Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 Fréttir DV Hellisheiði lokuð Tíu bfla árekstur varö í Hveradalabrekkunni gegnt Skíðaskálanum á Hellis- heiði síðdegis í gær. Allt til- tækt lið lögreglu og slökkvi- lið var kallað út, auk liðsafla frá Hveragerði og Reykjavflc. Einn var fluttur með sjúkrabfl aí vettvangi. Loka þurfti Hellisheiði í nokkra klukkutíma á með- an hreinsað var til á vett- vangi. Akstursskilyrði voru einkar slæm. Varla var stætt á staðnum vegna glerhálku og hávaðaroks. Dýrtdóp Jóhannes Skúli Guðnason var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrjátíu þúsund krónur vegna 0,14 gramma af hassi sem fundust á hon- um. Er magnið lítið mið- að við umfang réttarhald- anna. Jóhannes Skúli mætti þó galvaskur í dóm í gær án verjanda og við- urkenndi brotið. Mátti sjá brosvipru á andliti hans þegar dómarinn tilkynnti honum alvarlega að hassmolinn yrði gerður upptækuf. Sætti Jóhann- es sig við þau málalok. Lesbíur sem hafa farið til Danmerkur í tæknifrjógun standa í miklu stappi við Tryggingastofnun ríkisins við að fá fæðingarorlof. Nokkur pör bíða nú úrskurðar félagsmálaráðuneytisins. íslenskar lesbíur vilja fá teðraorloí Samkynhneigðar konur sem hafa farið utan til tæknifrjóvgunar standa í miklu stappi við að fá fæðingarorlof fyrir móðurina sem ekki fæddi barnið," segir Sara Dögg Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Samtakanna ‘78. Sara Dögg segir að vinna sé í gagni við að breyta lögunum en þau gera ekki ráð fyrir að samkynhneigðar konur gangi undir tæknifrjóvgun vegna þess að hér á landi fá þær ekki slíka meðferð. Hvað liggur á? öldinni á og hætta að vera á þeirri 19.,“_____________________ segir Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga. Nokkuð mörg pör hafa farið til Danmerkur og fengið þar þessa meðferð. Börn þeirra njóta þess ekki að hafa báða foreldra heima þar sem annað fær ekki fæðingarorlof hjá Tryggingastofnun ríkisins. Lögin sem nú eru í gildi kveða á um að kona sem hefur verið í stað- festri sambúð í ákveðinn tíma geti ættíeitt barn sambýliskonu sinnar en hnífurinn stendur í kúnni þegar kon- ur fara í tæknifrjóvgun því enginn er faðirinn til að ættíeiða bamið af. Til Danmerkur í tæknifrjóvgun DV er þó kunnugt um að nokkur pör sem farið hafa til Danmerkur í tæknifrjóvgun hafi í byrjun fengið greitt fæðingarorlof hjá Trygginga- stofnun eins og um gagnkynhneigða foreldra væri að ræða. Þær sem síðar komu fengu hins vegar neitun og var tilkynnt að þær fyrri hefðu fengið greiðslur fyrir mistök. Þeim hefur verið bent á að leggja inn kæru til Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík ( samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingariaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu deiliskipulagi í Reykjavík. Gullengi 2-6. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna Gullengi 2-6. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að sameina lóðirnar og byggja þrjú þriggja hæða fjölbýlishús með alls 27 íbúðum í stað bensínstöðvar og stæði fyrir stóra bíla. Aðkoma verður frá Gullengi. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 - 16:15, frá 18. mars til og með 2. maí 2005. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega eða á netfangið skipuiag@rvk.is, til skipulagsfulltrúa, merkt viðkomandi svæði og undir- ritað skilmerkilega, eigi síðar en 2. maí 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 18. mars 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 félagsmálaráðuneytisins og er úr- skurðar að vænta fljótíega eftir páska. Guðrún Óskarsdóttír er ein þeirra kvenna sem býr með konu sem fór í tæknifrjóvgun í Danmörku. Hún sóttist ekki eftir órlofi þegar hún kom heim vegna þess að henni bauðst sttax vinna sem hún ekki gat hafnað. Hún segir að í Danmörku hafi þetta ekki verið neitt vandamál en þar fengu báðar mæðurnar orlof eins og aðrir sem eiga börn þar í landi. Brotið á börnum samkyn- hneigðra „Fyrst og fremst er þetta brot gegn barninu sem ekki nýtur beggja foreldraniia heima fyrstu tæp tvö árin eins og önnur böm,“ segir Sara Dögg. Hún segist þekkja til nokkurra kvenna sem nú bíði úrskurðar frá ráðuneytinu og vonandi verði nið- urstaðan þeim í hag. „Það er þó háð því að þær sem ekki ólu bömin ætt- leiði þau en það ferli tekur langan tfrna og barnið er komið langt á fyrsta ár þegar það ferli gætí- orðið í höfn. Konur geta ekki sótt um ætt- leiðingu samkvæmt lögum fyrr en barnið er þriggja mánaða. Síðan tek- ur það aðra þrjá mánuði að fara í gegnum kerfið. Á meðan þurfa þær að gangast undir rannsókn á högum sínum, uppeldi og lífi eins og um venjulega ættíeiðingu væri að ræða. Það finnst þeim mörgum erfitt á þeim U'mapunkti, enda von því þessar sömu konur hafa gengið í gegnum tæknifrjóvgunarferlið, rétt eins og venjulegir foreldrar," segir Sara Dögg. Sonur fæddist í febrúar í október síðastliðnum ræddi DV við Margrétí Guðjónsdóttur og frisi Dögg Jónsdóttur sem þá biðu komu bams sem íris gekk með eftir tækni- frjóvgun í Danmörku. Bið þeirra er nú á enda en þann 16. febrúar fædd- ist þeim yndislegur sonur sem dafri- ar vel. Þær sögðu þá í viðtali: „Ég ráð- legg öllum konum sem langar að eignast bam en eiga þess ekki kost á hefðbundinn hátt að íhuga tæknifrjóvgun vel. Við sjáum ekki eft- ir þessu og hlökkum mjög til að annast okkar fyrsta bam saman.“ Þær hafa ekki báðar enn fengið fæð- ingarorlof en bíða eins og fleiri eftír úr- skurði félagsmála- ráðuneytisins. bergijot@dv.is (ris Dögg Jónsdóttir og Margrét Guðjónsdóttir Þær fóru til Donmerkur og önnur þeirra gekkst undir tæknifrjóvgun. Nú er barn þeirra fætt en þær bíða úr- skurðar frá ráðuneytinu eins og fleiri I þeirra stöðu. „Fyrst og fremst er þetta brot gegn barninu sem ekki nýtur beggja for- eldranna heima fyrstu tæp tvö árin eins og önnur Vínbúð opnuð í nágrenni heilsuhælis Sjúklingum vísað á dyr Ný áfengisverslun rflcisins hefur opnað í Hveragerði. Emilía Jónas- dóttir hefur nokkxum sinnum verið á Heilsustofnun Náttúrulækninga- félags íslands. Hún segist hafa áhyggjur af þessari þróun þar sem hún hafi heyrt að eftir að nýja versl- unin var opnuð laumist vistmenn heiisuhælisins út á kvöldin og næli sér í snafs. „Ef þetta er satt er hræðilegt að fólk falli í svona freist- ingar," segir Emilía í sjokki. Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri heilsuhælisins segir mjög strangar reglur um meðferð áfengis á hæl- inu. „Fólki er einfaldlega vísað á dyr ef það lyktar," segir hann. „Nýja rík- ið er reyndar alveg í hinum enda bæjarins svo þetta er hálftímalabb. Flestir sjúklingarnir eiga líka erfitt með gang og allir eru í umönnun langt fram eftir degi en ríkið lokar klukkan sex. Ég hef ekki orðið var við neina aukningu í áfengismál- um. Þetta voru afar fá mál fyrir og þeim hefur ekki fjölgað. Hafnarstjóri styrktur Alnænais- samtökin sóttu ' um styrk til Reykjanesbæjar vegna fræðslu- og forvamaverkefn- is á sjúkdómn- um. Málið var tekið fyrir á bæjarráðs- fundi í bæj- arfélaginu í gær sem taldi sig ekki geta orðið við erindinu að þessu sinni. Á fundinum var hins vegar samþykktur samningur, eftir breytingar fundarins á hon- um, við hafnarstjóra Pétur Jó- hannsson um leigusamning með kauprétti vegna Nýs húss ehf. en Pétur kynnti sjálfur erindið fyrir fundinum. 'vt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.