Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 Helgarblað DV Nú er vor í lofti og margir farnir að hugsa um sumarfrí. Sumir eru búnir að panta ferð til útlanda á með- an aðrir skipuleggja ferðalag um landið. DV ræddi við nokkrar þjóð- þekktar konur og for- vitnaðist um hvernig þær ætla að eyða sinu sumarfríi. BAKPOKAR Mikið úrval af bakpokum á tilboðsverði Erum einnig meo stærri tiöld SVEFNPOKAR Erum einnig með gott úrval af: r* Cönguskóm • Hitabrúsum • Sjónaukum Kuldaþol: -8 Þyngd: 1,7 kg 2 lltlr /wte SKATABUÐIN ( Verð fró 4.995 kr FERÐAVERSLUN Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 Fellihýsi, tjaldvagnar og húsbílar / * OPIÐ: laugardag kl.12-16 sunnudagkl. 13-17 SEGLAGERÐIN ÆGIR Verslaðu við traustan aðUaíl SJAÐU NYJASTA! OPlÐVJiw HEV-GlNA EYJARSLÓÐ 7 • SÍMI 511 2203 • www.seglagerdin.is Nýt sumarsins heima „Síðasta sumar fórum við fjölskyldan til Noregs að heimsækja bróður minn sem var al- veg fróbært," segir Elin María Björnsdóttir þóttastjórnandi Brúðkaupsþóttarins Jó.„Við lágum bara á ströndinni og nutum lífsins i faðmi fjölskyldunnar. Um haustið fórum við hjónin í rómantíska ferð um Karíba- hafið, það var líka alveg yndislegt. Við spókuðum okkur um á eyjunum þarna og höfðum það ótrúlega gott með öðrum pör- um sem höfðu unnið ferð í gegnum þátt- inn þannig að þetta var mjög rómantiskt og gaman. Isumar ætlum við aðallega að vera inn- anlands, njóta sumarsins hérna heima. Ég ætla að vinna i garðinum mínum, mála og ferðast út á land og fara i útilegur, við höfum alltafverið dugleg við það. Það verður þá helst að við för- um í vetrarferð næsta vetur til að brjóta upp skammdegið hérna heima." Ævintýraferð um Evrópu i „Síðasta sumar fór ég ásamtsyni minum, sem er sex ára, til Portúgals í afslöppunarferð, það var mjög notalegt. Við vorum i þrjár vikur og höfðum það rosalega gott," segir Katrín Júlíusdóttir alþingiskona.,,1 sumar ætlum við mæðginin að fara i ævintýraferð. Ég er búin að panta flugfar til Þýskalands þar sem við ætlum að vera í einhvern tíma og heimsækja til dæmis bróður minn sem býr í Berlín. Þaðan ætlum við til Belgíu þarsem vinkona mín býr og svo er draumur hjá syni mínum að fá að gista í kastala eina nótt. Við ætlum síðan að enda ferðina í Danmörku og þar ætlum við að fara í Legoland, sonur minn er ofsalega spenntur fyrir þvi og ég reynd- ar líka, ég ætla að finna barnið i sjálfri mér íþessari ferð. Ég fór I Legoland þegar ég var lítil en man ekkert eftir því en ég get bara ekki sagt annað en að ég sé spennt yfir þessari ferð þó að planið sé frekar óljóst, hvernig við ætlum okkur að kom- ast á milli landa og annað slíkt. En það er líka gaman því þetta á eins og ég segi að verða alger ævintýraferð." v' ? S 'Jtr . Ég tók ekkert eiginlegt sumarfrí siðasta sumar þar sem ég var að leika ísöngleiknum Fame en það kom pása um verslunarmannahelgina og þá fórum við hjónin hringveginn," segir Mar- ía Heba Þorkelsdóttir leikkona.„Við vorum í um það bil viku og gerðum ýmislegt, fórum f út í Drangey og klifruðum yfir eyjuna, stopp- uðum í Neskaupsstað til að fara i brúðkaup og gistum i Vik í Mýdal þar sem við giftum okkur fyrir fimm árum síðan. Það sem við vissum ekki á þessum tima var að það var lítil baun í maganum," rifjar María hlæjandi upp.„Ég komst að þvíþegar ég kom heim og var farin að leika í Fame aftur á fullu en brjóstahaldararnir mínir voru orðnir óeðlilega þröngir. Þá kom þetta í Ijós og ég á að eiga eftir nokkrar vikur og er mjög spennt. Eðli málsins samkvæmt ætlum við ekki að fara íneitt rosalegt frí en erum samt að reyna að komast I bústað með- fram ströndum Wales og þá tökum við litla krilið auðvitað með."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.