Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.04.1979, Blaðsíða 5
er synd sem er orsökin að þessari deilu milli manns og Guðs. Það var syndin sem i fyrstu truflaði samræmið sem var á milli skaparans og sköpunarinnar. Það var synd sem kom með bölvun í kjölfar sitt yfir þennan uppreisnargjarna kyn- stofn og gerði þennan heim að byltingar- héraði í alheimi Guðs. Synd hefur verið orsök alls böls bæði þjóða og manna. Það er sú bölvun, sem hefur leitt af sér öll núverandi vandkvæði heimsins. Og það er sú bölvun, sem að lokum mun kollvarpa heiminum. Og nú nálgast menningin endalok sín. Á liðnum öldum hafa fyrirtæki mannsins þráfaldlega mistekist. Mann- legar vonir hafa reynst vera reykur, mannleg loforð fals. Allt það sem viska, snilligáfur, menntun, þjálfun, menning og mannúð hafa framkvæmt gera allt höfuðið sjúkt og allt hjartað veikt og hin tíu þúsund kynjalyf manna hafa ekki veitt neina bót. Menn risu upp gegn Guði og brutu lög hans. Guð gerði menn ábyrga fyrir lögum réttlætisins og þeir vildu ekki hlýða. Þeir hurfu frá hollustu sinni við konung alheimsins. Þeir virtu að engu hið háa vald hans og þar af leiðir að hann er í deilu við þjóðirnar og synd er orsökin. Og það er synd sem hefur orsakað allt böl mannkynsins, sem loðir við líf Guðs ástkæru barna svo að slegið er á frest að vera viðbúin að mæta Guði og þar með verða þau óhæf fyrir riki himinsins og seinka þannig komu Drott- ins síns, Þau ykkar, sem lesið þessar línur eruð fólk Guðs á jörðunni. Hann elskar ykkur. Hann dó fyrir ykkur til þess að frelsa ykkur. Hann hefur kallað ykkur. Hann hefur gert ykkur sinn blessaða sannleika kunnan. Það sem ég vil biðja ykkur um að íhuga nú er það hvort trúarbrögð ykkar séu frelsandi kraftur og sigur yfir synd - fyrir ykkur. Við höldum því fram að boðskapur okkar sé hin eina lausn og lyf við öllu því sem rangt er í heiminum. Ef sú krafa okkar er sönn, ef við í sannleika höfum full- komin trúarbrögð, munu þau trúarbrögð opinbera sig og sýna yfirburði sina á einn afar þýðingarmikinn hátt ^ með því að leiða af sér fullkomið líf. Ef þau gera það ekki, eru þau annað hvort ekki þau fullkomnu trúarbrögð, sem við höldvim fram að þau séu, eða við leyfum þeim ekki frjálsan aðgang að lífi okkar. Með þetta í huga legg ég þetta fram fyrir ykkur í allri þeirri einlægni sem ég á til. Hvað hefur þessi boðskapur gert, hvað er hann að gera fyrir ykkur og í ykkur? Við erum ekki röng í þeirri trú okkar, að boðskapurinn, sem við höfum, hafi verið gefinn til að mæta ástandi því sem heimurinn er í í dag. Hann inniheldur sannarlega hina einu sönnu útskýringu á núverandi ástandi heims- ins. Hann veitir hina einu hjálp ör- vilnuðum, föllnum heimi. En hefur hann frelsað ykkur? Við höfum réttilega mikinn áhuga á því að færa öðrum sannleikann - ná- grönnum okkar, vinum og ættingjum. Við viljum láta allan heiminn þekkja "sann- leikann". Ég spyr ykkur hvers vegna? Viljið þið láta þá líkjast ykkur? Viljið þið umbreyta þeim svo að þeir lifi, tali, starfi, borði, lesi og hagi sér eins og þið? Á hvaða hátt er lunderni ykkar fullkomnara lunderni nágranna ykkar? Lesið þið það sem þeir lesa, sjáið þið það sem þeir sjá, heyrið þið það sem þeir heyra, talið þið eins og þeir tala, farið þið á sömu staði og þeir fara, klæðið þið ykkur á sama hátt og þeir, borðið þið sams konar mat og þeir, athafnið þið ykkur á lxkan hátt og þeir? Lífið í Kristi Boðskapurinn, sem þið trúið og elskið er meira en safn kennisetninga, meira en kennikerfi, meira en yfirlýs- ing, meira en lagasetning, meira en uppfylling spádóma, meira en kerfi ytri helgisiða. Hann kallar eftir sérstöku lífi. Það er það sérstaka líf, fremur en allt annað, sem mun vitna kröftugast fyrir sannleika þessa boðskapar. Það er lífið í Kristi. Jesaja segir okkur að Guðs fólk verði til tákns,. (Jes.8,18) . Við munum auðvitað halda áfram að kenna um tákn tímanna í hinum náttúrlega, trúarlega, viðskipta-, félagslega og pólitíska heimi. En í þessum heimi er hið mesta tákn þeirra tíma, sem við lifum á, hið áhrifamesta tákn, hin mest sannfærandi tákn, Guðs fólk og það líf sem það lifir. Slíkt líf í 15 + 5

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.