Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 9. APRlL 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Útgefandl: GunnarSmári Egilsson Ritstjórl: MikaelTorfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlið 24,105 Rvik, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvlnnsla: Isafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Jónas Kristjánsson heima og að heiman Pólitlsk sátt hefur náðst um nýtt fjölmiölafrum- varp milli flokka rlkis- stjórnarinnar, sem telja sig þurfa harma að hefna, og stjórn- lyndra vinstriflokka stjórnar- andstöðunnar, sem hafa gam- an af að skipuleggja lífið og til- veruna. Nýja frumvarpiö mun ekki bæta flölmiðlana um eitt milligramm. Og það þjónar örugglega ekki heldur þörfum taugaveiklaðs ráðherra, sem í fýrra skók DV framan I þing- heim og sagði það skopast að ráðherrum. Hugsið ykkur, skop- ast að ráðherrum! Frumvarpið eflir ekki heldur sósíalisma stjórnandstöðunnar, sem hefur áhreinkað sig á afskiptum af stjórnarskandal. 100% ejgnaraðlld ^e^^Nýja frumvarpið set- , ur mörk viö kfjóröungseign- i araðild eins | aðila að fjöl- miðlum, sem hafa þriðjungs fýlgi meðal not- enda. Samkvæmt þvl er brýnast að byrja á Ríkisútvarpinu, sem hefur einn 100% eignaraöila og næga markaöshlutdeild. Sam- kvæmt anda frumvarpsins er eðlilegt, að eignaraðild út- varpsins veröi skipt upp. Þannig gætu Þjóökirkjan, Neyt- endasamtökin, Samband ís- lenzkra sveitarfélaga, Alþýðu- sambandið, Samtök atvinnulffs- ins, Kennarasambandið og Bandalag íslenzkra listamanna og fleiri fengið gefins 10% hlut hvert og myndað útvarpsráö. Brýnna að laga rfkismiðilinn en einkamiðlana. Fáokurt á tófca»HIS ar eru háöar fá- okun en Rfkis- útvarpið og aðrir fjölmiðl- ar. Ef þing- menn vilja hindra slæm áhrif þröngs eignar- halds á lykilsviðum Iffsins, geta þeir einnig snúið sér að benz- íni, tryggingum, flugi, bönkum, og svo framvegis endalaust. Þeir geta sett reglu um mörk viö fjórðungs eignaraðild f fýrir- tækjum með þriðjungs mark- aðshlutdeild. Slfkt ætti raunar að vera gleðiefni stjórnlyndum flokkum, sem vilja skipuleggja einkaframtakið. Sennilega eru til atvinnugreinar, þar sem fá- okun er orðin skaðlegri neyt- endum en meint fáokun fjöl- miðlanna, sem raunar enginn hefur séö. *o rtJ -XL <D «o irj «o <V Páll Baldvin Baldvinsson Arfleifð Ingibjargar Sólrúnar í borginni brennur rí borgarbúum Hallelújakór gagnryndur Aheimasíðu Ingibjargar Sólrúnar vitna stuðningsmenn í formanns- kjöri Samfylkingar eins og heittrú- aðir um kosti hennar og ágæti. Nafnarun- an er löng. Margir þeirra eru skjólstæðing- ar meirihlutans í borgarstjórn og félagar hennar úr pólitíkinni. Lofrullan birtist þegar lóðaskortur í Reykjavík nær sögulegu meti. Ingibjörg og félagar hennar bera ábyrgð á hvaða svæði hafa verið brotin til nýbygginga í Reykja- vík. Þess vegna hefur örust uppbygging orðið í nágrannasveitarfélögunum. Ánægjukórinn kvakar meðan umferðar- ástand í Reykjavík verður æ verra við- fangs. Endurbætur á samgönguæðum um höfuðborgina ganga hægt. Nýjar brautir komast ekki á blað á vegaáætlun. Víst eru þær flestar á samráðsvettvangi borgar og ríkis. Sú leiðsögn forystu í borginni hafði ekki pólitískan styrk til að ná mönnum saman svo knýja mætti samgönguyfirvöld til að ráðast í Sundabraut og önnur mann- virki sem eru orðin brýn. Hamingjuóskir henni til handa hljóma þegar ráðstafað er stórum skákum úr Vatnsmýrinni til hagsmunaaðila. Það sneiðist æ meir af því landi sem ætti að nota til íbúðabyggðar frá Kvosinni að Skerjafirði. Um alla borg rekast á hagsmunir ná- granna og framkvæmdaaðila. Hverfa- hreyflngar takast á við ósveigjanlegt valdsamráð embættismanna og verktaka. Sokkinn er sá kostnaður sem Ingibjörg og félagar létu viðgangast í hallarekstri Línu.Nets sem þau hafa aldrei vUjað gang- ast við að hafi verið glópska. Arfleifð Ingibjargar Sólrúnar í borginni brennur því á borgarbúum. Samfylkingar- menn ganga tU formannskjörs eftir tæpan mánuð. Framgangur í pólitísku starfi heimtar hollustu við stefnumið sem menn vUja ná. Frambjóðendum er hollari grunduð gagnrýni en látlaust hól. jMMn- rétlindi lil iiénimr 1#|ólög sem -HJfllSingi gæti sett á íslendinga Brjóta upp og neyða eigendur til að selja fjölmiðla með 30% lestur samkvæmt Gallup. FRJÁLSHYGGJUMENN SENDU frá sér yfirlýsingu í gær og mótmæla því að almenn sátt sé um störf fjöl- miðlanefndar menntamálaráðu- neytisins. Við hér á DV skrifum fúslega undir yfirlýsingu Frjáls- hyggjufélagsins en þar er sagt að ekki sé hægt að gera greinarmun á á tjáningarfrelsi og eignarhaldi á fjölmiðlum: „TJÁNINGARFRELSI ER EKKI bara fyrir hópa. Einstaklingar eiga líka að hafa tjáningarfrelsi. Þess vegna á ekki að leggja þá skyldu á fólk að það tjái sig í félagi við aðra og eigi minna en 25% í fjölmiðlafyrirtækj- HÉR ERVÍSAÐ til vitlausra tillagna fjölmiðlanefndarinnar um að ef miðUl, dagblað, útvarp eða sjón- varpsstöð, verður svo vinsæll að „Einci líklega skýring- in á þessum þrengri lagaramma fjölmiðla, er ótti stjórnmála- manna við það sem frjáls fjölmiðill gæti haft að segja um þá." Fyrst og fremst hann fái 30% í könnunum Gallup eða nái 30% af markaðinum með einhverjum hætti verði að búta fyrirtækið niður og selja í 25% bút- 0G NIÐURSTAÐA Frjálshyggjufé- lagsins segir allt sem segja þarf um störf nefndarinnar sem hefur kom- ist að niðurstöðu sem brýtur í bága við margt sem venjulegu fólki á Is- landi þykir sjálfsögð mannréttindi: „ÞETTA ER LÉLEG tilraun stjórn- málamanna til þess að koma böndum á frjálsa fjölmiðla í land- inu. Eina líklega skýringin á þess- um þrengri lagaramma fjölmiðla, er ótti stjórnmálamanna við það sem frjáls fjölmiðill gæti haft að segja um þá. Frjálshyggjufélagið gagnrýnir þá stjórnmálamenn, sem lögðust / gegn fjölmiðlafrumvarpi í fyrra / undir merkjum tjáningarfrelsis / og styðja þessar hugmyndir. < Eðli þeirra er hið sama; um er að ræða skerðingu á grund- vallarmannréttin d um tjáningar. “ Ef mynd fær 30 þúsund óhorfendur verður að kippa henni úr sýningu og myndin verður að koma út ó þremur DVD-diskum. Bíólogin Ef stjórnmúlaflokk- ur fær yfir 30% fylgi verður að búta hann upp í fjóra aðskilda stjórn- málalögin 1 mólaflokka. Ekkert svona, Þorgerður! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er sögð fram- tíðarleiðtogi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Talað er um meðal flokks- manna í innsta kjarna að hvernig sem allt fer verði hún næsti vara- formaður flokksins. Hún segir í Fréttablaðinu í gær að ný Fjöl- miðlastofnun ríkisins eigi að setja blaða- og fréttamönnum reglur til að vinna eftir. Hún er að tala um reglur sem pólitískt kjörin stjórn eigi að setja fréttamönnum RÚV: „Þetta yrði gert á svipaðan hátt og á einkareknu miðlunum, þar sem siðareglur yrðu settar í samvinnu við hið nýja fjölmiðlastjórnvald sem væntanlega verður komið á laggirnar. Þetta á við almennar siðareglur í fréttaflutningi," segir Þorgerður Katrín. Hægan, hægan, Þorgerður! Er framtíð- Efþú áttmeira en 30% i ibúðinni þinni verðurðu að mmnka við þig sem nemur 40 fermetr íbúðalögm Ef vinsæl hljomsveit á þrjú góð böll í röð verður hún að taka sér fri i mánuð. Ef veitingahús fær fjórar stjörnur hjá þremur fjölmiðlum ~ verður það að selja . ' V . bjúgu i öii mái í p Veitinga- heilan mánuð. húsalógin Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir Hæstánægö með nýja nefnd sem Frjáls- hyggjufélagið segir brjóta grundvallarmannréttindi til tjáningar. Efþað ergaman á árshátiðinni verður hún ekki haldin að f. ■ i i Arshátíða- 1 arleiðtogi flokksins sem hefur kennt sig við frelsið að boða opinbert eftirlit með daglegum störfum blaða- og frétta- manna? Heldur hún að ríkið geti með boðvaldi sett stétt siðareglur? Ætlar hún með opinberum afskiptum að grípa fram fyrir hendurnar á þeim fag- félögum fólks sem hefur tekið sig sam- an um siðareglur og hvernig þeim skuli fylgt eftir? Ætlar hún að láta ríkið sekta þá sem brjóta þærsiðareglur? Við get- um ekki trúað þvíað skynsöm mann- eskja haldi einhverju svona fram. Þetta hlýtur að vera misskilningur eins og allt þetta fjölmiðlamál sem gengur út á að ríkið þurfi að stoppa það hvernig is- lenskir fjölmiðlar starfa. Efþú eignast fleiri en þrjú börn gefur ríkið barnlausri fjöl- skyldu fjórða barn- ið. Sama knattspyrnu- félagið má ekki - —. ■ vinna bikarinn og deildina. Iþróttalogin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.