Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005
Helgarblað DV
Guðrún Gerður
Guðrúnar, eða Ga
Ga Skordal, hann-
ar skemmtilegar
húfur sem hún
segir afar vinsælar
þótt fæstir þori að
ganga með þær úti
á götu.
Hönnunin mín er kannski
svolítið frumleg," segir
Guðrún Gerður Guðrúnar
listakona sem vill heldur
kalla sig Ga Ga Skordal. Ga Ga heldur
úti skransölu og galleríi í Skipholú
29a. Hún segir nóg að gera í skransöl-
unni en minna í gaileríinu. „Það ligg-
ur við að fólk hafi meiri áhuga á
gömlu dóti en nýrri hönnun," segir
hún og bætir við að ef einhverjir þurfi
að losna við gamalt dót, þá þiggi hún
það með þökkum.
Gísli á Uppsölum og göndull
Hönnunin hennar Ga Ga hefur
'vakið mikla athygli enda stór-
skemmtileg. Hún segist leita hug-
mynda til náttúrunnar en húfurnar
hennar bera öll sérstök nöfn. „Ein
húfan heitir Gísli á Uppsölum og aðr-
ar eru kallaðar göndlar. Sumum
finnst þær svoh'tið typpalegar en þeir
eru bara með einhverja minnimátt-
arkennd. Ég viðurkenni samt að þær
eru mjög spes enda engin eins, líkt og
mennimir sjálfir. Ef nafnið Húfur
sem hlæja væri ekki upptekið þá
myndi það passa mjög vel því aÚir
sem sjá þær fara að flissa," segir hún
og bætír við að hana sárvantí sauma-
konu í vinnu þar sem hún hafi ekki
við að framleiða ein.
- Húfur sem skúlptúr
Guðrún Gerður segir að þrátt
fyrir að húfurnar séu vinsælar þori
fæstir að ganga með þær á götum
úti. Hún tekur einnig fram að hún
hanni húfurnar á fullorðna en alls
ekki börn. „íslendingar eru feimnir
við að nota þetta. Ég veit um marga
sem geyma sína húfu uppi á í hillu
enda er þetta flottur skúlptúr. Ég
efast samt ekki um að þær verði
dregnar fram á útihátíðum í sumar.
Að mínu matí em alveg nógu marg-
ir í að hanna húfur á börn svo ég
ákvað að einbeita mér að fullorðnu
fólki en ég hanna líka peysur og ein
þeirra ber nafnið Woodstock."
Ánægð með að eldast
Ga Ga hefur fleiri jám í eldinum
og ætlar að skella sér í framleiðslu á
glerlistaverkum í framtíðinni. „Ég er
búin að kaupa mér glerbræðsluofit
og það er bara spuming hvenær ég
byrja á því. Ég hef alltaf verið mjög
listræn en menntunarleysið háir
mér. Það er erfiðara að skapa sér nafii
sem listamaður þegar maður er ekki
menntaður. En ég hef engan tíma til
að læra enda stendur maður á tíma-
mótum. Ég er voðalega ánægð með
að eldast og það mættu fleiri vera það
enda getur maður þakkað fyrir svo
margt.“
STÖÐ 2 BÍÓ ER ALLTAF ÓKEYPIS FYRIR M12 ÁSKRIFENDUR STÖÐVAR 2
Aðalheiður Halldórsdóttir útskrifaðist sem danshöfundur
í nútímadansi úr skóla i Hollandi
OPINNI DAGSKRA I KVOLD
kl. 20 Divine Secrets of the Ya Ya Sisterhood
kl.22 Texas Rangers
Aðalheiður Halldórsdóttir
dansari „Guð má vita hvort
maður fái einhver meiri tæki-
| færi i kjölfarið áþessuen
þarna á ég eftir að dansa fyrir
fleiri áhorfendur en ég hef
gerthingaö til."
Eðal Eurovision-lag
með öllu tilheyrandi
„Þetta verður algjört ævintýri,"
segir Aðallieiður Halldórsdóttir,
einn dansaranna sem heldur ásamt
Selmu Bjömsdóttur söngkonu tíl
Kíev í Úkraínu þann 19. maí. Aðal-
heiður er ánægö með framlag ís-
lands til Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva. „Mér líst mjög vel
á lagið enda er þetta eðal Euro-
vision-lag með öllu tilheyrandi,"
segir Aðalheiður sem er 27 ára og
hefur dansað síðan hún man eftír
sér. „Ég byrjaði í fimleikum þegar ég
var 5 ára og var komin 10 ára í ball-
ett. Því næst var ég næstu tíu árin í
Listdansskóla íslands og fór þaðan
til Þýskalands í meira nám. Fyrir
einu og hálfu ári útskrifaðist ég svo
úr danshöfundanámi í nútímadansi
frá skóla í Hollandi," segir Aðalheið-
ur en hún hefur einbeitt sér alveg að
dansinum. Hún hefur mikið starfað
með íslenska dansflokknum og var
meðal annars í sýningunum Open
Source og Lúna.
„Guð má vita hvort maður fái
einhver meiri tækifæri í kjölfarið á
þessu en þarna á ég eftir að dansa
fyrir fleiri áhorfendur en ég hef gert
hingað til. Metíð mitt er líklega um
550 áhorfendur, þegar ég dansa í
Borgarleikhúsinu," segir Aðalheið-
in hún á einn son, Haka, sem er
þriggja ára og bætir við að hann og
kærastínn fái allan hennar frítíma.
Aðalheiður segist vilja bæta við
senu nútímadansins á íslandi, h'tíð
hafi farið fyrir honum hingað til. „Ég
væri alveg til í að vinna að verkefn-
um erlendis en ég vil fyrst og fremst
búa á íslandi og gera eitthvað fyrir
nútímadansinn."