Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Side 50
50 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 Helgarblað DV Borg fyrir bíla Um daginn talaði á ráðstefnu hjá Verkfræðingafélaginu Bandaríkja- maður sem heitir Scott Rutherford. Verkfræðingarnir íslensku sátu op- inmynntir og hlustuðu á þennan kunna sérfræðing segja að það vanti ekki fleiri umferðarmannvirki hér í Reykjavík. Umferðin hérna sé ekkert vandamál. Verkfræðingar ættu að hætta að leita lausna á ímynduðum umferðarvandamálum. •* ^ Útþenslumörk borgar Rutherford lýsti reynslunni frá heimaborg sinni, Seattle, sagði að þar væru menn löngu hættir að byggja ný umferðarmannvirki. Þar mótmæltu íbúarnir mislægum gatnamótum og hraðbrautum. Borgararnir Seattle hafa gert sér grein fyrir að þeir hafa ekki efni á að þenja út gatnakerfið meira en orðið er - þeir rétt ná að halda við því sem fyrir er. Þannig hefur Seattleborg sett sér það sem kallast „growth boundary" - útþenslumörk - það er dreginn hringur kringum borgina og ákveðið að ekki skuli byggt utan hans. Innan hringsins er lögð áhersla á að bæta almenningssam- 'göngur og íbúarnir hvattir til að ferðast ekki einir í bflum. í Bandaríkjunum er almenn sóun og eyðilegging á náttúrunni slík að menn eru loks að vakna til vitundar um umhverfisáhrif borga - það sem heitir „urban sprawl." Borg sem þenur sig út um allar grundir er talin vandamál. Henni fylgir óskapleg orkusóun, bruðl með dýrmætt land og óhófleg eyðsla á tíma borgar- anna. Egill Helgason toíKÉ skrifar um skipulagsmál í * Reykjavík jb Laugardagsk j allar i Við getum skoðað borgarbyggð- ina á suðvesturhorni íslands í þessu samhengi. Eins og sjá má á með- fylgjandi mynd hefur útþensla borg- arinnar verið óskapleg, miklu meiri en íbúafjöldinn kallar á. íbúafjöld- inn hefur íjórfaldast en landþörfin fertugfaldast. Ef fer sem horfir er ekki langt í að almennilegt bygg- ingaland á svæðinu verði uppurið - þá erum við farin að byggja lengst uppi á heiðum eða í rokinu á Kjalar- nesi. Múlbundnir þingmenn Nú í vikunni fór fram umræða um Reykjavíkurflugvöll á Alþingi. Eins og venjulega hættu fáir sér til að tala fyrir þeirri hugmynd að hann verði látinn fara. Tveir þingmenn frá Suðurnesjum sem vilja af byggða- pólitískum ástæðum fá innanlands- flugið til Keflavíkur fóru í pontu - sá eini sem hélt ræðu af þingmönnum Reykjavíkur var Helgi Hjörvar. Ungum sjálfstæðisþingmanni varð að orði meðan umræðan stóð yfir að þarna töluðu bara þeir flokksfélagar hans sem búa lengst frá þessu svæði. Ég verð að geta mér til hvers vegna hann stóð ekki upp sjálfur - flokksaginn er jú býsna sterkur í Sjálfstæðisflokknum. brostinn í liðið? Það virðist vera að borgin láti hérumbil allt en fái ekkert í staðinn. Það er talað um að fækka flugbrautunum; Steinunn Valdís kynnir það sem einn kost samkomu- lagsins að hægt verði að notast við flugbraut. Svo kemur Sturla Böðv- arsson upp í þinginu fáum dögum síðar og segir að ekki sé hægt að komast af með færri flugbrautir. Hverju á maður að trúa? Höndin étin af Einn borgarfulltrúi orðaði það svo við mig að það væri varasamt að rétta þessu liði fingur - menn kæmu út úr því með hálfétna hönd. Heim- ildamaður sem hefur fylgst með undirbúningi samgöngumiðstöðv- arinnar tjáir mér að það hefði komið mest á óvart hversu meðfærilegur borgarstjórinn var í samningunum. Viðsemjendurnir hefðu búist við því að hún seldi sig miklu dýrar, enda væri þeim fullvel í ljóst hversu bygg- ingarétturinn í Vatnsmýri er verð- mætur. Talnabrellur Eitt af því sem er sérlega óheppi- legt í þessu máli er hversu upplýs- ingarnar eru alltaf lélegar - maður getur í raun engu treyst. í skýrslunni um samgöngumiðstöðina er reynt að fela hversu óhagkvæm hún er. Þetta er kynnt sem einkafram- kvæmd - þá er kannski ekki eins áberandi hversu fáránlega kostnað- arsamt fyrirtækið er. Samt er ekki hægt að leyna því að ríkið mun þurfa að greiða hundruð milljóna með samgöngumiðstöðinni. Einkaaðilar sem eiga að reka þetta munu þurfa að fá mikla meðgjöf. Við höfum oft fengið að kynnast ómerkilegum brellum af þessu tagi. í bæklingi sem flugmáiastjórn og samgönguráðuneytið gáfu út stuttu fyrir flugvallarkosninguna 2001 var því haldið fram að 750 þúsund far- þegar myndu fara um Reykjavíkur- flugvöll árið 2020. Þessar tölur voru hreinn skáldskapur. Á sama hátt hefur þurft að ýkja farþegafjöldann í tengslum við byggingu samgöngu- miðstöðvarinnar þegar staðreyndin er sú að farþegarnir eru nú um 1000 á dag. Ekkert bendir til annars en að þeim muni enn fara fækkandi - aðallega af þeirri einföldu ástæðu að íbúafjöldi á landsbyggðinni er að dragast saman. Fólksfækkunin er meira að segja einna mest á stöðum sem er flogið reglulega til, Vest- mannaeyjum og ísafirði. Rakalítið og yfirborðskennt Það er erfitt að ræða mál á þess- um nótum. Undireins og stungið er upp á einhverjum lausnum - eins og til dæmis að koma upp litlum flug- velli utan við bæinn eru fundin á því öll tormerki. Sveinn Guðmundsson heitir maður sem eftir „áratuga verkfræðistarfsemi" á Keflavíkur- flugvelli skrifar ágætar greinar um skipulagsmál í Morgunblaðið. Sveinn ræðir um hversu erfitt er að fá upplýsingar um flugtæknileg at- riði sem þó eru notuð þegar þarf að skjóta niður hugmyndir. I framhaldi af þessu nefnir hann dæmi um hversu „rakalítil og yfirborðskennd" umræðan er. Hann skrifar að þegar flugmálastjóminni henti séu hliðar- vindmörk sögð vera 13 hnútar, en telur eftir starf sitt á Keflavíkurflug- velli að Fokkerflugvélar í innan- landsflugi þoli allt að 26 hnúta/klst þvert á flugstefnu. Ég ætla ekki að þykjast hafa vit á flugtækni, en þetta vekur efasemdir um þá talnaleikfimi sem er stunduð. Eins og amerískar bílaborgir Nú er lagt til að ráðin verði bót á húsnæðiseftirspurn í borginni með því að útdeila lóðum í Geldinganesi og Gunnunesi - við stefnum óðfluga upp á Kjalarnes. Hin dreifða borg mun enn breiða úr sér - á meðfylgj- andi skýringarmynd má glöggt sjá hvert við stefnum. Það er líkast því að tíminn sem fólk eyðir í bflum sín- um á leið milli staða skipti engu máli. Þéttleiki byggðarinnar í Reykjavík stefnir í að verða álflca mikill og í mestu bflaborgum Ameríku. Við get- um nefnt sem dæmi Los Angeles. Hún er svo dreifð að talið er að með- alíbúinn þar eyði fimmtán sólar- hringum á ári í bfl á leið til og frá vinnu, ef ekki er tekinn inn í mynd- ina annar akstur. Unga fólkið í úthverfin I slíkri borg er óhugsandi að byggja umferðarmannvirki sem full- nægja kröfum borgaranna - það er ekki til landrými og samfélagið stendur einfaldlega ekki undir því. Almenningssamgöngur verða ónot- hæfar eða leggjast af. í Los Angeles hafa bflaframleiðendur raunar með- vitað grafið undan almenningssam- göngum. Það er enginn valkostur við bflinn - en um leið er næstum ómögulegt að komast sína leið á honum. Þetta er vítahringur sem ógjörningur er að komast úr. Hér í höfuðborginni virðist stefn- an vera sú að hola unga fólkinu nið- ur langt fyrir utan bæinn, lfkt og menn séu ekki enn farnir að skilja að það eru lífsgæði að búa nálægt skól- anum sínum eða vinnunni. Maður gæti haldið að hin frumstæða bif- reiðadýrkun sé slík að það sé álítið spennandi að vera í eilífum bfltúr. Lífsgæði að láni Hér þurfum við þó ekki að eiga við annan vanda sem herjar í borg eins og Los Angeles. Hið ofboðslega vonda loft. Eina ástæðan er raunar sú að hér blæs mengunin á haf út. Útblásturinn héðan fer út í and- rúmsloftið rétt eins og í LA. Það hlýt- ur að standa upp á okkur að sýna ögn meiri ábyrgðarkennd - er ekki talið að gróðurhúsaáhrif geti valdið einna mestum spjöllum hér á norð- urhveli jarðar? Við sjáum jöklana beinlínis bráðna fyrir augunum á okkur. Viðsnúningur Golfstraums- ins er hrollvekjandi tilhugsun í orðs- ins fyllstu merkingu. Þetta er ekki flókið dæmi: Við erum að taka eitthvað sem við met- um sem lífsgæði að láni frá komandi kynslóðum, börnunum okkar. Við erum lflca að taka frá íbúum fátækari landa - í þeim skilningi að ef þeir tækju upp svipaða lífshætti og við myndi fljótlega blasa auðlindaþurrð og óviðráðanleg mengun. Þetta ger- um við meðal annars vegna þess að við erum orðin háð bflaflota sem sí- fellt stækkar og bifreiðum sem verða stærri og stærri? Hvað varð um lexí- ur olíukreppunnar? Áttu bflarnir ekki að minnka, ganga fyrir nýjum orkugjöfum? Hversu lengi lifum við í svona lygasögu áður en við horfum fram á almenna hnignun? Skammsýnir stjórnmálamenn Það er talað um að einn hluti vandans séu stjórnmálamenn sem ekki geti séð stórt samhengi hlut- anna, hugsi bara í kjörtímabilum. Raunar er til kenning um að póli- túcusar hugsi einungis í níutíu daga tímabilum - ef þeir geti sloppið heil- ir í gegnum níutíu daga í senn séu þeir ánægðir. Eftir á að hyggja dáum við samt pólitíkusa sem taka erfiðar ákvarðanir, segja óþægilegan sann- leika. Churchill er hetja, Chamber- lain fáráðlingur. Svikin umhverfisstefna Annars eru þetta ekki tíðindi, hér á landi er búið að setja þetta allt nið- ur í Staðardagskrá 21 sem er eins konar umhverfisstefna fyrir sveitar- félögin. Þar voru fyrirheit um minni akstur og bætta nýtingu lands. Henni er bara ekki fylgt. Eins og er virðast menn ætla að sættast á að prumpa niður byggingum kringum flugvöllinn án skipulags, allt í stfl iðnaðarhverfa, umkringt bflastæð- um og túnbleðlum. Byggja svo íbúð- arhúsnæði lengst fyrir utan bæinn. Þannig verður fljótlega búið að klúðra öllu skipulagi í höfuðborg- inni. Ég talaði í upphafi greinarinnar um Scott Rutherford, verkfræðing- inn frá Seattle. Lykilorðið í máli hans var landnýting, ekki meiri sóun - „smart growth", „growth mana- gement", „transportation plann- ing". Við eigum að skilja oddvitana í borginni eftir, röflandi í sínum um- ræðuþætti og fara að tala um al- mennilegar hugmyndir. STJÓRNLAUS OTÞENSLA BYGGÐAR FRÁ1940 FRÁ1940 TIL 2000 FJÓRFALDAÐISTIBÖAFJÖUDI Á SAMA TlMA FERTUGFALDAÐIST LANDÞÖRFIN 1 S ~9~ I 9 B B e i I b I a a B R • B 8 • B * • 8 8 • -!“» sg§jgi «. i i m's i * I 1 jil i j! í| ! ííl aiil if Stórsóknarfórn borgarstjóra Maður er enn að melta sam- komulag Sturlu Böðvarssonar og Steinunnar Valdís- ar Óskarsdóttur um flugvöllinn. Ein skömmin er náttúrulega að þetta skyldi kom- ast upp þegar því var lekið í frétt- irnar á Stöð 2. Hvenær stóð til að kynna samninginn fyrir borgarbúum? Steinunn hefur að vísu reynt að halda því fram að þetta sé „minnisblað" - þeir sem hafa lesið plaggið fá samt ekki betur séð en að það sé bona fide-samningur. Hvað á maður svo að kalla þettg: Skipulagt undan- hald? Stórsóknar- fórn? Flótta sem er Brúttóþéttleiki byggðar - helsta kermistærð í skipulagi borga H&fu6bnrain 2024 svtsöitítipdafl Sl 2024 14(búar/ha HO{uK»igh2003 16 Ibfa/ha Evríjwknr botflir2003 eoibdar/ha Bercsfana 2003 225(400)íbð3f/ha • ♦ © © ) © © ♦ © « « « • « © i • « © Rncncnnncoonncn © © • © © « ; O « • nnrinnnnnnnnnnnn • © © © © ♦ • « © « © « 2 « © © nncnnnnnnncnnnn • • « © © T © • « cncnnanncacnncn O © © © : © © © cnnnnnnnnnnnnnn • • © * • © © « • l ' © • o © ♦ cnnnnnnnnnnnnon nnnnnnnnnnnnnnn © « • « • © • nnnnnnnrínnnnncn • • © • © • © o © • © © © ♦ i © « □□DDaDDUanDQOIjO © « « • © 2 © o nnnnnnnnnnnnnnn nnnnnnnnnnnnnnn fteslð, bfðun ti vaatura oMpulegiUlsga 02020 231búar/ha L£gmcytedjeidi íbúa á hsklara tsvo öádsr öinnúnningfiöcmgör^ur þrTflEt 60 fbúary ha 101 Ræyfcjavlk 2003 TOBúar/ha RayKJsvIk 1040 170 Ibtor/ha • © © © © • © © © © « • © « • • « © © • nnonnnnnnnnnn anonnannnnana • « © © © © © © © © © ft © « « © © « « « □aoaaaannnann © « « V « • © « nnnnnnnnnnnnn " aanaaaaaoaaaa © © © © © © © « © « © © © « • • « • • €> © ♦ © • © © © « « © © O • © © © aaoaaaaaaaaaa © 0 © © © © © © © © « © « • « © O ♦ « « « □□Döonnnnnncn © © & © © « « « © « ♦ © © « « 0 DnanaaanaDana « « © • © « © © « nnnannnnnnnnn « © © © © © © © © © © « © © « « • aonnanoaaanna aaDnaanaaaana BrtUóþéffloWbrtBaiu-af íin haferto kannístíafa 1 «Mpulagl boitja Ham ermæWurl DútoalbQe áhvomha. btUalld hafcrafgorard ihrifí ulll H ö F UÐ BORGARSAMTÖKI f IBúg btofl bafgnrbúö. 1 nbjálli byppð flyst I vereknamlMGðvar. Sldpiiafl áhrilá t/nahag tbiinnna, hnihuþolrra oruallífflslðlrlBngar. eiunchmllurr/rir byppiSarinnnr mifiiut við þariir biMns. og mannlngu. Blteamlálsaie heiur net nhstrl almwinlnauamsangna bnratur Vttthrtngur bllatamMlrvehs bHnar 6 HvssS ðhrif a iweld og msnntun yngrt db ýmlsa hatðbundn, daglas Hðnuste ðlu mannlltl af tUUum þunoa, hsttr 111 kyratðða. v»Mur fltrhflu og shangnxi. 1 - ORN SiGURÐSSON ARKITEKT - 561 0683 - 822 0683 arkom@talnetiS - Aprfl 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.