Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 Sport DV Ellefu af sextán bandarískum körfuboltamönnum sem spila í Intersport-deildinni eru að skila minna til sinna liða á nýju ári heldur en þeir gerðu áður en þeir fóru heim í jólafrí. Þessi tölfræði er vatn á myllu þeirra sem vilja að leikmenn fari ekk- ert um hátíðarnar og verði því í formi þegar deildin fer af stað á nýjan leik. BREYTING Á FRAMLAGI Cameron Echols, KR +8,0 Jeb Ivey, Fjölni +5,4 Anthony Lackey, Njarðvík +1,1 Theo Dixon, fR + 1,1 Terry Taylor, Grindavík 0 Joshua Helm, KFÍ -1,5 Chris Woods, Hamar/Selfoss -2,7 Bethuel Fletcher, Tindastóll -3,4 Darrel Flake, Fjölni -3,9 Nick Bradford, Keflavík -5,2 Anthony Glover, Keflavfk -6,8 Damon Bailey, Hamar/Selfoss -7,2 | Grant Davis, (R -7,4 Matt Sayman, Njarðvík -10,9 Clifton Cook, Skallagrími -11,7 John Waller, Haukum -15,1 Hér er notuð framlagsjafna NBA- deildarinnar, NBA Efficiency Wsm Formula. Nú eru fímm umferðir búnar að Intersport-deildinni á nýju ári og þegar hafa tveir bandarískir leikmenn fengið að fjúka. Annar þeirra, John Waller úr Haukum, er sá sem hefur lagt minnst fram til síns liðs eftir áramót en Waller skilaði aðeins 36% af því til Haukaliðsins í janúar sem að hann gerði í 11 fyrstu leikjum tíma- bilsins. Hann á það þó sameiginlegt með mörgum löndum sínum að hafa mætt í slöku formi eftir hátíðarnar. Það er greini- legt á tölfræðinni að þessir atvinnumenn eru augljóslega ekki alltof duglegir við að halda sér í formi um hátíðarnar. leiki og Hauk- Það hefur við og við komið upp umræða innan körfubolta- hreyfingarinnar að stytta jólafríið sem er nær því að vera þrjár vikur en hálfur mán- uður eða í það minn- sta að sjá til þess að atvinnumenn liðsins stingi ekki afí það marga daga að það hafi stór áhrif á þeirra getu inn á vellinum. Bandarískir atvinnumenn í körfuboltanum eru nú sem fyrr í aðalhlutverki í Intersport-deildinni og það er liðunum afar mikilvægt að þeir skili sínu í leikjunum. Það voru sextán bandarískir leikmenn sem sneru aftur eftir jólafríið að þessu sinni en aðeins fjórir þeirra hafa bætt leik sinn frá því í fyrri umferð- inni. Hér notum við framlagsjöfnu NBA-deildarinnar sem tekur inn í það sem leikmenn leggja til sinna íiða í formi stiga, frákasta, stoðsend- inga, stolna bolta og varinna skota á móti því sem það kostar liðið í mis- heppnuðum skotum og töpuðum boltum. Echols fremstur KRingurinn Cameron Echols fer hér fremstur en framlag Echols á nýja árinu er átta stigum hærra en það var fyrir jól og hefur Echols skorað 30,6 stig og tekið 15,2 fráköst að meðaltali í fimm leikjum KR-inga í janúar. Hér hefur koma Aarons Harper til liðsins mikið að segja en fyrir vikið hefur KR-liðið unnið fjóra af þessum fimm leikjum sínum eftir áramót. Fjölnismaðurinn Jeb Ivey hefur einnig bætt sinn leik verulega í leikjum nýja ársins en Ivey hefur meðal annars hækkað skotnýtingu sína um rétt tæp 10%, skorað 1,8 fleiri stig í leik og gefið 2,3 fleiri stoðsendingar. Grindvíkingar og Haukar hafa rekið erlenda leikmenn á síðustu dögum, Grindvík- ingar ráku Tar- on Baker eftir aðeins sex voru ekki sáttir með framlög John Waller sem var nánast óþekkjan- legur eftir áramót. Grindavíkurliðið lék sex leiki með Barker innanborðs og tapaði fimm þeirra, þar af tvisvar fýrir Ham- ar/Selfoss í sömu vikunni, bæði í deild og bikar. Barker skoraði 9,7 stig og gaf 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann nýtti aðeins 33,3% skota sinna, 20 af 60, í leikjun- um sex. Waller sem lék vel fýrir jól og var meðal annars efstur í þriggja stiga skotnýtingu í deildinni eftir fyrri umferðina hefur verið nánast óþekkjanlegur á nýja árinu. Meðal- skorið hans hefur meðal annars lækkað um 10 stig í leik, hann er að hitta 27% verr úr skotum sínum og þá var hann að leggja til liðsins að- eins 36% af því sem hann gerði í 11 leikjum liðsins fýrir jól. Wallerekki sá eini Waller er samt ekki sá eini sem hefur misst dampinn úr sínum leik því tveir af virtari bandarísku leikmönnum deildarinnar, Clifton Cook hjá Skallagrími og Matt Sayman hjá Njarðvík hafa skilað mun minna til sinna liða eftir áramót. Skotnýting Cook hefur hrunið um 15% eftir jól og harm er að skora tæplega sjö stigum minna að meðaltali og þá hefur Sayman skorað 8,5 stigum minna auk þess sem hann hefur gefið 4,6 færri stoðsendingar í leikjum Njarðvfkur eftir áramót. Það hefur við og við komið upp um- ræða innan körfubolta- Clifton Cook Hlnn bandarlski leikstjórnandi Skallagrims hefur heldur betur gefið eftir siðan hann kom úrjólafrii og framlag hans til Skallagrimsliðsins hefur hriðlækkað frá áramótum. áip&os Echols gefur ekkert eftir Cameron Echols, annar bandarísku leikmanna KR, hefur bætt sig mest allra útlendinga iIntersport-deildinni i körfubolta eftir áramót. Hann átti stórleik á sunnudaginn þegar hann skoraði 28 stig og tók 27 fráköst isigurleik KR gegn Tindastóli. hreyfingarinnar að stytta jólafríið sem er nær því að vera þrjár vikur en hálfur mánuður eða allavega að sjá til þess að atvinnumenn liðsins stingi ekki af í það marga daga að það hafi stór áhrif á þeirra getu inni á vellinum. Auðvitað getur margt annað komið til en bara formleysi leikmannana en leikjaálagið er jafnan mikið í fyrsta mánuði ársins og því er oft lítill tími til að laga það sem hefur gerst um hátíðarnar. Framundan er rólegur tími vegna bikarúrslitanna og því þurfa flest liðin að nýta tækifærið vel til þess að koma sínum aðalmönnum aftur í toppform á ný. ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.