Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Page 21
DV Helgarblað LAUGARDAOUR 12. MARS 2005 21 „Það eru náttúrulega öll stór verkefni freistandi. En ég verð að vera al- veg einlæg með þá skoðun mína að þegar ég hætti hér í Garðabæ, hvort sem það er stutt eða langt í það, þá fari ég frekar að snúa mér að verkefnum á öðrum vettvangi en ípólitík." riðaholti fyrir ofan Vífilstaði í Garðabæ. Hvers vegna þessi „flugeldasýning" núna? „Þetta er allt saman búið að vera í undirbúningi lengi. Eins og þessi sýn í skólamálunum, gerðist bara, skref fyrir skref. Fyrst var ákvörðun tekin um valfrelsi milli skólanna í Garðabæ, síðan var ákvörðun tekin um að stofna einkaskóla, síðan var ákvörðun tekin um að láta peningana fylgja krökkunum sama hvert þau færu. Svo var ákveðið að láta börnin ekki innritast í hverfisskóla heldur yrði fólk að velja eftir að skólarnir væru búnir að kynna þeim náms- framboðið. Það er kannski vegna þess hvernig þetta hefur verið gert sem átökin og umfjöllunin hefur ekki verið meiri í kringum þetta, með því að gera þetta skref fyrir skref. Nú eru öll púslin að smella saman. Það er orðin breyting og við erum farin að finna árangur- inn. Núna er fólk að sjá heildar- myndina sem við erum búin að vera að stefna að í fjögur til fimm ár. Mesti tíminn hefur nú farið í nýja sýn á framtíðarskipulag Garðabæjar. Við ætlum að leyfa meiri fjölbreytileika í byggðinni með meiri þéttleika sums staðar til þess að skapa svona skemmti- legt mannlíf og góðan þéttleika til þess að fá almennilega verslun og þjónustu. Vekja svolítið bæinn, sem þú og fleiri kalla svefnbæ, en samt að halda karakternum sem hefur einkennt Garðabæinn sem er fyrst og fremst þessi frábæra tenging við náttúruna og um- hverfið sem er mjög dýrmæt og við þurfum að varðveita." (samkeppni við Reykjavík Nú hafið þið unnið mikla und- irbúningsvinnu við að fá Háskól- ann í Reykjavík í Garðabæ og ætlið að kynna undirbúningshug- myndir að háskólahverfi á Urriða- holti ínæstu viku. Er samkeppnin mikil á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu? „Við mát- um það fyrir nokkrum árum að Tækniháskólinn þyrfti lóð í fram- tíðinni og það kæmi hugsanlega að því að Tækniháskólinn og Há- skólinn í Reykjavík myndu sam- einast. Við byrjuðum því undir- búning og hugsuðum með okkur að ef af sameiningu verður ætluð- um við að vera tilbúin með lóð. í fyrra sumar þegar sameining skólanna var tilkynnt höfðum við strax samband við báða skólana og buðum þeim að koma í Garða- bæ. Þegar skólarnir sýndu þessu áhuga fórum við strax í að þróa hugmyndir um hvernig háskóla- þorp gæti litið út í Urriðaholtinu og við stöndum frammi fyrir því að í næstu viku munum við kynna þessar hugmyndir okkar á sama tíma og Reykjavíkurborg mun kynna sínar hugmyndir um lóð- ina við flugvöllinn í Vatnsmýr- inni. Skólinn mun síðan taka sér tvær til þrjár vikur í að ákveða annan hvorn kostinn. Við vonum auðvitað að Urriðaholtið fái að njóta þess hversu faglega hefur verið staðið að undirbúningnum. Samkvæmt okkar áætlunum gæti skólinn opnað hérna árið 2007, verði það niðurstaðan að Urriða- holt verið valið sem framtíðar- staður fyrir skólann. IKEA mun opna stórverslun þarna á svæð- inu sumarið 2006 og það eru eng- ar fyrirstöður frá okkar hendi að skólinn gæti hafið starfsemi þarna ári seinna." Öll stór verkefni freistandi Ert þú ekki lausnin á leiðtoga- krísu sjálfstæðismanna í Reykja- vík? „Nei, alls ekki. Ég hef ekki náð þessum árangri hér ein. Ég kom hér inn í umhverfi sem er til- búið í jákvæðar breytingar. Kem inn í samstarf í meirihluta sem er algerlega samstíga. í samstarfi við embættismenn hér sem eru svo hundraðprósent áhugasamir, ná- kvæmir og einbeittir í því sem þeir eru að gera. Þannig að ég get ekki sagt að ég muni eða gæti gert það sama í Reykjavíkurborg. Þetta er ofsalega mikil spurning um umhverfið sem maður starfar í og ég hef verið heppin að fá að njóta þess að vera í Garðabæ þegar um- hverfið er svona eins og það er. Frábær grunnur til að byggja á, góður rekstur, ekki skuldahali, ekki háir skattar, ekki allt í tómu rugli. Þetta eru í raun forréttindi fyrir mig." Hefur komið til tals að þú verðir næsta borgarstjóraefni D-listans í Reykjavík? „Nei. Ég á gott samstarf við sjálfstæðismenn í Reykjavík og við vinnum saman að allskonar hugmyndum. Ég les stöðuna í Reykjavíkurborg þannig að R-listinn sé liðinn undir lok og að það sé nú mjög gott tækifæri fyrir sjálfstæðismenn til þess að sýna hvað þeir hafa fram að færa, sýna skýra stefnu og ég hef trú að því að meðal borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins séu einstaklingar sem geti leitt flokkinn til sigurs. Ég hef mjög mikla trú á ákveðn- um einstaklingum sem þar eru og verð þá sérstaklega að nefna Hönnu Birnu sem er góð vinkona mín og samstarfskona. Ég væri til í að vinna með henni að ýmis- konar málefnum. En ég ætla mér ekki að fara sjálf í forystu í Reykja- víkurborg. Ég veit að Hanna Birna er ekki sátt við að ég tali svona um væntingar mínar til hennar sem borgarstjóraefnis, en þetta er mín skoðun". Gætir þú hugsað þér að fara fram í Reykjavík? „öll stór verkefni eru freistandi en ég verð að vera alveg einlæg með þá skoðun mína að þegar ég hætti hér í Garðabæ, hvort sem það er stutt eða langt í það, þá fari ég frekar að snúa mér að verkefnum á öðrum vettfangi en í pólitík. Væri til í að takast á við verkefni í atvinnulífinu í einhverju kraft- miklu fyrirtæki þar sem ég get lát- ið hluti verða að veruleika á til- tölulega skömmum tíma. Ég er búin að vera það lengi viðloðandi pólitík að ég tel mig vera komin á þá niðurstöðu að það henti mér best að vera á stað þar sem hlut- irnir geti gerst hratt. í augnablik- inu sé ég ekki fyrir mér annað en að ég komi til með að halda áfram hér í Garðabæ." freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.