Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005
Helgarblað DV
Um þessar mundir eru sex ár síðan
Silfur Egils hóf göngu sína. Umræðu-
þáttur um þjóðmál og pólitík var lík-
lega ekki efst á lista þeirra sem véla
um dagskrá en þátturinn varð að veru
leika og vilja margir meina að Egill
Helgason hafi meiri áhrif
sem þáttarstjórnandi en
flestir þingmenn. Egill rifj-
ar hér upp minnisstæð at-
vik frá þessum tíma - til
dæmis þegar slökkt var á
honum í miðri útsendingu,
Guðna Ágústssyni í
miðri setningu, og
þáttarstjórnandinn
velti um borðum í
bræði sinni.
Þetta byrjaði fyrir kosningarn-
ar 1999,11. eða 12. apríl, mér
og fleirum þótti kosninga-
umfjöllunin svo leiðinleg það
árið að við ákváðum að setja upp þátt
með beittari skoðanaskiptum. Það
voru dregnir fram nokkrir stólar, náð
í pottaplöntu til skrauts og byrjað að
rúlla. Þetta var á Skjá einum sem þá
var undir stjórn Hólmgeirs Baldurs-
sonar," segir Egill Helgason sjón-
varpsmaður aðspurður hvernig það
hafi komið til á sínum tíma að Silfur
Egils varð að veruleika.
Líklega hefur þurft nokkuð til að
sannfæra menn um að einhver yrði
til að horfa á sjónvarpsþátt sem hefði
stjórnmál í öndvegi. En það vildi svo
til að Eyþór Arnalds mætti í þáttínn
til Egiis þetta vorið og reyndist
örlagavaldur.
„Hann var þá búinn að kynnast
Árna og Krissa [Árna Þór Vigfússyni
og Kristjáni Ra) sem tóku yfir Skjá
einn þá um sumarið. Ég held meira
að segja að þetta hafi verið hugmynd
fr á Eyþóri sem kviknaði þarna í þætt-
inum hjá mér. Þátturinn fór svo aftur
á dagskrá þarna um haustið með
fullu pústi - sló undireins í gegn, held
ég að megi segja."
Ekki er það orðum aukið og Egill
hefur getað státað af afar góðu áhorfi
í gegnum tíðina og hefur það vísast
komið ýmsum á óvart - að fólk hefði
áhuga á pólitískum slag á skjánum.
Fyrir tveimur árum eða svo hljóp þó
snurða á þráðinn - nýjir eigendur
Skjás eins sem tengdir eru Sjálfstæð-
isflokknum vildu hafa puttana í dag-
skrárgerðinni - líklega hefur þeim
þótt halla á flokkinn og viljað nýta
vinsældir Egils sem áróðurstæki.
Reynt að hefta málfrelsi Egils
„f raun má segja að þetta sé fýrstí
veturinn í nokkum tíma þar sem ég hef
verið með þáttinn við skaplegar
aðstæður. f fyrra datt hann óforvar-
endis inn á Stöð 2, ég var næstum bú-
inn að gefa upp á bátinn að hann héldi
áfram þegar ég hittí Sigurð G. Guð-
jónsson á Austurvelli. Hann kipptí mér
upp á Stöð 2.“
Vandinn var sá að það hafði ekki
sérstaklega verið gert ráð fyrir þættín-
um í vetrardagskrá Stöðvar 2 þannig að
Silfur Egils var hálfþartinn utanveltu.
Egili segir þetta miklu betra nú í ár.
„Áður höfðu verið miklar útístöður
vegna þáttarins á Skjá einum. Eigend-
um og framkvæmdastjóra Skjásins lík-
aði ekki hvemig ég tók á málunum,
vildu reyna að hefta rnálff elsi mitt fyrir
kosningamar 2003 með því að setja
einhvers konar yfirfrakka á mig. Eg
vildi ekki una því og samningurinn við
mig var ekki endumýjaður. Þetta var
leiðindaástand. Auðvitað snerist þetta
ekki um annað en pólitík. Nú em þeir
að halda útí Sunnudagsþættinum með
tveimur hörðum sjálfstæðismönnum
og miklu minna áhorfi en ég hef.“
Egill veltir um borðum í bræði
sinni
Egill hefur sætt gagnrýni til dæm-
is fyrir það að taka oft og iðulega á
móti sömu gestunum og femínistar
Þegar Guðni ók
Agli heim og róaði
Egill Helgason Hefur nú hnldid úti sinum ngæta
þætti i sex ár sem má heitn gott útlinld á mæli
kvnrdn íslensks sjónvnrps. Þau eru mörg minnisstæð
atvikin frá þessum tima svo sem þegar Sibbi sminka
spreyjaði Astþór niður með hnrlnkki.
hafa bent á að karlmenn em í mikl-
um meirihluta gesta.
„Það er í raun grátlegt hversu fáar
konur em í þeirri stétt sem við getum
kallað álitsgjafa eða þjóðfélagsrýna.
Þetta er fólk sem ég byggi mikið á -
fremur en að ég sé alltaf að draga
Sex ár em ágætt úthald þáttar á
borð við þennan og eftirminnileg
atvik em mörg. Neyðarlegasta atvik-
ið, sem ekki hefur verið sagt frá, var
að sögn Egils undir lokin á Skjá ein-
um þegar slökkt var á honum í miðri
útsendingu.
„Ég varö svo reiður yfir þessu aö ég velti um
boröi meö glösum og henti klukku út f horn
alþingismenn upp á dekk. En þetta er
gott í bland, fastagestir og nýtt fólk,
þeir sem teljast vera þungavigt og hin-
ir sem em ekki jafn þekktir. í síðasta
þættí vom níu gestir. Fjórir þeirra
höfðu komið áður í þátt í vetur, en
fimm höfðu ekki sést hjá mér áður,
þennan veturinn að minnsta kostí."
„Ég varð svo reiður yfir þessu að
ég veltí um borði með glösum og
henti klukku út í horn. Þegar var kött-
að á var Guðni Ágústsson í miðri
setningu og það slettist vatn yfir
hann allan. Guðni tók þessu þó ekki
verr en svo að hann keyrði mig heim
ogróaðimig niður."
Aldrei messufall enda erfitt að
mæta ekki í eigin þátt
Ógleymanlegt er einnig þegar Ást-
þór reyndi að brjótast inn í þátt hjá Agli
fyrir borgarstjómarkosningamar 2002
með Flokk mannsins í eftirdragi. „Það
endaði með því að Sibbi sminka á Skjá
einum spreyjaði hann niður með hár-
lakki." :
Egill segir það ágæta tilhugsun
hversu úthaldið hefur verið gott hjá
sér. „Ég hef ekki misst úr einn einasta
þátt í öll þessi sex ár, það hefur aldrei
oröið messufall hjá mér, enda erfitt að
koma ekki í þátt sem ber nafn manns
sjálfs."
Oft hefur Egill pælt í því hvenær rétt
sé að hætta enda þetta orðið langur
tími á mælikvarða íslensks sjónvarps.
„Þættir eins og Kastljósið, ísland í
dag og ísland í bítíð komu allir tíl sög-
unnar á eftir mér. Eitt sinn sagðist ég
ætla að þrauka fram yfir kosningamar
2003. Síðan em liðin tvö ár. í sjónvarpi
í útlöndum em menn sem halda útí
svona þáttum ffarn á elliár. Hér er auð-
vitað h'till markaður og menn furðu
fljótir að fá leið á öllum hlutum."
Mest er um vert að hafa gaman að
því sem menn gera hvetju sinni og
Egill segir meira gaman nú en oft áður
að stýra þættinum.
„Svo ég sé ekkert því til fyrirstöðu
að vera til dæmis fram yfir næstu kosn-
ingar. Ef Guð lofar - og yfirvöld á Stöð
2. Kannski gæti ég líka farið að gera
eitthvað allt annað í sjónvarpi.
Stjóma huggulegum skemmtiþætti á
laugardagskvöldi. Nei, annars."
jakob@dv.is