Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 Fréttir DV Varpar Ijósi ávita íslenska vitafélagið efnir til ljósahátíðar í Garðskagavita næstkomandi laugardags- kvöld. Þar mun Arna Valsdóttir myndlistarmaður hefja langtímaverkefni sem að hennar sögn „mun varpa ljósi á innra rými íslenskra vita". Fyrsta verkið sem Arna mun setja upp heitir „Ég er ögn í h'frænni kvik- sjá“. Arna segir að vitinn sé liður í þróun margmiðlun- arbúnaðar mannsins, sem byggir jú á að nýta tækni hvers tíma til að auðvelda samskipti manna á milli. Féll við inn- göngu í bát Ölvaður maður datt á höfuðið og fékk skurð á hnakkann þegar hann var að fara um borð í bát við Grindavík- urhöfn, rétt eftir mið- nætti að- faranótt fimmtudags. Að sögn lög- reglunnar í Keflavík var maðurinn fluttur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar, þar sem sauma þurfti fjögur spor í hann. Maðurinn var mikið ölvaður og fékk að gista í klefa lögreglunnar. Honum var hleypt til síns heima eftir að hafa sofíð úr sér. Velti bílnum við Kópavogsbrú Ökumaður velti bíl sín- um á Hafnafjarðarveginum við Kópa- vogsbrúna um hádegis- bilið í gær. Að sögn lög- reglunnar í Kópavogi hlaut ökumaður- inn minniháttar meiðsl og var fluttur á slysadeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss í Fossvoginum. Lögreglan segir að um dæmigert hálkuslys hafi verið að ræða. Skyndileg hálka hafi komið á þessum tíma og flughál glæra hafi myndast á veginum. Landsíminn „Þetta rúllaralltsinn vana- gang,"segir Bjartmar Guð- laugsson tónlistarmaöur með meiru þar sem hann liggur í flensu að heimili sínu aö Eiöum I Eiða- þinghá.„Hér segja menn allt fínt og eru rólegir. Nú er ég aö hefja upptökur á nýju plöt- unni og ekkert annað sem kemst að. Hún verður reyndar tekin upp á höfuöborgarsvæð- inu. Já, ég keyri alltafá milli. íg elska að keyra og er að njóta landsins betur en nokkru sinni fyrr. Á minum Nissan Patról eldgömlum. Þvælist um á honum. Það er mitt prósakk að keyra um landið og flakka." Gamla DV-veldið haslar sér völl í hjarta höfuðborgarinnar. Kaupir eina glæsileg- ustu húseignina á Skólavörðustíg og hellir sér aftur út í kaupmennsku. f disar, mun ekki vera virkur í húsakaupum fjölskyldunnar á Skólavörðustíg. Eyjólfur fæst nú við ráðgjöf á viðskiptasviðinu enda þraut- reyndur og fiiu slyngur á þvísviði. jS Sveinn Eyjólfsson Faðir DV lætur til sln taka á ný. Gamla DVveldiö kaupir Tösku- og hansjiilúðina Fyrrum eigendur og stofnendur DV hafa fest kaup á fasteigninni að Skólavörðustíg 7 og stimpla sig þar með á ný inn í íslenskt viðskiptalíf. Tösku- og hanskabúðin, sem verið hefur í húsinu um 40 ára skeið, fylgir nefnilega með í kaupunum: „Það er ekki ég sem er að kaupa þetta heldur hún Dísa mín,“ segir Sveinn Eyjólfsson, stofnandi DV, og á þar við Fílédísi dóttur sína sem er vel þekktur arkitekt. „Hún kaupir alla fasteignina og Tösku- og hanskabúðina lika. Mér skilst að hún ætli að búa á efstu hæðinni og reka verslunina áfram. Til stendur að hækka húsið með því að byggja ofan á það. Ekki mikið heldur lyfta aðeins þakinu," segir Sveinn og á honum er að heyra að staðsetning hússins þarna á horninu á Skóla- vörðustíg og Bergstaðastræti sé góð. „Miklir möguleikar," segir hann. Ritarinn afgreiðir Athygli vekur að einkaritari Sveins Eyjólfssonar og Eyjólfs sonar hans um áratugaskeið, Gréta Odds- dóttir, er þegar farin að vinna í Tösku- og hanskabúðinni: „Hér er gaman að afgreiða," segir hún.“ Sveinn segir að Gréta gegni einnig öðru hlutverki í húseigninni því hún sé rekstrar- stjóri þess alls. Blaðasali í 40 ár „Ég er ekki óvanur því að fást við kaup- mennsku þannig að leggst allt vel í mig," segir Sveinn Eyjólfsson. „Ég var blaðasali í 40 ár.“ Sveinn Eyjólfsson er stofhandi DV og var útgáfustjóri og ffamkvæmda- stjóri blaðsins lengst af. Á hans tíma lifði blaðið mestu blómatíma sfna og innleiddi margt af því besta sem gert hefur verið í íslenskri blaðamennsku ffá upphafi. Blað sem braut blað. Nýir eigendur steyptu síðan þessu afkvæmi Sveins í þrot með eftirminni- legum hætti og í fram- haldinu var það end- urreist í anda hans og í því formi sem lesendur þekkja í dag. Eyjólfur Sveinsson, sonur Sveins og bróðir Hlé- Hlédís Sveinsdóttir Arkitekt- inn sem ætlar að byggja ofan á Tösku- og hanskabúðina. Það er ekki eg sem er ad kaupa þetta heldur hún Disa mín." Fyrsta skóflustungan tekin að glæsilegri innisundlaug Vatnsleikjagarður byggður milli sundlauga Það voru margar hendur sem tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri 50 metra innisundlaug í Reykjanes- bæ í gær þegar börn frá leikskólan- um Garðaseli settu skóflu í jörð. Þeim til aðstoðar voru nemendur í Myllubakka- og Holtaskóla sem munu koma til með að sækja skóla- sund í nýju laugina. Sundlaugin verður tekin í notk- un í mars á næsta ári og mun vatnaleikjagarður einnig verða undir þaki byggingarinnar. Sund- laugin, sem er 15,5 metrar á breidd, 1,5 til 1,8 metrar á dýpt og hefur 6 brautir, uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru fyrir keppni í alþjóðleg- um sundmótum nema meistara- mótum. í miðri sundlauginni mun verða Barnahópurtekur fyrstu skóflustung- una G iæsileg 50 metra innisundlaug með vatns- brú sem hægt verður að lyfta og breyta þannig laug- inni í tvær 25 metra laug- ar, en þetta er gert með það fyrir augum að hægt verði að kenna tveimur bekkjum skólasund í einu. Þá verða upptakanlegar botnein- ingar í grynnri enda laugarinnar og því hægt að gera hana eins metra djúpa fyrir ung börn. Byggingin verður byggð við útisundlaugina í Keflavík og verður það vatnsleikjagarðurinn sem skil- ur inni og útisundlaugarnar að. Heildarkostnaður er áætlaður um 645 milljónir króna. Árekstrahrina í Reykjavík Skyndileg hálkutíð plagaði reyk- víska ökumenn eins og aðra á suð- vesturhorninu í gær. Um hálffjögur í gær var búið að tilkynna tuttugu og þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar var mikið um aftaná- keyrslur. Lögreglan telur útskýring- una á þessari hrinu árekstra vera þá að ökumenn voru óviðbúnir eftir einmunatíð undanfarinna vikna. í einu tilvikinu var um þriggja bíla árekstur við Rauðvatn að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.