Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 37
DV SJónvarp Menn deila stundum um það hver hafi verið fyrsta íslenska pönkhljómsveitin. Hins vegar er ekki hægt að deila um að nú í mars eru 25 ár liðin frá því að fyrsta íslenska pönkplatan kom út. Þetta var plata Fræbbblanna, False Death. Sprengjusérfræðingar í írak hlustaá Björktilaðslakaá Fræbbblarnir pönkai Kópavogsbíói 1979. Fyrsta fslenska pönkplatan Valli f Fræbbblunum erfitt aö hætta I pönkinu. Þrjú lög voru á þessari litíu hvítu plötu, m.a. bandbrjáluð útgáfa af ástarsöng Johns Travolta og Oliviu Newton-John, Summer Nights úr Grease. „Tónlistin úr Grease tröllreið öllu á þessum tíma og við vildum náttúr- lega fara í taugamar á fólki með því að misþyrma laginu," segir Valgarð- ur Guðjónsson, Valli í Fræbbblun- um. „Þar fyrir utan fannst okkur bassah'nan í laginu dálítið flott.“ Hver á rassinn? Lögin voru tekin upp á íslandi 1979 og platan kom út hjá litíu merki í Sheffield, Limited Edition Records, en Einar Öm Benediktsson hafði komið sambandinu á. Á framMið- inni er mynd af blómi sem stendur út úr rassi og mikið var pælt í því á sínum tíma hver ættí hinn spengi- lega rass. „Náunginn þarna í Shef- field sá alveg um umslagið og það voru miklar vangaveltur um hver væri maðurinn á bakvið rassinn," segir Valli. „Við héldum að þetta væri einhver nákominn Einari Erni og datt okkur einna helst í hug að þetta væri rassinn á Ásgeiri tromm- ara í Purrki Pillnikk." Hin dularfulla rassráðgáta komst þó upp um síðir. „Ég fékk rafpóst frá einhverjum Kana sem sagði að þetta væri rassinn á sér,“ segir Valli. „Hann var víst vinur náungans í Sheffield og bauð sig fram í mynda- tökuna.“ Fræbbblarnir fengu 500 eintök send til íslands og reyndu að selja. Það gekk svo treglega að Fræbbbl- arnir veittu sjálfum sér gullplötu fyr- ir fyrstu 10 seldu eintökin. Platan mjatíaðist þó smám saman út og er safiigripur í dag. Fer á tíu þúsund kall eða meira í safnarabúðunum. Fjölmenni upp á svið Fræbbblarnir halda upp á afmæli fyrstu íslensku pönkplötunnar í kvöld með gríðarlegu húllumhæi á Grand Rokki. Ætla að spila lög frá öllum ferbnum og fá til sín helling af gestum. í Fræbbblunum hafa verið um tuttugu manns frá upphafi og munu þefr langflestír stíga á svið í kvöld. Þá ætía m.a. Jakob Magnús- son, Óli Palli og Freyr af Poppland- inu, Steinn og Brjánn úr Blóðtaktí, Halb Reynis og fjöllistamaðurinn Stefán Valgeirsson að troða upp með Fræbbblunum. Gleðin hefst um miðnættið, frítt er inn og drykk- urinn sem Fræbbblarnir sungu um verður á spottprís. Valli á von á því að þetta verði síðustu tónleikar sveitarinnar í nokkurn tíma, enda eru Fræbbblar farnir að þreytast eftfr mikið stuð síðustu misserin. í fyrra fluttu þeir inn The Stranglers, gerðu frábæra plötu og hjálpuðu til við að gera heimildarmynd um sig. „Já, þetta verða lokatónleikamir í bili, en við erum samt komin í gang með næstu plötu," segir Valfr, enda erfitt að hætta í pönkinu. Deild sprengjusérfræðinga frá Suður-Afríku er stödd á svokölluðu Grænu svæði í Bagdad, þar sem helstu stofnanir íraks eru staðsettar, um þessar mundir. Starfið sem deildin vinnur er vægast sagt stressandi og besta leið þeirra til þess að slaka á er að spila tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur. Mike Nortje, ráðgjafi sem vinnur við deildina og DV náði tali af, sagði: „Þetta er mjög viðkvæmur partur af heiminum sem við erum í núna. Rétt áðan rigndi yfir okkur sprengj- um vegna opnunar írakska þings- ins." Þessi deild, sem ekki má nefria af öryggisástæðum, sérhæfir sig í að af- tengja og eyða jarðsprengjum. „Ég hef unnið í írak í ár núna og ég hef unnið við ýmis störf í Bagdad og Basra, þar á meðal jarðsprengjuleit og -eyðingu. Þessi vinna er ótrúlega stressandi þar sem við megum búast við að verða fyrir sprengjuárás á hverri nóttu. Einnig vinnum við á jarðsprengjusvæðum og þurfum alltaf að vera viðbúnir skotárásum uppreisnarmanna," sagði CUnton Sturgess sprengjusérfræðingur í samtaU við DV. Sturgess hefur verið aðdáandi Bjarkar árum saman: „Ég hef hlustað á tónlist Bjarkar í langan tíma, síðan Debut kom út, hún er mest spilaða tónUstin í vinn- unni. Okkur finnst tónUst hennar veita okkur innblástur og á sama óvæntan tíma mjög afslappandi. Við getum glaðning aUir samsvarað okkur henni þar sem sem hún hún er laus við tilgerð og trú eigin planar sannfæringu." að Sturgess er það heiUaður af Björk senda að hann hefur látið merkja sig fyrir þeim á lífstíð. „Ég er með sama vflángaátta- næst- vita og hún tattúveraðan á upp- unni. handlegginn. Tattúið hjálpar mér að takast á við vinnuna hérna í eyði- mörkinni, hjálpar mér að halda átt- um og mér finnst ég nær tónlist hennar." Björk Guðmundsdóttir hefur að sögn verið látin vita af strákun- um í deildinni og tónlistaráhuga *’ þeirra og er hún að taka saman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.