Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Side 29
W Lífið eftir vinnu
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 29
Röðin og lögin
Þeir sjö keppendur sem eftir eru í Idolinu keppast nú við að tileinka sér lög úr smiðju
snillinganna úr Keflavík. Athygli vekur, þegar lagavalið er skoðað, að megnið er frá
diskótímanum sem að margra mati er hnignunartímabil í íslenskri rokksögu.
Diskoið aftur við völd i
KeílavíMætli Idolsins
Snillingurinn Gunnar Þórð-
arson A þrjú laganna sem Idul
keppendur flytja á fösludaginn.
„Ég horfði bara á þennan eina
þátt sem ég dæmdi í. Missti af
þessum síðasta Sálar-þætti. Ég er
svolítið harður á því að hún Heiða
eigi eftir að bursta þetta. Það er eig-
inlega alveg á glæru,“ segir Páll
Óskar Hjálmtýsson.
Hann segir sig meðvitað hafa
tekið þá ákvörðun að fylgjast ekkert
með keppninni til að hann kæmi al-
veg blankur að því að dæma um
frammistöðuna. „Skoðun Siggu,
Bubba og Þorvaldar er óneitanlega
lituð af fyrri frammistöðu og fínt að
fá einn dómara sem veit ekkert í
sinn haus."
DV fékk Pál Óskar til að virða fyrir
sér lagalistann sem verður til grund-
vallar í næsta þætti. Hann treystir
sér ekki til að vega og meta það
hversu vel heppnað val hvers og eins
er því hann þekki keppendur ein-
ungis frá umferðinni þar sem hann
var gestadómari. Þá var diskóþema
og ekki verður betur séð en
meginhluti þeirra laga sem kepp-
miðri „diskó-períóðu" snillingsins
Gunna Þórðar. Aðeins eitt laganna
er frá hippatíma Hljóma, og Don't
try to fool me eftir Jóhann G. og „Lít-
ill drengur" eftir Magnús Kjartans-
son sem Vilhjálmur Vilhjálmsson
flutti svo eftirminnilega eru lög sem
ekki falla í þann
flokk.
Annað
má heita diskó og vilja sumir meina
að það hafi verið hnignunarskeið í
íslenskri tónlistarsögu. Þó diskó-
boltinn Páll Óskar vilji vitanlega ekki
kvitta fyrir þá skilgreiningu. En lík-
lega fer best á því að láta lesendum
það eftir að spá til um hvernig þeim
líst á.
jakob@dv.is ,.
„Ég er svolítið harður
á því að hún Heiða
eigi eftir að bursta
þetta. Það er eigin-
lega alveg á glæru/
endur velja nú sé einmitt diskó
þrátt fyrir að rokkgoðið Rúnar
Júlíusson verði gestadómari.
„En það er rétt. Þetta er slá-
andi diskólegt lagaval. Kannski
helgast það af því að stelpurn-
ar eru í meirihluta. Það fer
óneitanlega stelpum betur
að syngja diskó, mun betur
en að syngja lög með Sál-
inni en mér skilst að síð-
asti þáttur hafi verið erf-
iður. Kannski eru kepp-
endur að haga seglum eft-
ir vindi,“ segir Páll Óskar.
Lögin eru enda flest úr
Simmi og Jói í stuði /
‘nð kæta kynn
yndarfurðu ánæg
'jili það sem i boði er.
Páll Óskar Segirþað fara stelpum
betur að syngja diskó og hugsanlega
séþaö óstæöan fyrirmjög svo diskó-
kenndu lagavali keppenda.
Heiða
Himinnogjörð
eftir Gunnar
Þórðarson.
Björgvin Hall-
dórsson söng
upphaflega.
Ylfa
Éggefþérallt
mitt líf eftir Jó-
hann Helga-
son. Björgvin
Halldórsson og
Ragnhildur
Gísladóttir
fluttu.
Brynja
Don't try to
foolme Jóhann
G. Jóhannsson.
Höfundur
flutti.
Davíð Smári
LítíU drengur
eftir Magnús
Kjartansson.
Vilhjálmur Vil-
hjálmsson
flutti.
Helgi Þdr
Gaggó Vest
með eftir
Gunnar Þórð-
arson. Eiríkur
Hauksson
flutti.
HildurVala
Er hann birtist
eftir Gunnar
Þórðarson.
Hljómar og
Shady Owens
fluttu upphaf-
lega.
Lísa
Reykjavíkur-
borg eftir Jó-
hann Helga-
son. Þú og ég
flutti upphaf-
lega.
Flogiö um hæstu hæðir
Þessa dagana eru tvær sögu-
legar stórmyndir sýndar í Reykja-
vík, Aviator og Alexander. Og þó að
rúm 2000 ár skilji sögupersónurnar
að, eiga þær ýmislegt sameiginlegt.
Báðir erfðu þeir stórveldi sem feður
þeirra höfðu byggt upp; Howard
Hughes erfði oKuborvélafyrirtæki
frá foreldrum sínum sem gerðu
hann vellauðugan en Alexander
erfði konungsríkið Makedóníu. Og
báðir voru þeir ævintýramenn sem
lögðu undir sig heiminn á unga
aldri, Alexander í bókstaflegri
merkingu, Hughes sem frumkvöð-
ull í farþegaflugi, flugmaður og
kvikmyndaframleiðandi.
Myndirnar eru byggðar upp á
svipaðan hátt. Báðir mennirnir
virðast hafa átt erfið samskipti við
móður sína, sem er einn valdur af
geðveiki þeirra seinna meir. Svo er
okkur fleygt beint inn í atburðarás-
ina, við sjáum Alexander fyrst full-
vaxta rétt fyrir orustuna við
Gaugemala þar sem hann batt endi
á yflrráð Persa í Asíu. Við sjáum
Hughes fyrst við gerð myndarinnar
Hells Angels, einni dýrustu mynd
samtímans. En meðan Alexander
deyr ungur og fallegur er Hughes í
dag einna helst minnst sem geð-
veiks einbúa sem meig í flöskur og
klippti aldrei neglurnar. Myndimar
sýna báðar hvernig menn missa
tökin á raunveruleikanum og spill-
ast af valdinu. Hughes rekur menn
af handahófi meðan Alexander
lætur taka þá af lífi, sem er kannski
það besta sem hægt er að segja um
þróun mannsins undanfarin 2000
ár.
En þó að Alexander hafi verið
betri herforingi en Hughes var bis-
nessmaður er Scorsese betri kvik-
myndagerðarmaður en Stone. Og
DiCaprio er, þrátt fyrir allt, mun
betri leikari en Farrell.
Howard Hughes er persóna sem
á margan hátt er erfitt að hafa
samúð með, erfingi sem kemur illa
fram við kvenfólk og undirmenn
sína, en Scorsese leikur sér að til-
finningum okkar án þess að breyta
sögunni um of.
Þegar Hughes mætir í veislu til
hins bókmenntalega sinnaða aust-
urstrandaaðals þar sem sannfær-
ingin er meira í orði en á borði,
stendur hann upp sem málsvari
litla mannsins gegn þeim sem
þurfa ekki að vinna fyrir kaupinu
sínu og maður gleymir um stund
að hann er sjálfur erfingi sem ekki
hefur þurft að vinna sig upp. Og
maður heldur með honum sem lft-
ilmagnanum í baráttu sinni við
stórfyrirtæki, þó að hann sé sjálfur
forsvarsmaður stórfyrirtækis.
Eitt það skemmtilegasta við
myndina er einmitt sú innsýn sem
hún veitir í harðan heim farþega-
flugsins, þegar menn keyptu
stjórnmálamenn og létu þá setja
lög á samkeppnisaðila.
Hughes var sjálfur ekki jafn sak-
laus og myndin gefur til kynna.
Reyndar gerði hann tilraun til að
kaupa Nixon árið 1968.
En Hughes var óumdeilanlega
merkilegur karakter og vel þess
virði að gera mynd um. Þó að hans
sé einna helst minnst frá hnignun-
arárunum, rétt eins og Elvis er helst
minnst þessa dagana sem pillu-
sjúks offitusjúklings, var hann á
sínum tíma eitt mesta glæsimenni
heims. Hann setti hvert hraða-
metið á fætur öðru hvað flug varð-
aði, hannaði flugvélar sjálfur, ffam-
leiddi klassískar bíómyndir eins og
Hells Angels og Scarface og sást
reglulega með frægustu leikkonur
heims á arminum.
En þær ákvarðanir sem Hughes
tók í viðskiptum eru látnar líta
betur út en þær í raun voru. Til
dæmis náði Hells Angels, þó hún
hafi sett aðsóknarmet, aldrei upp í
óheyrilegan kostnaðinn og í einu af
lokaatriðum myndarinnar flýgur
hann stærstu flugvél í heimi, sem
virðist réttlæta fjárfestinguna. En
TheAviator
Sýnd i Laugarásbiói og
Háskólabíói.
Leikstjórn: Martin
Scorsese. Aðalhlut-
verk: Leonardo
DiCaprio, Cate
Blanchett og Kate
Beckinsale.
Handrit: John Logan.
★ ★★★
Valur fór í bíó
þetta var í raun í eina skiptið sem
hún flaug.
Myndin endar, rétt eins og hún
byrjar, afar skyndilega. Scorsese er
ekki að gefa okkur heildarmynd af
lífi mannsins, hann er eínungis að
sýna okkur kafla úr því. En þegar
myndin endar, eftir næstum þrjá
tíma, myndi maður helst vilja eyða
meiri tíma í samvistum við Howard
Hughes, sem sýndi úl skiptis snilli
og geðveiki, þar til geðveikin náði á
endanumyfirhöndinni. Slíka sögu £
höndum slíks snillings sem Scor-
sese getur ekki verið annað en þess
virði að sjá. Og það er gaman að
geta endað feril minn sem kvik-
myndarýnir DV á slíkum hápunkti.
Valur Gunnarsson