Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 Neytendur J3V Steini sleggja er þúsundþjalasmiður DV og reddar málunum fyrir les- endur. Hann tekur ámóti áþendingum og svarar spurningum lesenda í gegnum netfangið heimiii@dv.is. Hér eru málin: 40 sm á lengd, 20 á hæð og 18 á dýpt. Skrúfað á vegg- inn, stendur ekki á gólfinu. Er sam- kvæmt nýjustu tísku, konan sá þetta í einhverri bíómyndinni og pantaði þetta. Ég átti afgangs MDF-timbur- efni frá því að ég hafði smíðað stóra hillusamstæðu og kallinn þurfti því að gjöra svo vel að leggjast yfir þetta allt saman og hefja hönnun og svo smíði. Smart náttborð með stfl- hreinar hvítar línur. Gott ef Vala Matt er að koma í heimsókn og þú vilt hafa eitthvað brilljant f svefti- herberginu. MDF hentar vel MDF er mjög þægilegt í vinnslu og er notað mjög mikið í húsgagna- smíði. Þetta er tilbúið timburefni sem hægt er að fá allt frá 4 mm upp f 30 mm í þykkt. Hægt að kaupa heilar og hálfar plötur í byggingar- stórmörkuðum. Einnig hægt að hringja inn mál og þeir saga efnið eftir þeim og þú skrúfar það svo saman. Er eiginlega betra en að vera að gaufa við þetta sjálfur, sérstak- lega ef eftiið er í þykkara laginu. MDF er þyngra í sér en timbrið og vinsældir þess má rekja til hversu einsleitt það er, það breytist ekkert. Er alls staðar jafn sterkt og það verpist ekki eða ofþomar -eins og timbur gerir. Ef þú vilt saga þetta sjálfur er best að nota hjólsög eða hreinlega gömlu góðu timbursögina og fara sér hægt yfir. Venjulegar stingsagir ráða ekki við svona þykkt. Ég sagaði þetta þannig að ég setti bæði topp- og botnstykkið saman, skrúfaði það fast á vinnuborðið mitt og dró h'nu, lagði vinkil að henni og sagaði eftir vinklinum. Þá fékk ég beinan og hreinan skurð. Pússaði svo yfir með sandpappír númer 150. Samsetning hefst Þá hefst vinnan. Efnið er þess eðlis að það þarf að bora fyrir skrúf- unum, annars springur eftiið bara. Ég notaði 4 mm skrúfur og notaði því 21/2 mm bor (1), snaraði svo úr svo skrúfuhausamir hyrfu ofan í Undanfarið hefur gengið í sjónvarpi auglýsingaherferðin Pössum börnin betur. Hún ávarpar alla þá sem reglulega fá lítil börn inn á sín heimili og þær hættur sem geta leynst í hverju horni. Mikilvægt sé að útbúa heimilið þannig að börn- in eigi sem minnsta hættu á að slasa sig. Annars er það aðeins tímaspursmál hvenær slys á sér stað. Heimili griðastaöur 60% allra slysa sem börn á aldrin- um 0-4 ára verða fyrir eiga sér stað á heimilinu eða í næsta nágrenni þess. í fyrra þurftu tæplega 1400 börn að leita sér læknisaðstoðar vegna slysa, sum alvarleg og sum ekki. Foreidrar og forráðamenn barna bera ábyrgð á barninu, sem er eðlislægt að láta reyna á getu sína og svala forvitni sinni. Eðli slysa er vissulega að þau geri ekki boð á undan sér en foreldrar geta og verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fyrirbyggja slys. Ekki einungis foreldrar, heldur einnig afar og ömmur, dagforeldrar og allir þeir sem em reglulega með lítil krfli inni á sínu heimili. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá sjónvarpsáhorfendum að auglýsingaherferðin Pössum börnin betur fjallar einmitt um slys 0-4 ára barna. Herdís Storgaard hjá Lýð- heilsustöð segir að tilefnið sé ærið, tölfræðin um slys bama sé sláandi. „Aðalorsök slysanna, um 60% þeirra, er að barnið dettur eða hrasar," segir Herdís. „Það er mjög mikilvægt að lyfta bami aldrei upp á hærra svæði, til dæmis hjónarúmið, sófann, inn- kaupakerrur, eldhúsborðið eða skiptíborðið svo eitthvað sé nefnt. Oft gerir fólk þetta en gengur svo í burtu og barnið stíngst á höfuð- s ið. Þetta er þumalfing- ursregla sem á að lifa eftir, aldrei að skilja bamið einhvers stað- ar eftir þaðan sem það kemst ekki sjálft." Herdís Storgaard „Foreldrar verða að vera meðvitaðir um slysahætturnar sem geta leynst á heimilunum." r Lýðheilsustöðar, lydheilsu- stod.is, undir „fræðslu" megi finna úttekt á því hver geta bams ættí að vera eftir aldri. Það er því hægt að gera viðeigandi ráðstaf- anir á heimilinu. Til er margs konar útbúnað- ur tíl að gera heimilið ömggara, allir ættu að kannast við skápalæsinguna og skífuna sem gengur inn í raf- magnsklóna. Það er aðeins brot af úr- valinu og brot af þeim ráðstöfunum sem þarf að gera á heimilinu. Her- dís tekur fram að hversu vel sem heimilin em búin slflcum vörn- um megi aldrei . treysta þeim í blindni. ekki slysagildra barnið sitji eðlilega við borðið. Slíkir Hún tekur „ S^oðfotavTvegg^aZa^nendann stólar em oft hættulegir einnig fram að . , ogtildæmis bókaskáp eða eldavél!hinn en hægt er að gera mikilvægt er að 1 ' -—-——--- barnið sitji eðlilega við borðið. Slfldr stólar em oft hættulegir en hægt er að gera einfaidar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir mesm slysahættuna. „Ailir barnastólar þola bara ákveðinn halla," útskýrir m Puttavörn Settá hurðir svo þær lokist ekki alveg og klemmi þarmeð litla fingur. Herdís. „Fólk vill samt ein- faldlega ekki trúa því að þessir stólar geta oltíð aft- ur fyrir sig. Þeir gera það samt ef barnið annað hvort spymir í borð- plötuna, borðfótinn . - eða brfldna sem er ' undir borðinu. Börn hafa nefni- Hún tekur einnig fram að mikilvægt er að böminséuíbeisli í stólnum, ekki | þurfi mikið tíl þess að þau nái að ’ prfla upp úr honum. „En þessi börn sem hafa dottíð með stólnum hafa verið í beisli en foreldra hefur ekki órað fyrir að þau gæm spymt sér svona fast frá borðplötunni." Veggfesting Einfaldur útbúnaður sem hægt er að festa við vegg i annan endann °9 tlldæmisbókaskáP eð° eldavél íhinn. Eldavélin Eldavélin er einnig hætm- leg en margir gera sér ekki > grein fyrir því. „Margar eldavélar standa frítt í inn- réttingunni, em einfaldlega á fjómm fótum. Þær em gtíúrlega þungar og geta auðveldlega oltíð. Það urðu tvö stóralvarlega slys í fyrra, þar sem böm brenndust. Þau opnuðu ofninn, stígu ofan á ofnlokið og fengu Öryqqi barna á heimilinu _ r i ít* . —l____: un A L\ít/trti/ii h/inmn m/P fn^hy,kiHægtaðfela ‘ongar snurur, til dæmis úr lampa, svo þær þurfi ekki „a '"1° á gótfinu að óþörfu. Getur skapað falskt öryggi Herdís segir að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir getu barnsins miðað við þroska og ald- ur. Hún bendir þó ^ á að á heima- ■L. síðu \ Fyrir ofnurð Útbún- aðursem kemur I veg fyrir að barn geti opn- að ofnhurð á eldavél. ~J „Það má líta á þetta sem töf. Það tek- ur bamið lengri tíma að komast til dæmis í eldhússkápinn en ella og foreldrum gefst meira svigrúm til að átta sig á því hvernig er í pottinn búið og koma í veg fyrir slys. Þaö má ekki einfaldlega treysta því að ekkert gerist." Barnastóllinn Flest ef ekki öll böm eiga sinn stól við matarborðið, sérstak- an bamastól sem er nógu hár þannig að Hnappalok Hnappar á eldavélinni eru teknir af, lit■ aða bakið á lokinu er sett á og þá er hægt að setja hnappann aftur á og loka fyrir með glæra lokinu. lega mikinn kraft í fótun- um. Hægt er að kaupa ódýra lausn, nælon- bönd með Fyrir hvöss horn Hægt að koma fyrir á horðum borðs til að draga úr skellin- um efbarn hrasar og lendir á borðinu. smellum sem hægt er að festa við borðið. Þetta er einföld vara, 1 meter á lengd, sem hægt er að kaupa í öllum útivistarbúðum. Á sítt hvorum endanum er spenna, eins og í reiðhjólahjálmum. Þá klippir maður bandið jf W í sundur, festir ann- * ' anhlutannviðborð- ið, hinn við stólinn. Svo er barnið sett að borðinu og smellir með einu handtaki." / Eftirfarandi gátlisti er geröur meö þaö í huga að foreldrar, afar og ömm- ur, dagmömmur og allir þeir sem þurfa geti gert heimili sfn örugg fyrir börn sem þar kunna að dvelja. Efsvalir eða tröppur eru á húsinu, er hand- rið þannig að ekki sé hægt að klifra á þvl? Er bil milli rimia ihandriði minnaen 10 sm? Efstigar eru með opnum þrepum, er bilið milli þrepa 10 sm eða minna? Eru stigar með öryggishliði bæði uppi og niðri7 Er svalahurð með öryggislæsingu? Er gler I hurðum ábrjótanlegt eðameð öryggisplasti? Efgufubað er I húsinu, er auðvelt að opna hurð þess innan frá? Eru giuggar þannig að ekki sé hægt að opna þá meira en 10 sm? Eru hættuleg efni, t.d. uppþvotta- og ræsti- efni geymd ískáp með öryggislæsingu? Eru oddhvassir hlutir, hnífar og önnur hættuleg tæki geymd á stað sem börn ná ekkitil? Eru blöndunartæki meö hitastilli þannig að vatn verði ekki heitara en 40 'C I baðher- bergi og 55 'C I eldhúsi? Er gólfi baðherbergi stamt? Er baðkar/sturtubotn stamur? Eru rafinnstungur öruggar (öryggislæs- ingar eða tappar I innstungum)? Er lekaleiðari á rafkerfinu? Erhámarkshiti mistöðvarofna 60'C? Efkojur eru á heimilinu er grind til að tryggja að barn geti ekki fallið úr kojunni? Eru hillur og skápar fest við vegg? Eru lampar i barnaherbergjum fastir og út- búnir þannig að ekki sé hægt að setja þá undirsæng? Eru reykskynjari, slökkvitæki og eld- varnarteppi á heimilinu? Eru öruggar hirslur fyrir lyfog eiturefni á heimilinu? Hafa eitraðar plöntur verið fjarlægðar? Hafa hættuleg og/eða slitin leikföng verið fjarlægð? Eru eldfæri og tóbak geymd þar sem börn ná ekki til? Efheitur potturer við heimilið, er læsanlegt lok á honum og hann afgirtur? Er neyðarnúmerið 112 við simann?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.