Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Klasasérfræði á Akureyri Einn þekktasti sérfræð- ingur heims í starfsemi klasa til nýsköpun- ar og atvinnuþró- unar, Ifor Willi- ams, flutti aðaler- indið á ráðstefnu um fyrirtækjaklasa og tengslamyndun í atvinnulífinu á Akureyri í gær. Williams hélt einnig nám- skeið um málefnin í fyrra- dag. Var það vel sótt af fólki úr atvinnulífinu og opin- bera geiranum sem var að kynna sér hugmyndir að baki samvinnu í atvinnu- greinum. Álit manna er að hugmyndir Williams hafi verið nýstárlegar og komi til með að nýtast norðan- mönnum vel í flestu sem tengist atvinnulífinu. L-ll{ í'_ “.... . | f S Flestar löggur á ísafirði og í Eyjum Fæstir íbúar voru á hvern lögreglumann á ísa- flrði og í Vestmannaeyjum og flestir í Kópavogi á síð- asta ári. Þetta segir í skýrslu Jónmundar Kjart- anssonar yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra. 1. febrúar 2004 voru starfandi á ísafirði 13 lögreglumenn og voru því 335 íbúar að baki hverjum lögreglu- manni. Sama íbúatala var að baki hverjum lögreglu- manni í Vestmannaeyjum. Flestir voru íbúar að baki hverjum lögreglumanni í Kópavogi, 903. fylIplfS Kjarafundir ganga vel Verkalýðsfélag Akraness fundaði með forsvarsmönn- um Norðuráls í gær og fóru samningsaðilar yfir kröfúr stéttafélaganna. Launaliðir samningsins hafa enn ekki verið ræddir en vonast er til að farið verði í þær viðræð- ur fljótlega. Vaktavinnu- menn hafa gert kröfu til þess að fá fimmta vakthóp- inn inn og hefur því verið komið vel til skila til for- svarsmanna Norðuráfs, SamningsaðUar hefja eflaust viðræður um fimmta vakt- hópinn fljótlega. Enn hafa launaliðir samningsins ekki verið ræddir en úr þeim ver- ið skorið í bráð. Fyrrum sjúkraliði á elliheimilinu Víðinesi, Eiríkur Bjarnar Kjartansson, var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir árás á háaldraða konu. Árásin er sögð hafa verið til þess fallin að valda ósjálfbjarga gamalmenni mikilli vanlíðan og ótta enda á stað sem hún átti að teljast óhult. Refsingin er skilorðsbundin til þriggja ára. Dæmdur íyrir aö ráðast á ósjálibjarna gamalmenni „Hann sleppur því við refsingu fyrir að ráðast með hrottalegum hætti á gamla konu.“ Sjiikraliðinn Eiríkur Bjarnar Kjartansson var í gær dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á há- aldraða konu, vistmann á öldrunar-og sjúkraheimilinu að Víði- nesi. Dómurinn segir að árásin hafi verið til þess fallin að valda ósjálfbjarga gamalmenni mikilli vanlíðan og ótta. Þrátt fyrir þessi orð dómarans er fullnustu refsingar frestað ef Eiríkur heldur skilorð næstu þrjú árin. Hann getur því sloppið við refsingu fyrir að ráðast með hrottalegum hætti á gamla konu. Eiríkur var ákærður fyrir að hafa slegið gömlu konuna, sem lést áður en málið var þingfest, margsinnis í andlitið og misþyrmt henni með þeim afleiðingum að hún hlaut slæmt mar og glóðarauga. Tvö vitni urðu að árásinni, starfsfólk á Víðinesi, sem var fyrir utan herberg- ið þar sem árásin átti sér stað. Óttaðist dauðann Fyrir dómi sögðu vitnin að þau hefðu heyrt gömlu konuna kalla hvað eftir annað: „Hjálp, hjálpið mér. Ég er að deyja." Þau hafi staðið í brunastiga fyrir utan álmuna og séð inn um glugga þar sem Eiríkur sló gömlu konuna með flötum lófa hvað eftir annað og sagt ógnandi: „Hættu tmmi.. þessu, hættu þessu. Ætlarðu ekki að fara að hætta þessu?" Sjálfur bar Eiríkur því við að gamla konan hefði sturlast þetta kvöld og haft ítrekaðar hægðir sem hann hefði reynt að þrífa upp. Hann hafi reynt að gefa henni róandi en það ekki virkað. Ástæðan fyrir meiðslunum sagði Eiríkur að konan hefði runnið tii í eigin skít. Hann við- urkenndi þó að hafa slegið hana utan undir eða „klappað henni" eins og hann orðaði það fyrir dómnum. Slíkt „klapp“ sagði hann tákn- ræna athöfn sem í þessu tilviki hafi virkað. Níðst á eldra fólki Víðinesmálið vakti mikla athygli þegar það kom fyrst í fréttir í febrúar árið 2004. Ættingjar gömlu konunnar sem lést lögðu fram kæru á hendur Eiríki föstudaginn 6. febrúar en tveim dögum áður hafi hjúkrunar- heimilið lagt fram kæru. Varð mál-ið til þess að vekja athygli á aðbúnaði gamals fólks á hjúkrunarheimilum og er sú umræða enn í gangi. Til dæmis hefur starfsfólk Hrafn- istu í Reykjavík verið fundið sekt um mistök þegar eldri maður hlaut hefiablæðingu eftir að hafa dottið á steingólf en var ekki komið tfi hjálpar. Vakin hefur verið athygli á ómannúðlegri aðstöðu á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Að- stöðu sem bæjarfulltrúi þar í bæ sagði ekki sæmandi á 21. öldinni. Og DV fjallaði um mann sem flúði elli- heimilið Grund vegna þess að- stæðna sem hann taldi vega að frið- helgi einkalífs síns. Fengu ekki skaðabætur í dómnum yfir Eiriid Bjarnari segir að það auki á alvarleika árás- arinnar að hún átti sér stað við að- stæður þar sem gamla konan átti að teljast óhult. Vekur þetta mál, eins og þau sem framan greinir upp spurningar um þá aðstöðu sem gömlu fólki er boðið upp á í dag. Tekið er inn í dóminn að Eiríkur , \. er með hreint sakavottorð og að ekki tókst að sanna að misþyrmingar, aðrar en höggin á gömlu konuna, hefðu átt sér stað. Ættingjar gömlu konunnar vfija skaðabætur vegna þess ofbeldis sem hún varð fyrir. Þar sem konan er látin var það dánarbúið sem gerði kröf- una. Þá kröfu féllst dómurinn ekki á og segir að slík krafa hafi fallið niður við andlát konunnar. simon@dv.is Breyttir tímar hjá Hitaveitu Suðurnesja Ánægður með útboð Nær öll verk Hafnarfjarðarbæjar, Orkuveitunnar og Hitaveitu Suður- nesja fyrir árið 2005 verða í útboði. Gunnar Svavarsson bæjarfulltrúi segir þetta breytta tíma. Á síðasta ári mótmælti Gunnar, sem situr í stjórn Hitaveitu Suðurnesja, því að ekki hefði verið farið í útboð á stórum verkefnum. Það hefði getað sparað hitaveitunni 300 til 500 milljónir króna. I kjölfarið komst DV að því að for- stjóri Hitaveitunnar hefði lýst því yfir í bréfaskriftum að þjónustu- samningur, sem íslenskir aðalverk- takar eru með, hefði átt að fara í útboð fyrir mörgum árum. Ekkert slíkt út- boð hefur enn farið fram. Samningurinn mun vera millj arðavirði. Gunnar Svavarsson bæjarfulltrúi „Við höfum veriö á tveggja daga forystusveitarfundi hjá Landsvirkjun til þess að ræða um þær breytingar sem hafa átt sér stað hjá fyrirtækinu og munu eiga sér stað vegna nýrra raforkulaga, “ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. „ Við erum ákafíí ýmsum verkefnum og þar ber auðvitað hæst Kárahnjúkavirkjun. Á þessum bæ hafa menn heilmikið að gera. Sem betur fer.“ Útvarpsráð beygði sig fyrir undirmönnum Eurovision-draumar útvarpsráðs slökktir „Það var ekki út- varpsráð sem stoppaði það að farin yrði sú leið að halda forkeppni. Þvert á rnóti," segir í harðorðri bókun Ingv- ars Sverrissonar í út- varpsráði í gær. Áhugamenn um Eurovision eru margir gramir Ríkissjónvarp- inu fyrir að ætla ekki að halda forkeppni til að velja lag og fulltrúa í söngvakeppnina í ár. Æðstu starfs- mönnum stofnunarinnar mun þykja betri kostur, ekki hvað síst af pen- ingalegum ástæðum, að handvelja einfaldlega lagahöfund. Ingar segir í bókun sinn að á Ingvar Sverrisson Allirí útvarpsráði létu undan of- uráherslu stjórnenda RÚV. tveimur fundum útvarps- ráðs hafi tfilögur stjórnenda fyrirtækisins verið ræddar. „Á þessum fundum lögðu allir meðlimir útvarpsráðs mikla áherslu á að leitað yrði leiða til að halda forkeppni þar sem allt að 15 flytjendur gætu keppt sín á mfili um hylli þjóðarinnar sem fengi að velja lagið í símakosn- ingu. Allir sem sátu síðari fundinn sem fjallaði um málið lýstu yfir að þeir vildu fara þá leið að halda for- keppni en útvarpsráð stóð þó saman um það að fara hina leiðina vegna mikfilar áherslu yfirmanna fyrirtæk- isins. Þetta hefur ekki komið nægi- lega skýrt fram," bókaði Ingvar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.