Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 8

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 8
HLUTFALLSLEG ÁHÆTTA Á BRJÓSTAKRABBAMEINI (mataræðisþættir) TAFLA 5 Minna en einu sinni í viku Minna en einu sinni Kjöt Egg Smjör/ ostur í viku Tvisvar til fjórum 1.00 1.00 1.00 sinnum í viku 2.25 1.91 3.23 Næstum daglega 3.83 2.86 2.10 þær sem fengu blæðingar eftir 17 ára aldur. 2. Offita Sýnt hefur verið fram á að offita eykur hættu á krabbameini í brjóstum, legbol og nýrum hjá konvim. Konu sem er 23 kg of feit er 10 sinnum hættara við krabbameini í legbol. Of feitt fólk fær frekar sykursýki af fullorðinsgerð sem eykur einnig hættu á krabbameini í legbol. TÍðni krabbameins í brjóstum tvöfaldast í konum eftir tíðahvörf ef þær eru of feitar. (Sjá töflu III). Skýrslur líftryggingafélaga sýna jákvæða fylgni milli tíðni krabbameins af öllum tegundum og aukins líkamsþunga. Þetta á sérstaklega við um krabbamein í þörmum, lifur, gallblöðru og þvag- og kynfærum. 3. Trefjaefni: Verulegar upplýsingar liggja nú fyrir um það að 8-15 sinnum meira er um ristilkrabbamein í Bandarikjunum en í löndum þar sem almenningur lifir á óunnum mat. Það tekur óunninn mat 30 klst að fara í gegnum meltingarfærin en fínunnin matur er 77 klst á leiðinni. Mormónar og Sjöunda dags aðventistar hafa lægri tíðni ristilkrabbameins. Sennilega er meira af trefjaefnum í mataræði þeirra þar sem þeir nota meira af grófu kornmeti en aörir. í mat Sjöunda dags aðventista er im 50% meira af trefjaefnum en hjá vestrænu fólki yfirleitt. Um 89% af hitaeiningum í Bandaríkjunum koma úr matvælum sem innihalda lítið af trefjaefnum. (Sjá töflu IV). Fituríkt mataræði leiðir til þess að meira myndast af gallsýrum og loft- fælnum bakteríum í þörmunum. Bakterí- urnar breyta gallsýrum í methylcholan- threne og önnur krabbameinsvaldandi efni. Trefjaefni festast á gallsýrur og kolesterol og önnur forstig krabba- meinsvalda og bera þau hratt út úr meltingarveginum. Það er hugsanlegt fræðilega séð að aukið trefjamagn í matnumvaldi minni snertingu krabbameinsvaldandi efna við veggi meltingavegarins. 4. Ráðleggingar um fyrirbyggjandi að- gerðir: Er nokkur furða á því að "öldungar- deildarþingnefndin um mataræði og mann- legar þarfir" ráðleggur að Bandaríkja- menn minnki neyslu á rauðu kjöti, fitu- ríkum mat, smjörfitu og eggjum; að þeir noti fitusnauða mjólk fremur en nýmjólk; að þeir noti meira af heilkorni, ávöxt- um og grænmeti? S\imir telja að tengsl séu milli mataræðis og 60% krabbameins í konum og 40% krabbameins í körlum. Hvernig getur mataræði aukið lík- urnar á krabbameini? HLUTFALLSLEG ÁHÆTTA Á BRJÓSTAKRABBAMEINI HUNDRAÐSHLUTI HITAEININGA ÚR MATVÆLUM (miðað við þunga kvenna) • SEM INNIHALDA LÍTIÐ AF TREFJAEFNI. TAFLA 6 TAFLA 7 Kjöt 20% Fínunnið korn 18% Þungi Fyrir Eftir Sýnileg fita 18% tíðahvörf tíðahvörf. Sykur 17% Grönn 1.00 1.00 Mjólk,smjör 12% Eðlileg 1.29 4,76 Egg 2% Svolítið of feit 2.10 4.51 Áfengi 2% Of feit 2,98 12.38 Samtals: 89% 8

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.