Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 Helgarblaö DV 'Framdi sj álfsmorð ðf hræðslu Skelkaður Breti framdi sjálfsmorð eftir að brotist hafði verið inn í íbúð hans iþriðja sinn á einu ári. Vinir og kunn- ingjar fyrrum her- mannsins Herbert 'Ruckland, sem var 84 ára, segja að hann hafi verið dauðhræddur eftir að hafa mætt þjófunum í síðustu ránsferð. Eigin- kona Buckland kom að honum hangandi í bakgarðinum.„lnn- brotsþjófarnir myrtu hann. Öll fjölskyldan er niðurbrotin. Hverslags ástand er I landinu ef fólk er ekki óhætt heima hjá sér," sagði mágur hans. íraksdvöl tdk barnamorð- ingja á taugum Hinn breski Andrew Wragg, sem Jcæfði 10 ára veikan son sinn í svefni, segir dvöl sína í írak hafa brotið sig andlega niður. Fyrrum her- maðurinn sagðist fyrir rétti hafa haldið að Jacob hafi beðið hann um að drepa sig. Jacob þjáðist af ólæknanlegum sjúkdómi sem hefði dregið hann tildauða fyrir þrítugt. Geðlæknir bar vitni í réttinum og sagði Andrew afar sjúkaná geði. Hann trúir að hann hafi álitið að Jacob væri búinn að gefast upp á lífinu. JVlyrti pabba siiut í svefni Breskur karlmaður sem er sakaður um að hafa myrt pabba sinn í vik- unni hefur játað að hafa gert það, sofandi. Jules Lowe, sem er 32 ára, sagði kviðdómnum að hann hefði fundið pabba sinn látinn. Líkið var afar illa farið en Edward, 83 ára, fannst liggjandi á ■ þílastæðinu fyrir utan hús sitt. Ein- hver hafði greinilega barið, spark- að og traðkað ofan á honum. Talið er að hann hafi einnig verið bar- inn með stól og að höfði hans hafi verið slegið utan i bíl. Þegarlög- reglan kom á vettvang kom sonur- inn hlaupandi út úr húsinu nak- inn. Við réttarhaldið í Manchester sagði Jules að hann hefði gengið í svefni síðan hann var barn. Á næt- urnar hefði hann lagt í vana sinn að öskra, elda og gekk einu sinni heila mílu, steinsofandi. Louis Dethy ætlaði ekki að leyfa börnunum sínum að eignast húsið eftir hans dag. Hann kom fyrir hættulegum gildrum og sprengjum um allt húsið svo hvert og eitt þeirra myndi láta lífið um leið og þau stigu fæti inn fyrir. 1M alla flskvldu sína feiga „Stundum langar mig að taka riffilinn minn og drepa eitthvert af börnunum mínum," hafði Louis Dethy sagt við nágranna sinn einn daginn. Dethy var bæði sérvitur og ótrúlegur karakter. Ef rithöfundur- inn Emile Zola, sem skrifaði fjölda bóka, hefði skrifað um Dethy hefði lesendum þótt hann afar óraunsæ persóna. Enginn skyldi fá húsið Dethy átti 14 börn, fjóra syni og tíu dætur. Alls áttu þau svo 44 börn, fæst sem Dethy þekkti. Hann ákvað einn daginn að drepa alla fjölskyld- una sína en ekki fyrr en hann væri Sakamál sjálfur dáinn. Eftir að konan hans lést ákvað hann að ekkert barna þeirra skyldu fá húsið í Charleroi í Belgíu. Hann bjó þó ekki einn í hús- inu. Hann hafði ráðið til sín ráðs- konu sem sá um að elda ofan í hann og þrífa. Ráðskonan Monique fékk að búa í húsinu í staðinn en ekki leið á löngu fyrr en hún var farin að sofa í sama rúmi og hann. Húsið hafði einu sinni tilheyrt móður Dethy en áður en hún lést hafði Dethy reynt að koma henni á elliheimili. Sú gamla var ekki par hrifin og fékk nokkur barnabarn- anna með sér í lið og fékk á endan- um að vera kyrr í húsinu. Hún breytti einnig erfðaskrá sinni svo barnabörnin myndu erfa húsið eftir að hún væri látin en Dethy og Mon- ique fengu leyfi til að búa þar svo lengi sem þau myndu lifa. Daginn sem hún lést vaknaði Dethy við þá martröð að húsið væri ekki hans. Dethy hafði erft eitthvað af hefnigirni móður sinnar og skipulagði skelfilega hefnd þar sem hann notaði verkfræðikunn- áttu sína sem var altöluð í hverf- inu. Árið 2001, þegar hann var um áttrætt, hóf hann handa. Heimilið Lifið á heimilinu varþó allt annað en rómantiskt. Dethy stjórnaði með harðri hendi og veigraði sér ekki viðað berja krakk- ana og Jeanne. Beitti börnin ofbeldi Dethy hafði sjálfur verið einka- barn. Hann sýndi ungur mikla hæfi- leika í verkfræði og var fljótlega þekktur sem slíkur. Hann starfaði alla sína ævi í sömu verksmiðjunni þar sem honum var sýnd mikil virð- ing. Eftir stríðið giftist hann Jeanne og eignaðist með henni öll börnin. Jeanne breytti garðinum í lítinn matjurtagarð svo þau gætu átt ofan í barnaskarann en sjálfur fór hann í verksmiðjuna á hverjum morgni. Lífið á heimilinu var þó allt annað en rómantískt. Dethy stjórnaði með harðri hendi og veigraði sér ekki við að berja krakkana og Jeanne. Öll börnin forðuðu sér hið fýrsta að heiman og brátt sátu Dethy og Jeanne ein eftir. Jeanne þoldi þó ekki lengi ein með Dethy og flutti frá honum er þau voru um sextugt og bjó þaðan í frá hjá einni dóttur þeirra. Á þessum aldri hefðu margir fráskildir karlmenn bugast en ekki Dethy. Hann sökti sér í uppfinning- ar og var alltaf tilbúinn að hjálpa ná- grönnunum með hin ótrúlegustu verkefni. Hann saknaði greinilega ekki barnanna eða konunnar eða þangað til hann uppgötvaði að hann ætti ekki lengur húsið. Kom fyrir 19 sprengjum Hann vissi sem var að eftir hans Faldar sprengjur Húsið var undirlagt sprengjum og gildrum. Sprengjusérsveit lög- reglunnar átti í fullu fangi með að aftengja þær allar. dag myndu börnin hans koma og ganga um húsið eins og það væri þeirra. Jæja, þeim skyldi svo bregða í brún! Hann hóf að búa til gildrur hvar sem var um húsið. Með verk- fræðikunnáttunni kom hann fyrir 19 gildrum um allt húsið, hver og ein nógu krafmikil til að drepa þann sem stóð hjá. í eldhúsinu kom hann fyrir byssu sem var tengd sprengu. Sá sem myndi lyfta byssunni upp mýndi verða undir veggnum sem myndi hrynja við sprenginguna. f baðherberginu kom hann fyrir tveimur sprengjum inn í veggnum svo kraftmiklum að herbergið hefði lagst saman. Svona kom hann fyrir hverri gildrunni af fætur annarri um allt húsið. Hann og Monique voru að sjálfsögðu í mikilli hættu en hann tók áhættuna og lét Monique fá miða þar sem allar sprengjurnar voru útskýrðar. Þannig gat hún at- hafst í húsinu án þess að eiga á hættu að drepa sig eða þar til 6. október 2002. Rétt fyrir miðnætti vaknaði hún upp við mikinn há- vaða. Hún vissi strax hvað gerst hafði, stökk á fætur og yfir til ná- granna. „Hjálpið mér! Louis er dá- inn!“ Nokkrum mínútum síðar var lögreglan mætt á svæðið og fann lík Dethy á gólfinu. Ein sprengjan hafði sprungið framan í hann af svo mikl- um krafti að andlitið vantaði á stór- um hluta. Heimilið eins og átakasvæði Lögreglan fann engar vísbend- ingar um að Dethy hefði verið myrt- ur. Ekkert morðvopn var á staðnum. „Hvernig hafði hann eiginlega dáið?“ Eftir ítarlega rannsókn gerði lögreglan sér grein fyrir að Dethy hefði Tátist af völdum falinnar sprengju í veggnum. Skelkaðir yfir aðstæðunum ákváðu þeir að forða sér út úr húsinu og kalla á sprengju- sérfræðinga sem tóku rafmagnið af og hófu að leita. Áður en langt um leið sprakk ein sprengjan en sér- sveitamennirnir sluppu með skrekk- inn. Yfirmaður deildarinnar ráku alla út úr húsinu enda líktist það frekar hættulegu jarðsprengjusvæði en heimili. Eftir að hafa róað sig nið- ur hófu þeir leitina skjálfandi aftur. Þeir fundu hverja gildruna á fætur annar. Ein sprengjan hafði sprungið ef barnaleikfangi hefði verið lyft. Ein var tengt bjórkippu sem lá á borðt, önnur var tengd sjónvarpinu og enn önnur vínkassa. Eftir fimm daga stanslausa vinnu höfðu allar sprengjurnar verið gerðar óvirkar. Þann 11. október 2002 gat fjölskylda Dethy því loksins stigið inn í húsið. Monique var tekin í yfirheyrslu en fljótlega sleppt. Hæfileikarnir notaðir tii ills Einn sprengjusérfræðingurinn lét fjölmiðla hafa eftir sér að Dethy hlyti að hafa ískalt grjót í staðinn fyr- ir hjarta. „Þvílík grimmd! Hann ætl- aði að drepa alla fjölskylduna sína þegar hann væri sjálfur fallinn frá. Réttlætinu var fullnægt þegar hann drapst sjálfur við skipuleggja þessa grimmd. En hann var klár, við verð- um að gefa honum það. Ef hann hefði ekki verið svona illa innræktur hefði hann áræðanlega getað náð langt og gert góða hluti fyrir mann- kynið. Núna fer hann hins vegar beina leið til helvítis." tilboðsverð kr 14.800.- Vandað ítalskt leðursófasett 3+1+1 á ótrúlegu verði! iSlhús Litir: Ljós beige, koníaksbrúnt og dökkbrúnt Opið virka daga 10-18 Laugard. 11-16 úsqöqn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Sími 581-2275 ■ 568-5375 Frábær hornsófi með slitsterku áklæði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.