Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 9. APRlL 2005 Helgarblað UV Margrét Ragna Jónasdóttir förðunarmeistari býr ein með dætrum sínum tveim og hundunum í fallegri íbúð í Kópavog- inum. Margrét er förðunaiineistari ffæga fólksins á íslandi og því er nóg að gera hjá fienni. Margréti langar í fleiri börn en hefur ekki fyrr en tíýverið verið tilbúin í annað samband. verlð hamingju J w mft: ’ ** m éSSí Meo hundinum sinum Margrét -i\ seg/st elska öll dýr og að hún gæti vel hugsaö sér að búa a sveitabæ. «• Margrét Ragna Jónasdóttir ..Eftii skilnaðinn fóí ég oó vinna mikiö f sjálfri mér, srnnda hug- leiöslu og mæta íræktina og niet lifið svo mikils í kjöifarið.' „Ég hef haft áhuga á förðun síðan ég man eftir mér. Þegar ég bjó úti í Bandaríkjunum var ég alltaf sú í vinkvennahópnum sem sá um að farða hinar og ég fann mig í þessu enda fannst þeim ég gera þetta vel,“ segir Margrét' Ragna Jónasdóttir förðunarmeist- ari. Margrét flutti til Ameríku þeg- ar hún var tíu ára þegar foreldrar hennar fóru í nám og bjó í Kali- forníu næstu sjö árin. Faðir henn- ar, Jónas R. Jónsson umboðsmað- ur íslenska hestsins, var í námi og mamma hennar, Helga Benedikts- dóttir, lærði arkitektinn. Margrét segir það hafa verið mikla lífs- reynslu að búa £ útlöndum en um leið hafi hún misst öll tengsl við vini sína hér heima enda svo ung þegar þau fóru utan. „Ég hefði aldrei viljað missa af þessari reynslu en um leið missti ég af unglingsárunum hér heima. Við komum samt alltaf heim á sumrin og um jólin en þá voru vinir mínir úti á leið í frí á ströndina. Þetta var samt gaman en öðruvísi en ég hef náttúrulega enga viðmiðun," segir Margrét og bætir við að hún sé einbirni. „Ætli ég hafi ekki verið svo erfiður unglingur að foreldrar mínir hafi ekki treyst sér til að eignast annað barn,“ segir hún hlæjandi. „Þau þurftu alla vega að „Skemmtanalífið verður lýjandi til lengdar og það er óþægilegt að snúa sólarhringnum við." hafa fyrir mér og afi hefur oft sagt að ég hljóti að hafa verið ofvirk." Tólf ár í bransanum Margrét sér um snyrtivöru- merkið Mac í Debenhams auk þess sem hún er sminka hjá Sjón- varpinu. Hún heldur einnig förð- unarnámskeið á kvöldin og er mikið bókuð í farðanir um helgar. „Ég hef alltaf verið mjög listræn og hef gaman af því að mála á striga og þetta þróaðist einhvern veginn svo að nú hef ég verið í þessum bransa í tólf ár. Ég dreif mig í þetta nám hér heima til að athuga hvort mér myndi líka það þrátt fyrir að fólk héldi því fram að ég myndi ekki hafa neitt út úr þessu. Ég hef bara svo mikla ástríðu fyrir þessari list og hef ánægju af starfinu. Það eru margir sem útskrifast úr förð- un en fáir góðir. Margir fara ein- göngu til að læra að farða sjálfa sig og vini. Maður verður að vera dug- legur að bæta við þekkinguna til að þroskast í þessu starfi því mað- ur er mjög fljótur að detta út ef maður er ekki með á nótunum." Rak heildverslun Margrét starfaði í nokkur ár sem sinn eigin herra þegar hún rak heildverslun og flutti inn snyrti- vörur. Hún byggði fyrirtækið upp frá grunni og var komin með nokkra stóra kúnna. „Ég flutti inn Opi-naglavörur og seldi í verslun- um Baugs og í Lyfjum og heilsu. Heildsalan varð því fljótt stór. Ég fór líka að flytja inn snyrtivöru- merkið Bloom frá Ástralíu og sá um þetta allt sjálf auk þess að reka Naglatækniskólann. Þegar ég skildi ákvað ég að selja þar sem þetta var mikil vinna og ábyrgð. Eftir það beið ég í hálft ár þar til ég fékk vinnu hjá Mac því ég vildi hvergi annarsstaðar vera. Ég var mjög ýtin en ég vissi hvað þetta væru góðar vörur og vildi því vinna með þær." Naflaskoðun eftir skilnað- inn Margrét á tvaér dætur með fyrr- verandi eiginmanni sínum, Helga Gabríella er 14 ára og Birta Hlín 5 ára. Hún skildi við föður stelpn- anna fyrir um tveimur árum en þá höfðu þau verið gift í 14 ár. „Mér líður alveg rosalega vel í dag og hefur líklega aldrei liðið betur. Við byrjuðum mjög ung saman og sambandið var fínt en leiðir okkar skildu. Eftir skilnaðinn fór ég að vinna mikið í sjálfri mér, stunda hugleiðslu og mæta í ræktina og met lífið svo mikið í kjölfarið. Þeg- ar maður verður einn þá fer maður ósjálfrátt í svolitla naflaskoðun og mér finnst ég hafa gert það ómeð- vitað. Ég hef alltaf verið jákvæð manneskja og er orðin enn já- kvæðari í dag. Ég er þolinmóðari og tek hlutunum eins og þeir eru. Mér líður því mjög vel og hef tekið eftir því hvað ég hlakka til að kom- ast heim til stelpnanna á kvöldin og fá að eyða frítímanum með þeim. Ég er ofboðslega heppin að eiga þessar yndislegu dætur enda erum við aílar þrjár mjög góðar vinkonur. Ég og minn fýrrverandi erum góðir vinir í dag og mér þyk- ir mjög vænt um hann. Við fermd- um eldri dóttur okkar á laugardag- inn og dagurinn var yndislegur," segir Margrét. Langar í fleiri börn Fyrrverandi eiginmaður Marg- rétar er á leið upp að altarinu að nýju en aðspurð segist Margrét ekki vera í sambúð. Hún segist mjög glöð fyrir hans hönd, hann sé að fara að giftast góðri stúlku sem eigi góða fjölskyldu og yndislegan dreng. „Hann er yndislegur faðir og mikið með dætur sfnar. Mér finnst afar sorglegt þegar karlmenn sem byrja í nýju sambandi missa í leiðinni öll tengsl við bömin sín. Ég hef ekki verið að leitast við að fara í samband en þegar það gerist og ef hann á böm þá vil ég að hann sé í góðu sambandi við þau og sina fyrrver- andi því þá veit ég hvaða mann hann hefur að geyma. Það er ekki fyrr en nýverið að ég gat hugsað mér að kynnast góðum manni, það ger- ist þegar það á að gerast," segir hún og bætir við að hún gæti alveg hugsað sér að eignast eitt eða tvö böm til viðbótar. Áhugamanneskja um stjörnurnar Margrét heldur úti fróðlegri heimasíðu á slóðinni margret.is þar sem flest um tísku og förðun er að finna auk ítarlegrar umfjöllunar um Hollywood-stjörnur. Hún segist alltaf hafa haft gaman af líf- erni stjarnanna enda fylgdi það förðuninni. Hún verði að fylgjast vel með og það séu leikarar, fyrir- sætur og tónlistarfólk sem hafi mikil áhrif á tískuna. „Mig hafði lengi langað að koma upp svona heimasíðu og lét loksins verða af því. Ég er tækni- og tækjasjúk og er alltaf mjög fljót að tileinka mér allt það nýjasta. Ég var meðal annars með þeim fyrstu sem fengu sér gsm síma og var fljót að læra inn á netið auk þess sem ég á bæði poppvél, djúsvél og brauðvél," segir hún brosandi. Farðaði á Ólympíuleikunum Margrét hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og viður- kennir fúslega að fara stundum til miðils. Hún segist þó ekki lifa eftir orðum miðilsins en hefur mjög gaman af þessum málum. „Ég fer reglulega til Stúllu vinkonu minn- ar og það er ótrúlegt hvað hún get- ur sagt manni. Ég skrifa það niður og klki reglulega á það án þess að láta það stjórna lífi mínu. Stúlla sagði mér einmitt að ég væri að fara í ferð til Grikklands. Mér fannst það ekki passa þar sem ég var ekki farin að plana neitt sum- arfrí og hvað þá til Grikklands. Stuttu síðar fékk ég svo boð um að farða á Ólympíuleiknum sem var algjört ævintýri. Mér fannst nátt- úrulega gaman að vera boðin og eftir á sá ég hvað þetta var einstakt tækifæri að fá að taka þátt í Ólympiuleikunum. Ég fékk boð frá Mac pro teame-inu úti að koma sem var mikill heiður en ég var að vinna þarna með make up-artist- um sem ferðast um allan heim. Mig langar mikið að fá að vinna meira með þeim aftur og þá helst baksviðs á tískusýningum hjá stór- um hönnuðum. Ég vona að sá draumur eigi eftir að rætast og ég held góðu sambandi við fólkið sem ég kynntist í gegnum þetta." Búinn með djammpakka Margrét segir að þrátt fyrir að hún sé opin og blátt áfram þyki henni einnig gott að vera ein. Henni þyki lítið mál að fara ein í bíó eða á kaffihús og líði best heima í rólegheitum. „Ég er mjög prívat manneskja og finnst gott að vera ein en svo vil ég hafa mikið af fólki í kringum mig í vinn- unni og finnst gaman að kynnast nýju fólki. Ég sæki ekki mikið í að skemmta mér en fer út þegar eitt- hvað stendur til. Frekar vil ég vera heima í góðra vina hóp og hafa það kósí. Skemmtanalífið verður lýjandi til lengdar og það er óþægilegt að snúa sólarhringnum við. Mér finnst ég hafa þroskast mikið andlega og er alltaf að lifa heilbrigðara lífi," segir Margrét og bætir við að hún sé að reyna að taka alla óhollustuna úr matar- ræðinu auk þess sem hún og dæt- urnar stundi jóga á morgnana á stofugólfinu. „Ég er búin að taka þennan djammpakka út. Eins og margir eftir skilnað þá fór ég mikið út en það varð lýjandi til lengdar og ég held í rauninni að ég hafi ekki tök á því að stunda skemmt- analífið í dag. Ef ég er ekki að vinna þá nota ég helgamar til að hlaða batteríin." Afkvæmi chihuahua og cavalier Á heimasíðunni hennar Marg- rétar sést einnig hversu mikil hundamanneskja Margrét er en hún á bæði chihuahua tík og karl- kyns cavalier. Margrét hafði ekki einu sinni látið sér detta í hug að hundarnir myndu para sig enda mikill stærðarmunur á þeim. Sér- frótt fólk hafði lika sagt henni að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa. Annað kom á daginn og nú er hún komin með tvo litla hvolpa. Annar lítill og fínlegur eins og mamman en hinn stærri og líkari pabba sín- um. Margrét segist elska öll dýr og að hún gæti vel hugsað sér að búa á sveitabæ. Margrét hefur farðað flesta af frægustu íslendingunum og sá meðal annars um förðunina í einu af nýjustu myndböndum Bjarkar. „Það var æðisleg upplifun og Björk er alveg yndisleg manneskja. Ég hafði aldrei hitt hana í eigin per- sónu eftir að hún sló í gegn og hafði því ekki gert mér grein fyrir hvernig hún væri en það vom ekki til stjörnustælar né annað. Hún er svo blátt áffam og almennileg og tók sér tíma til að kveðja mann f lokin," segir'hún. „Ég er ofboðslega heppin að eiga þessar yndislegu dætur enda erum við allarþrjár mjög góðar vinkonur" Spáir í meira nám Hún viðurkennir að sig langi aftur í bisness en líkar vel í vinn- unni eins og er. „Ég á pottþétt eft- ir að gera eitthvað í framtíðinni, það er ýmislegt sem miðillinn hef- ur sagt mér," segir hún hlæjandi og bætir við að hún viti það einnig í hjarta sínu. Margrét segist vilja mennta sér meira og er nokkuð viss um að fara í viðskiptatengt nám þó listirnar kitli hana einnig. „Ég hef rosalega gaman af mann- legum samskiptum og er mikil sölumanneskja í mér, svo mikil að ég gæti ábyggilega selt ömmu mína ef ég þyrfti þess," segir hún brosandi og bætir við að hún sé samt heiðarleg. „Það þýðir ekkert að plana of mikið. Maður á að lifa lífinu lifandi og njóta þess á með- an maður getur." indiana@dv.is Hef i dre DV-mýndGVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.