Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 11
Blástursað-
ferð fyrir
hunda
Annars konar
skyndihjálparnám-
skeið er nú í gangi í
Chile. Þar geta
hundaeigendur og
aðrir sem láta sér
annt um þennan besta vin
mannsins lært að beita
munn við munn aðferðinni
á hunda, sem og aðra fyrstu
hjálp. Dýralæknirinn Hugo
Acevedo, sem stendur fyrir
námskeiðunum, segir að
hundar séu eins og fólk. Ef
þeir hætti að anda þá þurfl
þeir munn við munn, sem
annað hvort er hægt að
gera með hefðbundinni að-
ferð eða röri. Acevedo
kennir báðar aðferðir.
Holgóma
fóstri eytt
Saksóknaraemb-
ætti Bretlands hefur
ákveðið að lögsækja
ekki tvo lækna sem
heimiluðu síðbúna
eyðingu á fóstri sem
var holgóma. Haft
var eftir aðalsak-
sóknaranum að læknarnir
hefðu gert þetta í góðri trú.
Þeir hafi talið að mikil
hætta hefði verið á alvar-
legri fötlun. Fóstureyðingin
var framkvæmd árið 2001.
Umræða er nú farin í gang í
kjölfar málsins á meðal
breskra lækna og fulltrúa
heilbrigðisyfirvalda um
ítarlegri leiðbeiningar varð-
andi fóstureyðingar. Þar í
landi eru fóstureyðingar
leyfðar upp að 24 vikum.
Uppeldi ræð-
ur ekki trúar-
iðkun
Ný bcuidarísk
könnun sýnir að
trúarhneigð fólks
stjórnast minna af
uppeldi en áður hef-
ur verið haldið. Eins
og flest nú til dags eru það
genin sem virðast spila þar
stórt hlutverk. Eineggja tví-
burar, sem aldir voru upp í
sitt hvoru lagi, hneigðust
að trúariðkun uppalenda. Á
fullorðinsárum var trúar-
iðkun þeirra hins vegar afar
lík. Rannsóknin telur að
erfðir ráði um 40% um
hvernig trúariðkun einstak-
linga er. Uppeldisáhrifin
ráða á barnsaldri en
minnka svo með aldrinum.
Fann skrið-
dreka í bak-
garðinum
Mann á Nýja-Sjálandi
rak í rogastans þegar hann
var að moka holu í bak-
garðinum sínum. Við gröft-
inn kom hann niður á fjög-
urra tonna skriðdreka frá
seinni heimsstyrjöldinni. í
fyrstu hélt maðurinn að
þetta væri einhver málm-
hlutur sem hægt væri að
rífa upp. Svo var ekki. Vinur
hans kom til aðstoðar og að
lokum stóðu þeir frammi
fyrir skriðdreka sem kennd-
ur er við bren-byssur. Mað-
urinn og eiginkonan íhuga
nú að setja sundlaug þar
sem skriðdrekinn lá áður.
Réttarhöld í Kaliforníu vekja oftar en ekki athygli þar sem hinir frægu og ríku
sitja fyrir rétti. Leikarinn Robert Blake var sýknaður af að myrða eiginkonu sína
árið 2000. Fjölskylda hinnar myrtu hefur höfðað hefðbundið bandarískt einkamál.
Skyndikynni í pallbíl
enduðu með giftingu
og morðákæru
Kviðdómur sýknaði leikarann Robert Blake af morðákæru á
miðvikudaginn síðastiiðinn. Blake var ákærður fyrir að hafa
skotið eiginkonu sína, Bonny Lee Bakley, árið 2000 eftir tæplega
sex mánaða hjónaband.
Kviðdómurinn í máli Blakes þurfti
níu daga til að komast að niðurstöðu.
Af þeim tólf sem skipuðu kviðdóminn
töldu ellefu hann vera saklausan en
einn taldi hann sekan. Þá var Blake
lika sýknaður af ákæru um að leggja á
ráðin um að myrða eiginkonu sína og
biðja aðra um að framkvæma verkn-
aðinn.
Saksóknarar ráku málið mest
megnis á vitnisburði tveggja fyrrver-
andi áhættuleikara, sem sögðu að
Blake hefði beðið sig um að stúta eig-
inkonunni. Verjanda tókst að draga
trúverðugleika þeirra í efa með því að
lýsa þeim sem skemmdum dópistum
með takmarkað vald yfir skúgrein-
ingu á ofskynjunum og raunveru-
leika.
Á kúpunni
Blake var létt yfir að hafa sloppið
við lífstíðarfangelsi. Hann þakkaði
lögmanni sínum, M. Gerald
Schwartzbach fyrir að bjarga sér. Hins
vegar kvartaði hann undan peninga-
leysi. Hann sagði réttarhöldin hafa
kostað sig tíu milljónir dollar, um 590
milljónir króna. „Ég er á kúpunni. Mig
vantar vinnu," sagði Blake við blaða-
og fréttamenn fyrir utan dómshúsið.
Fjölskylda Bonny Lee var að von-
um miður sfn, enda fullviss um sekt
Blakes. Holly Gawron, dóttir Bonny
Lee, vonaðist til að betur gengi í
einkamáli sem fjölskyldan hefur
höfðað á hendur Blake. Hún sagðist
Blake sagðist hafa
fylgt henni að bílnum
en áttað sig á að hafa
gleymt byssunni sinni
inni á veitingahúsinu
og hún legið örend í
bílnum er hann sneri
tilbaka.
ekki geta á sér heilli tekið meðan
Blake fagnaði frelsi sínu þrátt fyrir að
hafa lógað móður hennar.
Móðurlaus dóttir
Bonny Lee var skotin í btl þeirra
hjóna fyrir utan veitingahús. Blake
sagðist hafa fylgt henni að bílnum en
áttað sig á að hafa gleymt byssunni
sinni inni á veitingahúsinu og Bonny
legið örend í bílnum er hann sneri til
baka. Ekki tókst heldur að tengja
byssu Blakes við morðið og ekki voru
sjónarvottar að atburðinum.
Óspart var minnst á það við réttar-
höldin að Bonny Lee hefði viljandi
orðið ólétt við skyndikynni hennar og
Blakes til að kúga útúr honum pening
eða giftast honum. Saksóknarar
sögðu að þetta hefði Blake ekki þolað
og því aflífað Bonny. Einnig kom fram
að hún hafði oftsinnis platað peninga
út úr mönnum og var á skilorði fyrir
Robert Blake Giftist Bonny Lee Bakley eftir að hafa barnað hana við skyndikynni ípallbil og
var síðar ákærður fyrir aðhafa skotið hana. Myndin sýnir Blake þegar nýbúið var að sýkna
hann.
svik þegar hún giftist Blake. Þau eiga
dóttur sem er í umsjá elstu dóttur
Blakes.
Blake byrjaði sex ára að koma
fram í sjónvarpi, eða 1939. Hann er
þekktastur fyrir hlutverk sitt sem
harðsnúinn rannsóknarlögreglu-
maður í sjónvarpsþáttunum Baretta,
sem sýndir voru á áttunda áratugn-
um. Síðast lék hann í myndinni Lost
Highway eftir leikstjórann David
Lynch.
Góðar fréttir fyrir sköllótta karla
Súkkulaði úr kamelmjólk á leiðinni
Kynorkan eykst með
minnkandi hári
Menn sem famir eru að þynnast á
toppnum eða orðnir alveg sköllóttir
geta glaðst yfir niðurstöðum jap-
anskrar rannsóknar. Samkvæmt þeim
leitast lfkaminn við að leiðrétta
minnkandi hárvöxt með því að auka
kynorkuna.
Rannsóknimar gefa til kynna að sá
hluti karlhormónsins testósteróns
sem stjómar hárvexti flytjist yfir í
stjóm kynlöngunar. Einnig hafa sköll-
óttir menn hærra magn testósteróns
en hárfegurri kynbræður þeirra. Þá
virðast þeir sem missa hárið vera
stressaðri og rannsóknir hafa sýnt að
streita veldur aukinni testósterón-
framleiðslu, sem aftur eykur árásar-
hneigð og kynlöngun.
Skolli flottur skalli Mesta gróskan er I hlíð-
um fjalla en ekki á toppnum, sem knatt-
spyrnudómaranum Collina sjálfsagt huggun.
Rannsóknin sýndi einnig fram á
það að þynning hárs aukist hjá metn-
aðarfullum karlmönnum á frama-
braut. Þeir em þó ekki einir um það
því það mun einnig vera farið að
henda konur sem stefna hátt í lífinu.
Kamelmjólk slær kúa
mjólkinni við
Austurískur súkkulaðiframleið-
andi stefnir að því að setja glænýja
tegund súkkulaðis á markaðinn.
Fyrirtækið Chocolatier Hochleitner
er nú í samstarfi við A1 Ain-kamel-
dýrabúið í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum. Búið útvegar
kamelmjólk sem Chocolatier Hoch-
leimer hefur þróað súkkulaði úr. Að
sögn Georgs Hochleimer, forstjóra
súkkulaðifyrirtækisins, er kamel-
mjólk tilvalin til súkkulaðigerðar.
Hún er bæði fituminni og sætari en
kúamjólk.
Kamelmjólkinni er blandað sam-
an við hunang frá Yemen. Úr þessari
blöndu er svo búið að þróa heilsu-
samlega og ljúffenga tegund af
Eyðimerkurskip Spurning er hvort ekki má
fara að Ihuga súkkutaöigerö úr íslenskri
kindamjólk.
súkkulaði, að mati Hochleitners.
Súkkulaðið verður framleitt í aust-
urrísku borginni Vín til að byrja með
en til stendur að byggja verksmiðju í
Sameinuðu arabísku furstadæmun-
um, sem á að geta framleitt um
fimmtíu tonn á mánuði. Markhóp-
urinn verður til að byrja með auð-
ugir hótelgestir í borgunum Abu
Dhabi og Dubai.