Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 47
DV Sport LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 47 Orðaður vlð Man. City Framganga Iains Dowie með Crystal Palace hefiir vakið at- hygli forráðamanna annarra liða í lírvalsdeildinm. Dowie hefur verið orðaður við Manchester City eftir að Kevin Keegan hætti sem knattspymustjóri liðsins en hann hefur ekki viljað tjá sig um áhuga liðsins. Það er þó ljóst að þau vistaskipti myndu henta Dowie vel því að fjölskylda hans býr enn í Oldham sem er í út- hverfi Manchester. Dowie býr að sjáifsögðu í London en reynir að fara eins oft á milli og tími gefst til. „Það er alltaf heiður að vera orðaður við önnur lið en það truflar mig ekki. Ég hef ekki efiii á því að láta það trufia mig. Við eigum átta leikja tímabil eft- ir og það er eins gott að halda einbeitingunni. Eg krefist þess af mímnn mönnum og verð sjálfur að gefa gott fordæmi. Ég er í starfi sem ég elska og lít svo á að ég sé mjög lánsamur maður. Ég læt ekkert hafa áhrif á mig. Það skiptir mig engu máli hvort fólk talar vel eða illa um mig. Ég reyni bara að gera mitt besta, reyni að vera eins góður knatt- spymustjóri og ég get og ég fer þangað sem það tekur mig," sagði Dowie. lain Dowie. knattspyrnustjóri Crystal Palace, hefur vakið verðskuldaða athygli á þessu tímabili. Dowie kom Palace óvænt upp í úrvalsdeildina á síðasta tímabili og hefur, þrátt fyrir takmarkaðan mannskap, gert liðið vel samkeppnishæft í úrvals- deildinni. Dowie einblínir á bað jákvæöa Verkfræðingurinn lain Dowie Horfiralltafá jákvæðu hliðarnarog segist ekki hafa tíma fyrir neikvæða hugsun. Dowie segir verk- fræðinámið hafa nýst sér betur i þjálfunni heldur en ferill hans sem knattspyrnumanns þvi það hjálpi honum að hugsa rökrétt. Reuters Iain Dowie var aldrei hæfileikaríkasti leikmaðurinn í ensku knattspyrnunni á sínum tíma. Hann hafði hins vegar karakter, metnað, dugnað og um fram allt jákvætt hugarfar og það gerði það að verkum að hann átti ágætan feril sem knattspyrnumaður þar sem hápunkturinn voru 59 landsleikir fyrir Norður-írland. Það var hins vegar ekki fyrr en Dowie lagði skóna á hilluna sem hann fór að vekja verulega mikla athygli á meðal þeirra sem fylgjst með boltanum og er hann af flestum talinn vera einn efni- legasti ungi knattspyrnustjórinn á Englandi um þessar mundir. Það er ekki hægt að segja við Iain Dowie að eitthvað sé ekki hægt í fót- boltanum. Honum var hafnað af Southampton þegar hann var ung- lingur þar sem honum var sagt að gleyma atvinnumannaferilinum. Hann gekk til liðs við utandeild- arliðið Hendon þar sem allir unnu með boltanum og eyddu laununum sínum á kránni en þaðan tókst honum að komast alla leið til að vera fyrirliði Norð- ur-írlands. Dowie átti ágætís feril með Luton, Fulham, West Ham, Southampton, Crystal Palace og QPR en þar lagði hann skóna á hilluna árið 2001. Hann gerðist aðstoðarmaður hjá Oldham og það leið ekki á löngu þar til hann hafði tekið við liðinu. Félagið „Ég hefhlustað á fólk allan minn feríl sem hefur sagtvið \u { migað ég * * gæti ekki gert þetta eða hitt, ég hef einfaldlega ekki tíma fyrír slíkt fólk." rambaði á barmi gjaldþrots en Dowie náði samt að koma liðinu í umspii 2. deildarinnar. Frábær árangur Oldham undir stjórn Dowie vakti mikla athygli og hann gat ekki hafnað tilboði Crystal Palace um að taka við liðinu í desembermánuði 2003. Þá var liðið í fallbaráttu en undir stjórn Dowies tók liðið gífur- legum framförum, rauk upp töfluna og komst í umspil. Kraftaverkið var síðan fullkomnað þegar Crystal Palace vann West Ham, 1-0, á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff og tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni. Horfir aðeins á það jákvæða Dowie sker sig úr á meðal knatt- spyrnustjóra í ensku úrvalsdeild- inni. Hann horfir aðeins á það já- kvæða og það er ekki til sú hindrun sem ekki er hægt að yfirstíga að hans matí. „Ef ég hefði hlustað á fortölur manna í minn garð þá hefði ég lagt skóna á hilluna áður en ég varð tví- tugur. Ég hef hlustað á fólk allan minn feril sem hefur sagt við mig að ég gætí ekki gert þetta eða hitt. Fólk er alltaf tilbúið til að eyðileggja drauma manna en ég hef einfaldlega ekki tíma fyrir slfkt fólk. Hvort sem við töpum eða vinnum í þessari fall- baráttu þá skiptir mestu máli að við getum gengið burt frá verkefninu uppréttir og stoltir. Til þessa hefur vújinn og metnaðurinn hjá leik- mönnum mínum til að gera sitt besta verið algjör. Ef við náum að bjarga okkur frá falli þá væri það stórkostlegt afrek en ef ekki þá höf- um við samt gert fullt af hlutum rétt,“ sagði Dowie. Gjörbreyttar æfingar Dowie, sem er menntaður verk- fræðingur, heldur því fram að há- skólagráðan hafi nýst honum betur í þjálfun heldur en öll reynslan sem hann viðaði að sér sem leikmaður. „Hvemig menn em sem leikmenn endurspeglar á engan hátt hvernig knattspyrnustjórar menn verða - þetta er allt öðravísi hugsun. Verk- fræðin hjálpar mér að hugsa rökrétt og kannski er það algebran sem ger- ir það að verkum að ég greini hlutína mikið," sagði Dowie sem leggur mikið upp úr því að leikmönnum líði vel og geti æft við sem bestar aðstæður. Hann gefur sér alltaf tíma til að spjalla og vinna með hveijum einasta leikmanni liðsins í hverri viku og það gleður hann fátt meira en að sjá leikmenn koma úr neðri deildunum og ná árangri líkt og hann gerði sjálfur. „Ef menn vilja eitthvað nógu mikið, setja sér há markmið og era tílbúnir til að leggja nógu mikið á sig þá er ekkert sem getur stoppað þá. Þetta reyni ég að segja mínum mönnum og reyni að búa til um- hverfi þar sem þeir geta náð mest- um framförum," sagði Dowie sem leggur nú granninn að nýju æfinga- svæði fyrir Palace. „Ég var alltaf mættur fyrstur og fór síðastur þegar ég var leikmaður. Ef við hefðum haft þær aðstæður sem við höfum nú þá hefði ég aldrei farið heim. Það er andrúmsloftið sem ég er að reyna að skapa hérna. Við ætlum að búa til toppaðstæður þar sem við getum búið til unga leik- menn," sagði Dowie, sem hefur gjörbreytt æfingum hjá Palace. „Það verður í það minnsta ekki sagt að við æfum ekki nóg. Ég get fullyrt að ekkert lið í úrvalsdeildinni æfir meira en við," sagði Dowie við blaðamann Observer, glotti og hélt beint á æfingu. Heimild: The Observer Arsene Wenger, stjóri Arsenal, um Iain Dowie Stjóri ársins ef hann bjargar Palace frá falli Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, cr mjög hrifinn af lain Dowie og tclur að harin luifi mmið kraftaverk hjá Crystal Palace á þeirn fitutta thria f.ern hann hefur stýrt llðinu. f*að vírðist vera Iftill tnöguleiki á öðru en aöJuse Mour ínho, knattspyrmistjóri (helseti, v(;rðí valinri stjórl ársins en í huga Wengem er það Dowie sern hefur stnlið senunrií. „Hann hefur unníð kniftíi verk, f fyr-.ia lagi þá kotri hartti þeirn upp á síðasta árí. u Hver hefði veðjað á þaö að Crystal l'alace rnyridi kotnast upp? J öðru lagl er liðið hans f jieirti stöðu mina að jiað getur bjargað sér frá falli. Við skulurn bíða fiar til að (Irnabílitiu lýkui eri ef við vinnttrn meistaratitllirin og ég ve.rð vallnn stjóti árslns jiá lofa ég jivl að ég niurt gefa honutn jian verðlaun fig mun kjðsa hann rneð báðutn böndum." Wenger vigði að það va*ri að koma fram kynslóö breskra þjálf ara ‘,em v;eru rnjög luefileíkaríkir. „Dowie et jákvæður karakter og jrað er eiginleíki sem er rnlkllvæg ttr í þessu starfi, Það <*r ung kyn slóð knattspymustjóra að koma Upp, menn eim og Dowie og Steve McClaren og 0*"'^ og kantiíiki JMPfc* t'atf '-nsk _ kriatt TF ir spyrna ekkl * é ... jafn tnarga iit , lendinga á næstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.