Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 Sport DV ; # : Manchester United og Arsenal, liðin sem borið hafa ægishjálm yfir önnur lið í Englandi, eru fallin af stalli sínum. Hvorugt liöanna er á toppnum í Englandi og bæði eru fallin úr leik 1 Meistaradeildinni á meðan Chelsea og Liverpool komust áfram. Roman Abromovich hefur tekið við krónunni sem konungur ensku knattspyrnunnar og með aðstoð Jose Mourinho sigla þeir Chelsea-skútunni í átt aö einræði. En er Chelsea komið til að vera? Er tíini Manchester United og Arsenal liöinn? Og á fjórða og forna stórveldið, Liverpool, einhvern möguleika á aö blanda sér aftur í baráttu þeirra allra bestu í Englandi? DV Sport spurði eld- heita aödáendur þessa fjögurra liöa um sitt álit. WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON Þjálfari Vals og stuSningsmaður Chelsea: Ég held að það sé ekki spurning um að Chelsea er komið til að vera á meðan Roman Abramovich er til staðar. Eins og staðan er í dag þá eru þeir stærsta liðið á Englandi - jafnvel í Evrópu. En þetta er sveiflukennt eins og svo margt annað i okkar þjóðfélagi. Ég vill nú ekki meina að veldi Arsenal og Manchester United sé hrunið, það er ekkert óeðlilegt að detta út á þessum tímapunkti íjafn sterkri keppni og Meistaradeildin er. En það breytir þvi ekki að hvorki Arsenal né Man.Utd hafa verið að spila eins vel i ár og á síðustu árum. En umgangur Chelsea í vetur hefur verið magnað- ur og máttur peninganna er auð- sjáanlegur þar. En það má ekki gleyma þætti Mourinho og það er ekki hægt annað en að hrif-1 ast afhonum. Hann ögraði öllum fótboltaheiminum og stóð undir því. Og ekki skemmir að eiga okkar eigin fulltrúa í þessu öllu saman og aðalánægjan fyrir mig felst i því að fylgjast með Eiði Smára í öllu þessu ævintýri. Það finnst mér alveg ótrúlegt. En sam- keppnin er til staðar og þótt Chel- sea vinni deildina líklega í ár tel ég að Man.Utd, Arsenal og Liverpool munu öll veita þeim bláu harða keppni á næsta tímabili. HÖRÐUR MAGNÚSSON [þróttafréttamafiur og stuðningsmaður Liverpool: „Já, það má alveg segja að það séu breyttir tímar. Roman Abramovich hefur auðvitað átt stóran hluta í því og það er ekki auðvelt fyrir lið eins og Liverpool að keppa við Chelsea þar sem peningar Chelsea til leikmannakaupa á einu ár eru svipuð og samanlagðar upphæðir Liverpool á fimm ára tímabili. Það er al- veg klárt að Arsenal getur ekki keppt við Chelsea og í raun er Manchester United i raun eina liðið sem á eitthvað í Chelsea fjárhagslega séð. Og ég viðurkenni það alveg að það verður mjög erfitt fyrir önnur lið að vinna enska titilinn á meðan Roman Abramovich dælir peningum í Chel- sea. En ég útiloka það ekki. Ég heffulla trú á Rafael Benitez og er mjög feginn að hann tók við Liverpool en ekki Jose Mourinho. Benitez hefur ákveðna auðmýkt á meðan Mourinho hagar segli eftir vindum og á sér eng- in takmörk í hroka. Framkoma hans gegn Barcelona fannst mér til dæmis vera skammarleg. Það sem Benitez er að glíma við núna er að hreinsa upp eftir öll hrikalegu kaupin hjá Gerard Houllier og það verður að gefa honum tima til þess. Hanner frábær þjálfari og ég hef trú á að hann geti haldið í við Chelsea en það mun taka hann ’.m.k. tvö ár." JÓN KALDAL Aðstofiarritstjóri og stufiningsmafiur Arsenal „Mér finnst alls ekki neikvætt að Chelsea skuli vera að blanda sér íhóp bestu liðanna á Englandi. Aukin samkeppni er alltaf jákvæð. En mér finnst synd að sjá þetta dýrasta lið heims liggja í vörn, ná ekki sjö sendingum á milli sín en komast samt áfram í Meistaradeildinni. Það var alltafvitað að timabilið yrði erfitt fyrir Arsenal. Þetta var ákveðin umbreytingartími í sumar; fjórir lykilmenn hurfu á braut og Wenger ákvað að treysta á ungu strákana. Auðvitað hefur ekki gengið sem skyldi í ár en það hafa engu að síður verið margir Ijósir unktar. Til að ná árangri í Meistaradeildinni þarf heppni, það sést best á því að Chelsea kemst áfram vegna dómaramistaka á meðan Arsenal hefur ekki haft heppnina með sér í Meistaradeildinni á síðustu árum. Ég heffulla trú á að Arsenal haldi í við Chelsea. Wenger hefur verið iofað miklum peningum til leikmannakaupa í sumar og hann ætlar sér að kaupa stór nöfn. I ár hafa ungu strákarnir fengið dýrmæta reynslu og ég er sannfærður um að Arsenal verður sterkari en nokkru sinni næsta vetur. Um leið tel ég nánast engar likur á að Chelsea muni eiga annað tímabil eins og í ár. Manchester I United eyddu miklum peningum í sumar til að halda í við Chelsea og það einfaldlega mistóksthjá þeim, en þeir verða líka í toppbaráttunni. VIGGÓ SIGURÐSSON Landslifisþjálfari og stuðningsmafiur Manchester United „Það er alveg Ijóst að Manchester United er ekki sama veldið og þeir hafa verið. Ég held að það megi að miklu leyti rekja það til innkaupa- pólitíkinnar, en hún hefur ekki alveg heppnast hjá þeim. Þótt þú kaupir heilt lið er ekki sjálfgefið að það gangi upp. Liverpool hafa nánast skipt tvisvar um lið á síðustu árum en ekkert gengið á meðan allt hefur gengið eins og í sögu hjá Chelsea. Fólk talar um að tími Alex Ferguson hjá Man.Utd sé liðinn en þá er tími Arsene Wenger hjá Arsenal alveg eins búinn. Ég er ekki sammála þessu og ég sé ekki arf- taka þessara stjóra. Ég sé engan sem getur tekið við afFerguson og náð betri árangri en hann. Mér finnst það með ólíkindum hvað Man.Utd hefur íraun haldið sér lengi á toppnum en mér finnst Ferguson samt hafa mátt keypt réttari leikmenn. Liðið verðurað kaupa stórstjörnur til að halda stallinum. En ég kvarta ] ekki undan árangrinum : síðustu ár. Fjárhags- staðan hjá félaginu er gríðarlega sterk og þeir geta vel haldið í við Chel- sea á þeim vettvangi. Þetta er bara spurning um að finna réttu mennina."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.