Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Qupperneq 54
54 LAUCARDAGUR 12. MARS 2005 Helgarblaö DV Konsertar íVatnsmýrinni KaSa hópurinn spilar á kanun- ertónleikum helguðum verkum Brahms í Norræna Húsinu í dag kl. 16.00. Á efnisskránni eru tvær af þekktustu kammerperlum Brahms, Klarinettutríóið óp. 114 og Klarinettukvintettinn óp. 115. með frábærum gesti, klarinettu- leikaranum Dimitri Ashkenazy. Ferili hans í tónlistarheiminum spannar einleik með helstu hljóm- sveitum, ss. Royal Philharmonic Orchestra, kammertónleika með Brodsky og Kodály-kvartettunum ' og einnig tónleika víða um heim með þekktum píanóleikurum eins og Maria Joáo Pires og föður sín- um og bróður, Vladimir og Vovka Ashkenazy. Dimitri hefur hljóðritað geisla- diska fyrir Decca og Ondine. Sam- starf KaSa og Dimitri hófst á síð- asta ári í Japan þar sem þau léku á tónleikum í Tokyo og víðar við góðar undirtektir gagnrýnenda. f KaSa hópnum eru ungir hljóð- færaleikarar sem leika af fjöri og mikilli andagift. „... Dimitri Ash- kenazy er göfugur (hljóðfæra) leik- ari með hreinan tónlistarskilning ^og meðferð," sagði Band Journal í Japan í janúarhefti 2005. KaSa hópinn skipa á þessum tónleikum: Sif M. Tulinius, fiðla, Elfa Rún Krisúnsdóttir, fiðla, Þór- unn Ósk Marinósdóttir, víóla, Sig- urður Bjarki Gunnarsson, selló og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó. Á sunnudag kl. 20 halda svo finnska sópransöngkonan Sirkku Wahlroos og píanóleikarinn Sampsa Konttinen tónleika í Nor- ræna húsinu. Á efnisskrá eru róm- antísk verk eftír Grieg, Toivo . Kunda og Ture Rangström og nýrri verk eftír Einojuhani Rautavaara og Kai Nieminen.Einnig eru á efn- isskránni verk eftír ljóðskáldin Bo Bergman, Emily Dickinson, Hann- ele Huovi og Edith Södergran. Wahlroos og Konttinen hafa starf- að saman frá árinu 1992 og haldið tónfeika víðs vegar í Evrópu. Sirkku Wahlroos stundaði fram- ''haldsnám í Vínarborg í einsöng, ljóðasöng, óratoríu- og pemsöng. Frumraun hennar á ópemsviðinu var í Tammerfors 1992 er hún söng Pamínu í Töfraflautunni. Wahlroos hefúr sungið fjölmörg óperuhlut- verk og verk eftír finnsk sam- tímatónskáld fyrir finnska útvarpið og komið ffam víða í Evrópu. Wahlroos er aðalkennari f söng við Stadia Polytechnic f Helsing- fors og kennir jafnframt við Sí- belíusarakademíuna og Háskól- ann í Magde-burg. Sampsa Konttinen stundaði tónlistarnám við Sibelíusarakademíuna og og við Tónlistarakademínua í Vín. Hann hefur komið fram sem ein- ^leikari og undirleikari við ljóða- söng vfða í Evrópu. Brynhildur i rökkurrými Listasafnsins Brynhildur Þorgeirsdóttir opnar í dag glæsilega einkasýningu á jarðhæð Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Hún hefur umbreytt suðursalnum við Tryggvagötu og leggur líka undir sig opna rýmið í miðju hússins. í rýmunum takast á rökkur og birta, lág loft og háir salir. Efni sín sækir hún í gler, sand, stein og steypu. Þetta er sextánda einkasýning Brynhildar, en hún var síðast með stóra sýningu í Listasafni Reykjavíkur árið 1990 og þá á Kjarvalsstöðum. „BrynhUdur er þekkt fyrir notkun á steinsteypu, gleri og málmi í verkum sínum sem ýmist rísa sem klettar eða fjöll úr umhverfi sínu, eða birtast sem óvænt óargadýr, með hvassa brodda og spenntar kryppur," segir í kynn- ingu Iistasafnsins. BrynhUdur segist sýna á þriggja ára frestí og nú er ár liðið síðan ráðið var að hún skyldi sýna hér þessar vUc- ur fyrir og eftir páskana. Hún hefur steypt gríðarmiklar klæðmngar utan á súluverkið í gömlu vörugeymslun- um sem nú hýsa Listasafn-ið, lækkað loftíð með dökkum dúk og þegar okkur bar að garði var flestu fyrir komið í rýminu, þó enn væri hún ekki fyllUega ánægð með lýsinguna. Djúpverur Erum við á botni sjávar, hugsar penninn og svipast um eftír sérstæð- um skúlptúrum BrynhUdar sem leyn- ast við gólf og hafa á sér yfirbragð furðudýra sem fara í flokkum í eina átt út úr myrkum salnum að portdyr- unum þar sem birta vorsins ræður. Hvemig datt henni í hug að klæða súlurnar steyptum einingum? Hún segir salinn erfiðan og því hafi hún ráðist í að klæða siÚumar með steyptu einingunum sem samstarfs- menn hennar hjá Einingaverksmiðj- unni hafi hjálpað henni við. Hún hef- ur enda skírt súlumar hjálparheUum sínum tU heiðurs. Viðamikil sýning Það eru yfir fimmtíu gripir á sýn- ingunni sem Brynhildur kallar Myndheim og em orð að sönnu: bæði hér í rökkrinu og í skjanna- hvítu portinu er annar heimur forma: lágar myndir dreifast um gólfið milli súlufjallana en úti eru bæði verk á vegg og strýtur sem standa upp úr gólfinu sem enda í glertoppum, en burðarstykkin ýrótt og lituð sandi. Ysta rýmið næst út- ganginum er japanskur garður með glerverkum á hvítum beði. „Þessi japanski garður er settur saman samkvæmt ströngum japönskum reglum um slrka steingarða" segir listakonan. Forstöðumannsspjall Eiríkur Þorláksson fer nokkmm orðum um list Brynhildar í sýningar- skrá: „Brynhildur Þorgeirsdóttir er sjálfri sér samkvæm í lífi sínu og list; verk hennar hafa frá fyrstu tíð verið auðþekkjanleg fyrir persónulegan stíl, sem einkennist öðru fremur af sterkri efniskennd og tilvísunum í náttúruna í verkum hennar. Þó notar hún sjaldnast náttúruleg form í högg- myndum sínum; þau em fremur stfl- færð, skáldleg og ögrun við augu þess sem skoðar þau, en þó um leið afar persónuleg tjáning á sýn listakon- unnar.“ Það er aðdáendum Brynhildar gleðiefni að finna í verkum hennar enn það lífsmagn sem einkennt hefur sköpun hennar frá fyrstu tí'ð. pbb@dv.is ' Listakonan við strýturnar f portinu Alþýðlegir og ágsetir Hamborgarbúllan Hamborgarabúlla Tomma er dæmi um ódýran skyndibitastað, sem er svo góður, að hann telst gjaldgengur sem hefðbundinn matsölustaður. Honum er skemmtilega komið fyrir í frægum og endurnýjuðum torgturni við Slippfélagið. Þar er mikið að gera við að af- greiða safaríka hamborgara með sal- ati og bufftómatsneið, enda er Tommi enginn byrjandi í bransan- um. Við erum spurð, hvernig við vilj- um láta steikja borgarann. Þarna var líka hægt að fá fína steik grillaða, þótt hún sé ekki á matseðli. Cappucinokaffi var fínt, betra en á þorra matsölustaða. TexMex TexMex við Laugarnesveg er pínulítill og notalegur staður, þar sem fólk kemur til að sækja sér mat eða sezt niður til að borða á staðn- um. Þetta er ódýr og fjölskylduvænn staður, þar sem aðalréttir kosta 1050-1450 krónur og þríréttað kost- ar 2700 krónur. Þama er dæmigerð TexMex mat- reiðsla á mexíkönskum flatkökum með fyllingu, quasedillas, burritos, tacos, enchiladas, fahitas og chim- ichangas, allt í stórum skömmtum. Einnig er hægt að fá lambasteik og ýmsa smárétti, svo sem nachos, buffalo wings og mexican skins eins og í Texas, þar sem þessi stfll varð til. TexMex er að flytja í Listhús við Suðurlandsbraut norðanverða. Menam Menam að baki hótelsins á Sel- fossi er einn af kannski tveimur stöðum utan Reykjavíkur og Akur- eyrar, þar sem hægt er að fá fram- bærilegan mat. Hér er snætt við vönduð húsgögn undir austrænum skreytingum og myndum af kon- ungshjónum Taílands. Þetta er blanda af taílenzkum og alþjóðlegum stað með sérstökum heiísumatseðli, þar sem er nær eng- in fita, takmarkað salt og sykur og náttúruleg krydd leysa tilbúin krydd af hólmi. Hamborgarabúllan, TexMex og Menam Veitingagagnrýni Þarna kosta seríur af tailenzkum réttum 1700-1900 krónur. Á 1800 króna svokölluðum B-seðli var sterkt lambakjöt í karrí, svínakjöt með kasjú-hnetum, djúpsteiktar rækjur og milt pönnusteikt græn- meti með hrísgijónum. Þetta var mun betur matreitt en á hefð- bundnum Asíustöðum í Reykjavík. Jónas Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.