Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 15

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 15
Þegar hann mælti fram fyrirheitið var hið dimma ský sem virtist umlykja krossinn rofið af björtu, lifandi ljósi. Hinum iðrandi ræningja veittist full- kominn friður þess sem sáttur er við Guð. Kristur varð dýrlegur í niðurlæg- ingu sinni. Hann, sem í allra augum virtist vera sigraður, var sigurvegari. Hann var viðurkenndur sem syndaberi. Menn geta haft vald yfir mannlegum líkama hans. Þeir geta gegnum stungið hin heilögu gagnaugu með þyrnikórónu. Þeir geta flett hann klæðum og bitist um skiptingu þeirra. En þeir geta ekki rænt hann valdinu til að fyrirgefa syndir. í dauða sínum ber hann vitni um eigin guðdóm sinn og dýrð föðurins. Eyra hans er ekki svo íþyngt að hann heyri ekki, armur hans heldur ekki svo skammur að hann nái ekki til að frelsa. Það er konunglegur réttur hans að frelsa til fulls alla sem koma til Guðs fyrir hann. 1 dag segi ég þér: þú skalt vera með mér í Paradís. Kristur sagði ekki að þjófurinn skyldi vera með honum í Paradís þann dag. Hann fór ekki sjálfur til Paradísar á þeim degi. Hann svaf í gröfinni og á upprisumorgn- in\im sagði hann: "Ennþá er ég ekki upp- stiginn til föður míns." Jóh.20,17. En á krossfestingardaginn, þegar hann virtist sigraður og myrkri hulinn, gaf hann fyrirheitið. "í dag," meðan Kristur var að gefa upp öndina á kross- inum eins og illvirki, fullvissar hann hinn aiamkunarverða syndara að hann skuli vera með honum í Paradís. Illvirkjana sem krossfestir voru með Jesú festu þeir upp "sinn til hvorrar handa, en Jesúm í miðið." Það var gert að undirlagi prestanna og höfðingjanna. Að Kristur var festur upp á milli ræningjanna skyldi sýna að hann væri versti illvirkinn þeirra þriggja. Þannig rættist ritningin: Hann "var með illræðismönnum talinn." Jes.53,12. En prestarnir skildu ekki til fulls merkingu athafnar sinnar. Alveg eins og Jesús var krossfestur "í miðið" var kross hans settur í miðj- an heim sem sokkinn var í synd. Og fyrirgefningarorðin sem beint var til hins iðrandi ræningja tendruðu ljós sem skína mun til hinna ystu endimarka jarð- arinnar. Englarnir undruðust hinn óendan- BAKSÍÐA^ Kristi mun hafa hin mestu áhrif og bera hinn kröftugasta vitnisburð um það, að Guð sé um það bil að fullna verk sitt á jörðunni. Og Guð er reiðubúinn að laða fram slíkt sérstakt líf í ykkur. Hann er bæði fús þess og fær um að afnema synd úr reynslu þinni - alla synd. Eruð þið reiðubúin að láta hann gera það? Vissulega er afnám syndar úr lifi ykkar hið þýðingarmesta verk sem hver einasti safnaðarmeðlimur stendur andspænis í dag. *9 Tafla IV:Byggt á upplýsingum frá land' búnaðardeild Bandaríkjanna National Food Situation (NFS- 158),nóvember 1976,bls.30. Þýðandi: Snorri Ólafsson aðstoðarlceknir. BRÆÐRABANDÐ Ritstjóri og ábyrgdarm.: SIGURÐUR BJARNASON Útgefendur S.D. AÐVENTISTAR Á ÍSLANDI 15

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.