar styrjaldir voru ekki orsök, fremur afleiðing. Þær má rekja til hinna sömu afla og grundvallarorsaka, sem i dag eru að setja heiminn fram á hyldýpi glötunarinnar. Aðrir álita orsök núverandi hættu- ástands vera hið sláandi og stöðugt vaxandi lögleysi, sem svo einkennandi er fyrir okkar tima. En einnig þetta er einungis minni háttar ástand, sem aðeins hjálpar til. Aðrir álita vand- 4 ræðin, sem nú rikja i heimsmálunum, vera árekstra og deilur á milli stefna hinna ýmsu rikisstjórna, svo sem lýð- ræði, fasismi, nasismi, kommúnismi. En þetta er ekki satt. Er sonur Guðs stóð á Oliufjallinu fyrir nitján öldum og horfði i gegnum myrkviði aldanna fram til okkar tima, sem sá fyrir og sagði fyrir núverandi ástand, gat hann orsakarinnar fyrir þessu og einnig þess, sem gæti afnumið hana. Eftir að hafa lýst hernaði og hernaðartiðindum, voða, ótta og umróti þessara daga, talaði frelsari mannanna af sinni miklu innsýn i allt sem mann- legt er um þær grundvallarástæður, sem mundu leiða af sér þetta ástand. Hinn mikli spádómur hans um okkar tima er i 24.kafla Matteusarguðspjalls. Taktu þér tima til að lesa hann allan, orð fyrir orð og af mikilli athygli. Tak eftir að hann var að svara spurningu lærisveina sinna varðandi tima endurkomu hans og enda veraldar. Og tak einkar vel eftir 4.5.11.12.24. og 26.versi. "Gætið þess að enginn leiði yður i villu". "Og margir fals- spámenn munu risa upp og leiða i villu marga,og....lögmálsbrotin magnast". "Til þess að leiða i villu ef verða mætti, jafnvel útvalda...Ef þeir þvi segja við yður...hann er i herbergjun- um,þá trúið þvi ekki." Lögmálsbrot og blekking. Falskristar, falsspámenn, falskar kenningar, falskar kröfur - i stuttu máli lögmálsbrot og blekking. Menn eru dregnir frá hinum sanna Kristi til falskrista og spámanna, svika, lyga, lögmálsbrota - Drottinn vor talar um að þetta leiði af sér ósamhljóðan og umrót jarðarinnar. Þessi staðreynd ein útskýrir at- burði hins liðna og liðandi stundar og varpar miklu ljósi á það sem ókomið er: Vegna lögmálsbrota og blekkinga "þreyt- ir Drottinn deilu við þjóðirnar".(Jer. 25,31). Það er deila milli hins ranga og rétta. "Þvi að Drottinn hefur mál að kæra gegn ibúum landsins þvi að i land- inu er engin trúfesti, né kærleikur, né þekking á Guði. Þeir sverja og ljúga, myrða og stela og hafa fram hjá" (Hós. 4,1.2.). Það er þá synd, sem er frumorsökin að öllum vandræðunum á jörðinni. Það

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.