Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Síða 25
DV Lífiö eftir vinnu
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 25
Listasafnið hefur hóað saman í yfirlitssýningu um verk Harðar Ágústssonar sem opnar á laugardaginn kem-
ur á Kjarvalsstöðum. Þar eru dregin saman gögn um ævistarf þessa merka listmálara, kennara og fræði-
manns sem hefur í hálfa öld verið drifkraftur í menningarlífi okkar og lagt gjörva hönd á ótalmargt: hönn-
un, listmálun, rannsóknir á húsagerðarlist, kennslu og víðsýna mennt í sjónlistum í víðum skilningi.
Það sætir raunar furðu að ekki
skuli fyrr hafa verið dregið saman í
eitthvert yfirlit um störf Harðar: I
kynningum Listasafnsins er svo
komist að orði: „Hörður Ágústsson
er fyrir löngu orðinn kunnur sem
einn af fremstu og fjölhæfustu lista-
mönnum þjóðarinnar. ... Hann
hefur skilað margföldu lífsstarfi sem
myndlistarmaður, hönnuður, kenn-
ari, gagnrýnandi, rithöfundur,
fræðimaður á sviði sjónvísinda og
brautryðjandi í rannsóknum á ís-
lenskri húsagerðarsögu. Síðast en
ekki síst er hann einn helsti baráttu-
og hugsjónamaður á sviði íslenskra
sjónlista, talsmaður þess að umbún-
aðurinn sem slíkur eigi sér innihald
og að mennt og menningararfur
forms og lita sé engu síðri en orðsins
list.“
Nám og störf
Hörður stundaði nám við
Menntaskólann í Reykjavík en sneri
sér síðan að námi í myndlist við
Handíðaskólann gamla. Hann hefur
sagt frá því að hugur hans hafi í upp-
hafi staðið til náms í arkitektúr en
eftir nám í málaradeild skólans hélt
hann til Kaupmannahafnar þar sem
hann sótti tíma við Konunglegu
Akademíuna sem hafði fóstrað
marga landa hans í myndlist og var
síðan í hópi þeirra sem sóttu til Par-
ísar eftir stríðið. Hann kom heim og
hélt sína íyrstu einkasýningu í Lista-
mannaskálanum 1949 og bryddaði
upp á nýjungum; auglýsti sýninguna
í dagblöðum og hélt á sýningartím-
anum fyrirlestra um myndlist. Hann
kom ekki að tómum kofunum. Þús-
undir sóttu fyrstu sýningu hans
enda var áhugi manna í Reykjavík í
þann tíð mikill á myndlist og al-
menningur sótti myndlistarsýningar
af lifandi áhuga. Það kom því strax í
ljós í upphaft ferils Harðar að hann
var í senn atvinnumaður í sinni stétt
en með ríka þörf til að sinna fræðslu
og vekja umræðu.
Maður margra fasa
í texta Listasafnsins segir: „Það
hefur löngum verið talinn aðall
góðra verkmanna, að þeir haft verið
heOir og óskipúr í áhuga sínum á
þeim sviðum, sem þeir helguðu l£f
sitt. En slík skilgreining er ekki ein-
hlít, og það kemur ef til vill hvergi
betur fram en £ ferli Harðar Ágústs-
sonar. Sá maður, sem vinnur í senn
að list og könnun á heiminum, leitar
þekkingar á fjölmörgum sviðum,
kynnir sér þau í þaula og heldur
síðan fram skoðunum sfnum án til-
lits til tíðarandans, hefur á er-
lendum málum oft verið nefhdur
„Renaissance Man“. Víst er að Hörð-
ur Ágústsson ber með sóma nafn-
giftina endurreisnarmaður íslenskra
sjónmennta."
Það má til sanns vegar færa að
Hörður gekk að hverju verki af
ástríðu vísindamannsins, þess sem
rannsakar og kannar viðfangsefni.
Hann er því í hugsun af fornum
skóla listvísindanna sem lítur á við-
fangsefni listarinnar, manninn,
heiminn, sálarlífið, sem vísindalegt
efni til athugunar og krufningar.
Fræðsla og rannsóknir
Þannig tók Hörður snemma að
vinna skipulega að gagnrýnni um-
ræðu um íslensk menningarmál.
Hann var einn af stofnendum Vaka
1952 sem var skammlíft tímarit, en
öllu lengur lifði Birtingur sem Hörð-
ur stofnaði 1955 ásamt fleirum og
var gefinn út allt til 1968. Það var á
síðum Birtings sem Hörður tók
snemma að kalla menn til ábyrgðar
um skipulag og húsbyggingar, setti
fram viðmið hinnar upplýstu endur-
byggingarstefnu sem þá var að taka
til höndum í endurbyggingu Evr-
ópu. Áhugi á húsagerðarlist leiddi
hann síðan til þeirra grundvallar-
rannsókna sem hann hóf á sjöunda
áratugnum og hafa skilað okkur
grundvallarverkum um Reykjavík,
Árbæ, Stykkishólm, Skálholt og
Laufás, að ógleymdu hinu mikla
verki um íslenska byggingarsögu
sem lýkur með óskalista hans um
varðveislugripi tO framtíðar, ein-
hverskonar erfðaskrá okkur til
handa. Sú viðleitni leiddi Hörð
löngu fyrr til framgöngu um húsa-
friðun, fyrst sem formaður Torfu-
samtakanna og síðar sem fyrsti for-
maður Húsafriðunarnefndar.
Kennsla og myndlist
En myndlistarmanni á íslandi
varð listin ekki að brauði í þann tíð.
Hörður vann jöfnum höndum við
hönnun, skreytingar og kennslu á
árunum frá 1953. Hann kenndi við
Myndlistarskólann í Reykjavfk fram
til 1962 þegar hann tók að kenna við
Myndlista- og handíðaskólann sem
hann helgaði starfskrafta sína allar
götur til 1989, um tíma sem skóla-
stjóri. Þar voru áhrif hans ómetanleg
í upphafsferli margra kynslóða ís-
lenskra myndlistarmanna.
Störf Harðar við kennslu, ritstörf
og rannsóknir hafa oft varpað
skugga á störf hans sem myndlist-
armanns. Á þeim slóðum var hann
ekki síður gjöfull. Áhrif hans á til-
raunir íslenskra ljósmyndara á
sjötta áratugnum skiluðu sér í
merkilegum óhlutstæðum verkum
sem eru skemmtilegt hliðarrými við
abstraktið. Verk Harðar sjálfs gengu
í gegnum hreina geometríu yfir í
rannsókn hans á línunni í
marglögðum fleti, bæði í vatnslit og
teipi sem kallaðist á óvæntan hátt
við tilraunir miklu yngri manna
beggja vegna hafsins á sama tíma.
Áhugamönnum um myndlistar-
sögu er því fengur í yfirliti um þann
þátt í lífsstarfi hans.
Sýning og bók
Á sýningunni er reynt að varpa
ljósi á framlag Harðar Ágústssonar
á sviði myndlistar, hönnunar og
byggingarlistar og „hvernig hinir
ólíku þættir íléttast saman í ein-
stæðu lífsverki, þar sem enginn
þeirra verður skilinn án vitundar
um hina," segir um sýninguna.
Spurningin sem vaknar er: Dugar
vestursalur Kjarvalsstaða til?
Það er ánægjulegt að vita að við
undirbúning yfirlits þessa hefur
Listasafn Reykjavíkur notið vel-
vildar fjölmargra er hafa veitt upp-
lýsingar og aðstoðað við rann-
sóknir á ferli Harðar Ágústssonar
með einum eða öðrum hætti. Og
ekki síður að í tengslum við sýning-
una kemur út sýningarskrá sem
höfundar telja sem fyrsta vísi að
eins konar „handbók í Herði", sem
á vonandi efúr að verða áhugafólki
um feril þessa merka listamanns að
gagni við frekari skoðun á list-
sköpun hans og rannsóknum. Sýn-
ingarstjórar eru Pétur H. Ármanns-
son, Eiríkur Þorláksson og Guð-
mundur Oddur Magnússon, og
opnar sýningin á Kjarvalsstöðum á
laugardag.
pbb@dv.is
%
Hörður Ágústsson „Talsmaður þess
að umbúnaðurinn sem slikur eigi sér
mnihald og að mennt og menningar-
arfur forms og lita sé engu siðri en
orðsins list. DV-myndGVA
Sómi og stolt í sjonlistum
Tosca er nærri
Það styttist í frumsýningu á Toscu í fs-
lensku óperunni. Uppselt er á frumsýn-
inguna og fer hver að verða síðastur
að tryggja sér miða á aðra og þriðju
sýningu. Það verða aðeins niu sýningar
á þessari áhrifamiklu og glæsilegu óp-
eru Puccini og vill fslenska óperan
vekja athygli á því að síðasta sýningin
hefur verið fluttyfir á laugardaginn 12.
mars í stað sunnudags 13. mars,
þannig að óperuunnendur á íslandi
geta farið á tónleika stórtenórsins
Placido Domingo án þess að þurfa að
missa afToscu í Óperunni. Það eru 15
ár liðin frá því að fslenska óperan sýndi
Toscu eftir Puccini, og nú er aftur kom-
ið að þvíað ísiendingar fái tækifæri til
að sjá þessa vinsælu óperu, en þetta er
fjórða sviðsetning óperunnar hér á
landi.
Titilhlutverkið Toscu syngurElín Ósk
Óskarsdóttir og er gaman að segja frá
því að fyrsta sviðshlutverk Elinar Óskar
var einmitt Tosca sem hún söng í Þjóð-
leikhúsinu 1986. Hlutverk Cavaradossi
syngur Jóhann Friðgeir Valdimarsson,
Scarpia, Ólafur Kjartan Sigurðarson,
Angelotti, Bergþór Pálsson, Spoletta,
Snorri Wium og kirkjuvörðinn Davíð
Ólafsson. Kórinn skipa þrjátíu og sex
manns. Hijómsveitarstjóri er Kurt
Kopecky, leikstjóri erJamie Hayes og
leikmyndina hannar Will Bowen. Bún-
ingahönnuður er Þórunn María Jóns-
dóttir og lýsingu hannar Björn Berg-
steinn Guðmundsson.
Skráning er hafín á námskeið Endur-
menntunnar Háskóla fslands og Vina-
félags ísiensku óperunnar. Námskeiðið
sem hefst 15. febrúar nk. fjallar um
Toscu og Puccini. Kennari á námskeið-
inu er Gunnsteinn Ólafsson tónlistar-
maöur. Skráning er hjá Endurmenntun
Háskóla Islands. Á námskeiðinu er farið
i uppbyggingu tóniistarinnar, samspil
hennar og textans grandskoðað og
gætt að hvernig form tónlistarinnar
stjórnar dramatískri framvindu verks-
ins. Þrjú fyrstu kvöid námskeiðsins er
fjallað um Puccini og Toscu og einstak-
irhlutar óperunnar teknir til nánari
skoðunar með hjálp
tón- og mynddæma.
Síðasta kvöldið verður
farið á sýningu i óper-
unni þar
sem færi
gefstá
stuttu
spjalli við
nokkraaf
aðstand-
endum uppsetningar-
innar. Nánari upplýs-
ingar um námskeiðið
erað finna á óperu-
vefnum:
www.opera.is