Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 3 Fangelsi Hchers eins og frá miööldum Sæmundur Pálsson Sæmi er fullur vonar um að vinur hans verði brátt kominn til landsins. Þá ættu þeir að geta tekið í tafl og haftþað náð- ugt á köldum síðkvöldum en Sæmi er kominn á eftiriaun eftir 35 ára starf I lögreglunni. „Ég kom heim á miðvikudag eftir tuttugu og fimm tíma ferða- lag frá Japan. Og það hefði verið allt í fína að leggja það á sig ef árangur hefði orðið af þessari ferð," segir Sæmundur Páls- son, sem hefur undanfarnar tvær vikur dvalið í Japan til að freista þess að fá japönsk stjórnvöid til að sleppa Bobby Fischer eins og frægt er og öllum ætti að vera kunnugt. Sæmi var á biðstofu tannlæknis þegar DV ræddi við hann en hann sagðist vera lúinn eftir ferðina austur. „Þetta var alveg hrylliiegt fangelsi sem maðurinn er í. Það þurfti að ganga í gegnum 16 læstar hurðir til að komast að honum og hann er í þessum klefa og fer tæpast út úr hon- um allan sólahringinn. Verður að matast þar meira að segja. Þetta var eins á miðöldum og ég hef aldrei séð neitt þessu likt og hef þó komið víða í fangelsi á 35 ára ferli mín- um í lögreglunni," segir Sæmi og er afar ósáttur við þvermóðsku stjórnvalda í Japan. Eigi að síður er ekki öll von úti en Sæmi fór beint á fund alls- herjarnefndar þegar hann kom heim. Nefndin ætlar að taka ákvörðun mjög fljótt um íslenskan ríkisborgarrétt fyrir Ficher og sagðist Sæmi reikna með að hann færi aftur út um leið og það mál hefði fengið jákvæða niður- stöðu. „Hann var að hringja í mig morgun og var ógurlega glaður að heyra í mér. Hann var að koma úr fjögurra daga einangrun sem var verri en nokkru sinni fyrr. Ljós var til dæmis látið loga í klefanum aÚan sólarhringinn og hann var þreyttur. Hann kallaði mig bróður og sagðist aldrei hafa eignast annan eins vin og mig. Ég væri sannur vinur, það gerði hann sér ljóst og ég held að það sé mál að sönnu," segir Sæmi rokk, fullur vonar um að vinur hans verði kominn til landsins innan fárra vikna. Maður vikunnar Spurning dagsins Hvað á að gera um páskana? Geri eitthvað skemmtilegt „Ég hefekki hugmynd. Ég verð allavega í fríi alla pdskana þannig að maður hefur alla- vega möguleika á því að gera eitthvað skemmtilegt. Planið er allavega að láta sér líða vel." Vignir Jónson sjómaður „Ég ætla með fjölskylduna til Flórida. Við érum fimm í fjölskyldunni og förum ásamt vinafjöl- skyldu okkar. Við hjónin fórum þarna fyrir átján árum og það verðurgott að komast aftur núna, því það er svo kalt hérna heima. “ Sigrún Sigvaldadóttir meinatæknir „Ég ætla heim á Hótel Mömmu. Ég er úrMývatns- sveitinni og ég ætla að eyða páskunum með fjölskyldunni minni sem býrþar. Efþað verður snjór skelli égmérsvoá skíði á Kröflu. " fris Dögg Ingadóttir tanntæknanemi „Ég verð heima og ætla að taka á móti ættingjum mínum sem eru að koma hingað frá Slóvakíu. Þau eru að koma hingað í fyrsta skipti en ég er búin að vera hér í sextán ár." Eva Strizova píanókennari „Ég er í Há- skólanum í Reykjavik þannig að ég verð að læra undirpróf meirihlutann af páskafríinu. Ég laumast kannski til að taka mér smá pásur inni á milli og slappa smá af." Guðmundur Pálsson viðskiptafræðinemi Brátt koma páskar. DV tók púlsinn á gestum Kringlunnar og kannaði hvað væri á döfinni. Popparará leið tilCannes Á myndinni má sjá poppara frá Hljómplötútgáfunni á leiö til Cannes i Frakklandi og var er- indi þeirra að heimsækja kaup- stefnuna þar. Á myndinni má aug- Ijóslega sjá Magnús Kjartansson tón- listarmann. „Þetta var mjög lærdómsrík ferð sem var farin á þessum tíma. Þetta var fyrsta stóra tilraun íslendinga til að fara á þessa miklu kaupstefnu og láta verulega á sér bera."Ferðin varfarin á vegum Hljóm- piötuútgáfunnar sem var og hét en siglir nú undir merkjum Skifunnar.„Jón Ólafs- son hafði milligöngu um þessa ferð og við spiluðum á frægasta nætur- klúbbi i Cannes. Það var ekkert sem stóð upp úr meira en ann- að. Okkur grunaði alls ekkiþá að íslenskir aðilar tækju þátt i þessari sýningu með jafn afger- andi hætti gert er nú i dag undir fána Islands." Með i för voru HLH-flokkurinn, Brunaliðið og Halli og Laddi. „Á myndinni erum við á leið á hátíðina og að ég held eru þetta Halli og Laddi sem sitja við hlið mér." Myndin tekin fyrir brottför og hefur eflaust verið hátiðarefni hjá tónlistar- unnendum þess tima. Lurgur „Þessi fíokkur mun hvorki verða fugl né Frjálslyndur, hann verð- urbara fiskur." Þetta ritar Sigurður Ingi Jóns- Að taka ílurginn á einhverj- um þýðir aö veita einhverj- um ráðningu á harkalegan Málið hátt. Lurgur þýðir þykkt hár, eða hár- lubbi, og þýðir orðtakið að rífa hreinlega I lubbann á einhverjum. ÞAÐ ER STAÐREYND. ... að árið 1928 var dauðarefs- ing afnumin með öllu úr lög- um á Islandi. Siðasta aftakan fór hins vegar fram ijanúar árið 1830. son, sáöfl- ugi og afdrifaríki bloggari, nýverið á síðu sina eftir iandsfund Frjáls- lynda flokksins en þá hafði hann yfirgefið flokk- inn öðru sinní. ÞÆR ERU SYSTUR Fréttakonan & bassaleikarinn Þóra Kristln Ásgeirsdóttir, fréttakona á fréttastofu Stöðvar 2, og Ester „Blbi" Ásgeirsdóttir, bassaleikari og hljóðmaður, eru systur. Þær eru rnasonar kennara óg Sigríðar Jóhannesdóttur, :onu. Eftir uppvaxtarár i Keflavik búa þær nú 'ík. Þóra Kristín hefur um árabil flutt Islend- bæði í útvarpi og sjónyarpi. Ester varð hins fyrir bassaleik í keflvísku hljómsveitinni Kolrössu krókriðandi. Hún er nýbyrjuð að spila sveitinni Singapore Sling, og sinnir auk þess hijóðmennsku í Þjóöleikhúsinu og vinnur við blóhljóð. Þinntími er kominn! Dansrækt JSB er staður fyrir konur á öllum aldri. Fjölbreyttir tímar eru í boði. Páskatilboð 16. mars - 8. apríH 40% afsláttur af arskortum og 6 mánaða kortum. Sjá nánari upplýsingar á www.jsb.is Vertu velkomin í okkarhóp! DflNSRffiKT leggur línumar Lágmúla 9 • 108 Heykjavik • Sími 581 3730 • Bréfsimi 581 3732

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.