Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 18. MARS 2005 Fréttir DV Hildur Vala EMóttir Hildur Vala þykir vera með mikla útgeislun og skemmti- legur og góður vinur. Idol- stjarnan er fyrir utan það að sjálfsögðu frábær söngkona og flestum líður vel að horfa á hana á sviði. Margir segja það há hertni hversu lítið hún er fyrir við- töl og að tranasér fram í fjölmiðlum. Það fór líka í taugarnar á einhverjum hversu mikil dúlla hún er hvort sem það er galli eða ekki. „Það er nú bara þannig að dómurum og kepp- endum erhaidið I sund- ur á meðan á keppninni stendur þannig að ég þekki hana ekki neitt. Ég get þó sagt um hana að hún er afskap- lega sæt, stórgóð söngkona og með góða dómgreind. Ég hlakka mikið til að vinna með henni. Ég á mjög erfitt með að finna einhverja galla á henni eftir frammistöðuna I síðasta þætti." Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson lcfol-dórnari „Hildur Vala kemur til dyr- anna eins og hún er klædd og gerir hlutina með hjartanu. Það sást best á frammistöðu henn- ar I Idol-Stjörnuleit. Þetta er hlý og einlæg stúlka og það fleytir henni eflaust langt I framtíðinni. Á þessum stutta tlma sem ég hefþekkt hana hefur henni ekki tekist að sýna mér neina teijandi galla, kannski þá helst að það vahtar á hana annan spékoppinn." Jóhannes Asbjörnsson Idol-kynnir „Sko, hún er náttúrlega bara fyrstog fremst yndisleg stelpa og svakalega skemtileg að vera með. Hún er ofsalega bara heil i gegn og svolítil sveita- stelpa, það er ekki enn búið að ná að spilla henni. Og svo fyrir utan alltþettaþáerhún náttúrlega frábær söngkona. Ég hefl raun ekki kynnst neinum göllum á henni en það er þá einna helst hversu lltið hún er fyrir viðtöl, ég gleymdi stundum að taka viðtal við hana." Svavar örn, umsjónarmaöur Idol extra Hildur Vala Einarsdóttir er fædd áriö 1982 og stundar nám í Háskóla Islands. Hún sigr- aði í Idolstjörnuleitinni með glæsibrag og hefur heillað íslensku þjóðina meö frábærri framkomu sinni og fagurri röddu. Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál á hendur manni sem var kærður fyrir að misnota kynferðislega niu ára stúlku á fjögurra ára tímabili. Barnaverndarnefnd kom málinu til yfirvalda eftir viðtöl við fórnarlambið. Eftir tveggja ára bið með- an sýslumaðurinn á Patreksfirði rannsakaði málið segir Anna Gísladóttir, móðir stúlkunnar, að niðurstaðan sé mikið áfall. Hún segir of mikla sönnunarbyrði lögð á fórnarlömb i slíkum málum. Lélu manninn sem nauðuaði níu ára dáttur minni slenpa „Ég skil ekki af hverju þeir létu málið falla niður," segir Anna Gísladóttir, móðir sem býr í Þorlákshöfn. Fyrir tveimur árum komst upp um áralanga misnotkun fyrrverandi sambýlis- manns önnu á dóttur hennar. Málið þótti mjög alvarlegt og var tekið til rannsóknar af Sýslumanninum á Patreksfirði. Nú, tveimur árum síðar, fékk Anna bréf. Ekki þóttu nægilegar sannanir til að gefa út ákæru á hendur manninum. Anna Gísladóttir Villaö réttlætið í málinu gegn fyrr- verandi sambýlismanni hennar nái fram að ganga. „Þeir segja að það vanti frekari sannanir til að ákæra manninn," segir Anna. Hún byrjaði með honum árið 1991 en árið 1997 lést faðir dótt- ur hennar. Þá var dóttir hennar níu ára gömul og segir Anna að misnotk- unin hafi byrjað strax árið eftir. Mis- notkunin hafi svo varað allt til ársins 2001 en þá hafi hún flutt suður til Þorlákshafnar í leit að hjálp fyrir dóttur sína sem farin var að sýna merki um félagslega einangrun. Áralöng misnotkun „Ég bað um aðstoð hjá Bama- verndamefnd og í febrúar 2003 sagði dóttir mín loksins frá því hvað hafði gerst," útskýrir Anna og tekur fram að það hafi verið Barnaverndar- nefnd sem fór fram á rannsókn í málinu. „Þá fór maður að átta sig á ýmsum hlutum. Dóttir mín var til dæmis hætt að geta farið í skólann. Hún hafði verið í keppnisliði í sundi en var hætt því. Andieg líðan hennar varekkigóð." Ógeðfelldar lýsingar Anna segir dótturina hafa'verið tekna í viðtöl í Bamahúsi. Þar hafi málið komist upp á yfirborðið. „En sem vitni í málinu fékk ég ekki að vita allar stað- reyndir. Þó skildist mér að þetta væri með ljótustu málum " _ íkvðrftun‘00*014 sem komið hefðu upp. Svb sá ég einu sinni bréf sem dóttir mín hafði skrif- að um misnotk- unina. Sumt gat hún bara ekki fært í orð. Þá brotnaði ég niður því ég hafði ekki vitað hve alvarlegt þetta var. Lýsingar hennar á því sem mað- urinn gerði vom hreint út sagt ógeðslegar." Erfitt samband Anna hafði sagt skilið við mann- inn árið 2001. Hún segir síðustu árin í sambandinu hafa verið undarleg. Maðurinn hafi verið fjarlægur og sýnt henni lítinn áhuga. „Þegar maður h'tur til baka finnst manni að maður hefði átt að sjá hvað var að gerast. Ef hann gat leynt þessu fyrir mér er greinilegt að hann vissi hvað ísm Vwm vift tKauúto Bréf ríkissaksóknara til Önnu Málið fellt niður vegna ónógra sannapa. hann var að gera. Réttar- kerfið er samt þannig að öll sönnun- arbyrðin er sett á þolenduma," segir Anna sem er gagnrýnin á yfirvöld sem henni finnst ekki hafa staðið sig sem skyldi í þessu máh. Vill níðinginn í fangelsi Það sem Anna gagnrýnir er aðal- lega að ekki skyldi hafa verið fenginn utanaðkomandi aðili til að aðstoða við rannsóknina. Sýslumaðurinn á Patreksfirði hafi alfarið séð um hana; eitthvað sem Anna telur óeðli- iegt þar sem fyrrverandi sambýlis- maður hennar hafi verið f opinberri stöðu. „Það er hræðilegt eftir tveggja ára bið að fá eitt bréf um að málið hafi verið látið niður falla. Ég vil að þessi maður fari í fangelsi," segir | Anna. Máliðfellt niður Jónas Sigurðsson, yfirlögreglu- stjóri á Patreksfirði, segir að mál Önnu hafi fengið eðlilega meðferð og verið að lokum sent til rlkissak- sóknara. „Nei, það kom ekki til greina að fá utanaðkomandi aðstoð. Það var bara eðlilegur gangur á þessu máh eins og öðrum," segir jónas. í bréfi ríkissaksóknara til Önnu segir orðrétt: „Ekki em efni til frekari rannsóknaraðgerða, en það sem fram kom við rannsókn málsins þyk- ir ekki nægilegt eða líklegt til sakfeh- is og er það því hér með feht niður." simon@dv.is j Hálkan kom ökumönnum á óvart ökumenn lentu í vand- ræðum í Hafnarfirði í hálku sem skyndilega skah á um miðjan dag í gær. Að sögn sjónarvotta lentu að minnsta kosti fjórir bílar saman á Reykjavfkurvegin- um. Engin slys urðu á fólki og skemmdir á bílum vom minniháttar. Mikil hálka var á veginum þegar óhappið átti sér stað og virðist hún hafa komið ökumönnum í opna skjöldu, jafnvel þeim sem vom á vel skóuðum hjól- börðum. Grannt er fylgst meö komu kiðlinganna Geiturnar eru á barmi burðar „Við erum farin að fylgjast með geitunum en við vitum ekki hvenær þær nákvæmlega vænta sín. Kappi sálugi átti glaða daga áður en hann var allur og hjá honum og geitun- um sex var það náttúran ein sem réði og ástir vom eins frjálsar og þær geta verið," segir Margrét Halldórsdóttir yfirdýrahirðir í húsdýragarð- inum, um þungaðar geitur í garðinum. Fæðingin helgast af fengitíman- um en geitur em yfirleitt með einn en stundum tvo kiðlinga. Geitur ganga með í 5 mánuði og Margrét segir að ekki sé á annað hættandi en fylgjast grannt með þeim. „Þær em ólíkar kindunum að því leyti að á þeim er erfitt að átta sig á að fæðing sé farin af stað, nema að skoða þær vel. Þær eiga líka th að vera feimnar og eru ekki Geitur eru feimnar Þær leyna því vel að þær séu komnar að burði en starfsfólkiö fyigist með þeim daglega því kiðlinga má vænta dag hvern enda nutu þær frjátsra ásta með hafrinum Kappa heitnum. alltaf reiðubúnar því að við séum mikið að vasast í þeim að þessu leyti. En það verður ógurlega gam- an að fá kiðlinga sem njóta mikilla vinsælda hjá börnunum," segir Margrét. Klúbbur matreiöslumeistara ályktar Harma fyllerí kokka Klúbbur matreiðslumeistara hefur sent ff á sér yfirlýsingu vegna hegðunar kokka á matreiðslusýningunni Matur- inn 2005 sem haldin var á Akureyri um helgina. Lögreglan á Akureyri staðfesti við DV í gær að hún hefði verið kölluð til vegna slagsmála kokka á sunnudags- morgun og að fundist hefði dóp á hót- elherbergi kokks. Þá var kokki hent út af veitingastaðnum Kaffi Karólínu fyrir ósæmilega hegðun. Klúbbfélagar í Klúbbi matreiðslumeistara harma þennan atburð. „Þessi atburður átti sér stað að næturlagi, riðsfjarri matvæla- keppnunum sem KM stóð fyrir. Viljum við koma því á framfæri að hvorki klúbbfélagar í Klúbbi matreiðslumeist- ara né íslenska kokkalandshðinu komu nálægt þessum atburði," segir í yfirlýs- ingunni sem Gissur Guðmundsson for- maður Klúbbsins skrifar undir fyrir hönd skipuleggjanda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.