Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Side 54
54 LAUCARDAGUR 12. MARS 2005
Helgarblaö DV
Konsertar
íVatnsmýrinni
KaSa hópurinn spilar á kanun-
ertónleikum helguðum verkum
Brahms í Norræna Húsinu í dag kl.
16.00. Á efnisskránni eru tvær af
þekktustu kammerperlum
Brahms, Klarinettutríóið óp. 114
og Klarinettukvintettinn óp. 115.
með frábærum gesti, klarinettu-
leikaranum Dimitri Ashkenazy.
Ferili hans í tónlistarheiminum
spannar einleik með helstu hljóm-
sveitum, ss. Royal Philharmonic
Orchestra, kammertónleika með
Brodsky og Kodály-kvartettunum
' og einnig tónleika víða um heim
með þekktum píanóleikurum eins
og Maria Joáo Pires og föður sín-
um og bróður, Vladimir og Vovka
Ashkenazy.
Dimitri hefur hljóðritað geisla-
diska fyrir Decca og Ondine. Sam-
starf KaSa og Dimitri hófst á síð-
asta ári í Japan þar sem þau léku á
tónleikum í Tokyo og víðar við
góðar undirtektir gagnrýnenda. f
KaSa hópnum eru ungir hljóð-
færaleikarar sem leika af fjöri og
mikilli andagift. „... Dimitri Ash-
kenazy er göfugur (hljóðfæra) leik-
ari með hreinan tónlistarskilning
^og meðferð," sagði Band Journal í
Japan í janúarhefti 2005.
KaSa hópinn skipa á þessum
tónleikum: Sif M. Tulinius, fiðla,
Elfa Rún Krisúnsdóttir, fiðla, Þór-
unn Ósk Marinósdóttir, víóla, Sig-
urður Bjarki Gunnarsson, selló og
Nína Margrét Grímsdóttir, píanó.
Á sunnudag kl. 20 halda svo
finnska sópransöngkonan Sirkku
Wahlroos og píanóleikarinn
Sampsa Konttinen tónleika í Nor-
ræna húsinu. Á efnisskrá eru róm-
antísk verk eftír Grieg, Toivo
. Kunda og Ture Rangström og nýrri
verk eftír Einojuhani Rautavaara
og Kai Nieminen.Einnig eru á efn-
isskránni verk eftír ljóðskáldin Bo
Bergman, Emily Dickinson, Hann-
ele Huovi og Edith Södergran.
Wahlroos og Konttinen hafa starf-
að saman frá árinu 1992 og haldið
tónfeika víðs vegar í Evrópu.
Sirkku Wahlroos stundaði fram-
''haldsnám í Vínarborg í einsöng,
ljóðasöng, óratoríu- og pemsöng.
Frumraun hennar á ópemsviðinu
var í Tammerfors 1992 er hún söng
Pamínu í Töfraflautunni. Wahlroos
hefúr sungið fjölmörg óperuhlut-
verk og verk eftír finnsk sam-
tímatónskáld fyrir finnska útvarpið
og komið ffam víða í Evrópu.
Wahlroos er aðalkennari f söng
við Stadia Polytechnic f Helsing-
fors og kennir jafnframt við Sí-
belíusarakademíuna og Háskól-
ann í Magde-burg. Sampsa
Konttinen stundaði tónlistarnám
við Sibelíusarakademíuna og og
við Tónlistarakademínua í Vín.
Hann hefur komið fram sem ein-
^leikari og undirleikari við ljóða-
söng vfða í Evrópu.
Brynhildur i rökkurrými Listasafnsins
Brynhildur Þorgeirsdóttir opnar í dag glæsilega einkasýningu á jarðhæð Listasafns
Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Hún hefur umbreytt suðursalnum við Tryggvagötu og
leggur líka undir sig opna rýmið í miðju hússins. í rýmunum takast á rökkur og
birta, lág loft og háir salir. Efni sín sækir hún í gler, sand, stein og steypu.
Þetta er sextánda einkasýning
Brynhildar, en hún var síðast með
stóra sýningu í Listasafni Reykjavíkur
árið 1990 og þá á Kjarvalsstöðum.
„BrynhUdur er þekkt fyrir notkun á
steinsteypu, gleri og málmi í verkum
sínum sem ýmist rísa sem klettar eða
fjöll úr umhverfi sínu, eða birtast sem
óvænt óargadýr, með hvassa brodda
og spenntar kryppur," segir í kynn-
ingu Iistasafnsins.
BrynhUdur segist sýna á þriggja
ára frestí og nú er ár liðið síðan ráðið
var að hún skyldi sýna hér þessar vUc-
ur fyrir og eftir páskana. Hún hefur
steypt gríðarmiklar klæðmngar utan
á súluverkið í gömlu vörugeymslun-
um sem nú hýsa Listasafn-ið, lækkað
loftíð með dökkum dúk og þegar
okkur bar að garði var flestu fyrir
komið í rýminu, þó enn væri hún
ekki fyllUega ánægð með lýsinguna.
Djúpverur
Erum við á botni sjávar, hugsar
penninn og svipast um eftír sérstæð-
um skúlptúrum BrynhUdar sem leyn-
ast við gólf og hafa á sér yfirbragð
furðudýra sem fara í flokkum í eina
átt út úr myrkum salnum að portdyr-
unum þar sem birta vorsins ræður.
Hvemig datt henni í hug að klæða
súlurnar steyptum einingum? Hún
segir salinn erfiðan og því hafi hún
ráðist í að klæða siÚumar með
steyptu einingunum sem samstarfs-
menn hennar hjá Einingaverksmiðj-
unni hafi hjálpað henni við. Hún hef-
ur enda skírt súlumar hjálparheUum
sínum tU heiðurs.
Viðamikil sýning
Það eru yfir fimmtíu gripir á sýn-
ingunni sem Brynhildur kallar
Myndheim og em orð að sönnu:
bæði hér í rökkrinu og í skjanna-
hvítu portinu er annar heimur
forma: lágar myndir dreifast um
gólfið milli súlufjallana en úti eru
bæði verk á vegg og strýtur sem
standa upp úr gólfinu sem enda í
glertoppum, en burðarstykkin ýrótt
og lituð sandi. Ysta rýmið næst út-
ganginum er japanskur garður með
glerverkum á hvítum beði. „Þessi
japanski garður er settur saman
samkvæmt ströngum japönskum
reglum um slrka steingarða" segir
listakonan.
Forstöðumannsspjall
Eiríkur Þorláksson fer nokkmm
orðum um list Brynhildar í sýningar-
skrá: „Brynhildur Þorgeirsdóttir er
sjálfri sér samkvæm í lífi sínu og list;
verk hennar hafa frá fyrstu tíð verið
auðþekkjanleg fyrir persónulegan
stíl, sem einkennist öðru fremur af
sterkri efniskennd og tilvísunum í
náttúruna í verkum hennar. Þó notar
hún sjaldnast náttúruleg form í högg-
myndum sínum; þau em fremur stfl-
færð, skáldleg og ögrun við augu þess
sem skoðar þau, en þó um leið afar
persónuleg tjáning á sýn listakon-
unnar.“
Það er aðdáendum Brynhildar
gleðiefni að finna í verkum hennar
enn það lífsmagn sem einkennt hefur
sköpun hennar frá fyrstu tí'ð.
pbb@dv.is
'
Listakonan við
strýturnar f portinu
Alþýðlegir og ágsetir
Hamborgarbúllan
Hamborgarabúlla Tomma er
dæmi um ódýran skyndibitastað,
sem er svo góður, að hann telst
gjaldgengur sem hefðbundinn
matsölustaður. Honum er
skemmtilega komið fyrir í frægum
og endurnýjuðum torgturni við
Slippfélagið.
Þar er mikið að gera við að af-
greiða safaríka hamborgara með sal-
ati og bufftómatsneið, enda er
Tommi enginn byrjandi í bransan-
um. Við erum spurð, hvernig við vilj-
um láta steikja borgarann. Þarna var
líka hægt að fá fína steik grillaða,
þótt hún sé ekki á matseðli.
Cappucinokaffi var fínt, betra en á
þorra matsölustaða.
TexMex
TexMex við Laugarnesveg er
pínulítill og notalegur staður, þar
sem fólk kemur til að sækja sér mat
eða sezt niður til að borða á staðn-
um. Þetta er ódýr og fjölskylduvænn
staður, þar sem aðalréttir kosta
1050-1450 krónur og þríréttað kost-
ar 2700 krónur.
Þama er dæmigerð TexMex mat-
reiðsla á mexíkönskum flatkökum
með fyllingu, quasedillas, burritos,
tacos, enchiladas, fahitas og chim-
ichangas, allt í stórum skömmtum.
Einnig er hægt að fá lambasteik og
ýmsa smárétti, svo sem nachos,
buffalo wings og mexican skins eins
og í Texas, þar sem þessi stfll varð til.
TexMex er að flytja í Listhús við
Suðurlandsbraut norðanverða.
Menam
Menam að baki hótelsins á Sel-
fossi er einn af kannski tveimur
stöðum utan Reykjavíkur og Akur-
eyrar, þar sem hægt er að fá fram-
bærilegan mat. Hér er snætt við
vönduð húsgögn undir austrænum
skreytingum og myndum af kon-
ungshjónum Taílands.
Þetta er blanda af taílenzkum og
alþjóðlegum stað með sérstökum
heiísumatseðli, þar sem er nær eng-
in fita, takmarkað salt og sykur og
náttúruleg krydd leysa tilbúin krydd
af hólmi.
Hamborgarabúllan,
TexMex og Menam
Veitingagagnrýni
Þarna kosta seríur af tailenzkum
réttum 1700-1900 krónur. Á 1800
króna svokölluðum B-seðli var
sterkt lambakjöt í karrí, svínakjöt
með kasjú-hnetum, djúpsteiktar
rækjur og milt pönnusteikt græn-
meti með hrísgijónum. Þetta var
mun betur matreitt en á hefð-
bundnum Asíustöðum í Reykjavík.
Jónas Kristjánsson