Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 61
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 61
í heimi dagsins í dag, þar sem fyr-
irtæki skipta um eigendur á nokkurra
mánaða fresti, nýir menn taka við
stjóm, fólk er rekið, fólk er ráðið, út-
rás, sala á hlutabréfum, sameining,
og yfirtaka em hugtök sem flestir
þekkja, er hressandi að fá í bíó mynd
eins og In Good Company.
Myndin fjallar um miðaldra fjöl-
skyldumann, leiknum af Dennis
Quaid, sem hefúr starfað í 25 ár sem
auglýsingasölustjóri fyrir útbreitt
íþróttatímarit. Einn góðan veðurdag
fær hann þær fréttir að tímaritið sé
komið í hendurnar á nýjum eigend-
um og nýr maður muni taka við starfi
hans Þessi nýi maður er 25 ára gam-
all spútnik-drengur, sem hefur kom-
ið sér til metorða hjá hinum nýju eig-
endum, þökk sé góðum árangri af
farsímasölu.
öfugt við Quaid, á þessi drengur,
sem leikinn er af Topher Grace, sér
ekkert h'f. Hann er í ásdausu hjóna-
bandi sem fer út um þúfur og á ekk-
ert nema rándýran beyglaðan
Porsche. Hann er dæmigert neyslu-
barn, sem þekkir ekki að honum sé
neitað um eitt né neitt. Þessir tveir
andstæðu pólar, miðaldra maður,
hokinn af reynslu og ungi
nammigrísinn kynnast við vægast
sagt fjandsainiegar aðstæður. Það
þarf að reka mann og annan, þó okk-
ar maður rétt sleppi, eins gott því
hann hafði komist að því að kona
hans, sem er að nálgast fimmtugt, er
ófrísk. Ekki bætir svo úr skák þegar 18
ára dóttir söguhetjunnar, sem leikin
er af Scarlett Johanssen, fer að slá sér
upp með unga undrabaminu.
Það er í atriðinu þar sem nýi
eigandinn, leikinn af Malcolm
MacDowell í skemmtilegri endur-
komu, heldur ræðu yfir starfsmönn-
unum sem við sjáum skýrt um hvað
þessi lida og snjalla mynd fjallar. Hún
fjallar um óttann. Þama er sögð h'til,
falleg og dálítíð rómantísk dæmisaga
Aðalhlutverk:
Denrtis Quaid,
Scarlett Johanssen
Topher Grace
Sigurjón fór í bíó
In Good Company
Sýnd í Smárabiói, Laugarásbiói
og Borgarbíói á Akureyri.
Leikstióri: Paul
sem á sér stað í umhverfi sem er fullt
af ótta. Ótta hins venjulega manns
við að missa vinnuna. Óttann við að
fótum sé kippt undan tilverunni f
heimi þar sem allt getur breyst á
einni nóttu.
En það leituðu á mig nokkrar
spumingar yfir þessari mynd, eins og
t.d. af hverju er Dennis Quaid ekki
stærsta kvikmyndastjaman í
Hollywood? Hvar hefur hann verið
öll þessi ár? Leikur þessa miðaldra
leikara er það besta sem ég hef séð
lengi. Hann hefur einhvem óútskýr-
anlegan sjarma sem minnir helst á
Jack Nicholson. Scarlett Johanssen
og Topher Grace standa sig einnig
vel. Önnur spuming: Hvar hefúr
þessi Paul Weitz, snillingur, falið sig?
Kom á óvart að þetta er sá sami og
leikstýrði og skrifaði American Pie (!).
Tvímælalaust ein bjartasta von
Hollywood.
Það er ekki á hverjum degi sem
maður rekst á mynd sem nær að
segja jafn mikið með jafn afslöppuð-
um og tilgerðarlitlum hætti og In
Good Company. Við erum að tala um
snilld.
Sigurjón Kjartansson
Hin Reqína Ósk Óskarsdóttír
nuu. [II
Fullt nafn: Regfna Ósk Óskarsdóttir
Fæðlngardagurog án 21.desember 1977
Maki: Hann er ekki til staðar núna
Böm: Ég á eina dóttur sem er tveggja ára
Blfreið: Ég á Volkswagen Passat árgerð
2001
Starfr Söngkona og söngkennari
Laun: Ágæt
Áhugamál: Sjónvarpsgláp og út að borða
Hvað hefiir þú fengið margar réttar tölur f
Lottóinu? Þrjár
Hvað flnnst þér skemmtilegast að gera?
Mér finnst skemmtilegast að syngja og vera
með dóttur minni
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Skúra
og vaska upp
Uppáhaldsmatun Einhverskonar lundir með
bernaise sósu og bakaðri kartöflu
Uppáhaldsdrykkun Núna eins og er Krist-
all+
Hvaða fþróttamaður finnst þér standa
ffemstur (dag? Eiður Smári Guðjohnsen
Uppáhaldstfmarit: Mademoiselle og
Cosmopolitan
Hver er fallegasta manneskja sem þú heftir
séðfyrirutan maka? Fallegasti karlmaður-
inn Jude Law og fallegasta konan er
Beyoncé
Ertu hlynnt eða andvfg rfldsstjóminni? Ég
er bara ágætlega hlynnt henni
Hvaða persónu langar þig mest að hitta?
Ég myndi vilja hitta og syngja dúett
með Steve Wonder
Uppáhaldsleikari: Hilmir
Snær
Uppáhaldsleikkona:
Brynhildur Guðjóns-
dóttir
Uppáhaldssöngvari:
Steve Wonder og
Alicia Keyes svo
ég nefniein-
hverja
Uppáhalds-
stjómmála-
maðun Ég er
voðalega ópóli-
tísk, ég á engan
uppáhalds stjórn-
málamann
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tweety
Uppáhaldssjónvarpsefni: Idol, íslenskt og
erlent og America's NextTop Model
Ertu hlynnt eða andvfg veru vamarfiðsins
hérálandi? Hlynnt
Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Létt
96,7 og Rás 2
Uppáhaldsútvarpsmaðun Friðrik Ómar vinur
minn á Létt
Stöð 2, Sjónvarplð eða Skjár einn? Stöð 2
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Logi Bergmann
Eiðsson
Uppáhaldsskemmtistaður Þarsem
skemmtilega fólkið er
Uppáhaldsfélag f fþróttum: Fylkir
Stefnurðu að einhverju sérstöku í ffamtfð-
inni? Bara að vera hamingjusöm og vera
sátt við sjálfa mig
Hvað ætlar þú að gera f sumarfffinu? Ég
ætla að eyða tímanum með dóttur minni og
njóta Reykjavíkur
Brúöarbandið verður ásamt
Mugison fulltrúi fslands á
Hróarskelduhátíðinni í ár. Þetta er
draumur í dós fyrir stelpumar sem
hafa margoft farið á hátíðina á eig-
in vegum til að gæða sér að tón-
listarhlaöborðinu sem boðið er
upp á á hverju ári. „Þetta er geö-
veiktl," segir Sigga gítarleikari sem
hefur farið þrisvar. „Fríar ferðir,
uppihald, backstage-passi og allt".
Hljómsveitin spilar á miðviku-
dagskvöldi þegar fólk er að týnast
á svæðið, en hátíðin byrjar af full-
um krafti daginn eftir. „Mér skilst
þó að við spilum ekki upp á vöru-
bílspaili, heldur á alvöru sviði,"
segir Sigga. Ýmislegt er í gangi hjá
bandinu og allskonar tilboð
streyma inn. Sveitin spilar á lista-
hátíð I Svíþjóð eftir tvær vikur og í
Ilollandi I haust. Svo styttist líka í
að sveitin geri nýja plötu - „Það
getur verið leiðinlegt að spila alltaf
sömu gömlu lögin svo við erum að
semja á fullu," segir gítarleíkarinn.
„Lögin svoleiðis sullast út úr okkur
þessa dagana."
ö L I V G R ■
BAR CAFÉ GRILL
ilt þú vera með
frá upphafi?
Erum að leita að hressu og ábyrgu starísfólki í
framtíðarstörf / hlutastörf á nýju veitingahúsi/bar sem
opnar á Laugavegi 20 í maí.
Stöður sem enn á eftir að fylla:
- Barþjónar
- Starfsfóík í eldhús
- Starfsfólk í sal
- Kaffibarþjónar
- Dyraverðir
Starfsskilyrði eru að viðkomandi hafi gott vald á íslenskri
tungu, eigi gott með mannleg samskipti, hafi metnað fyrir
starfi sínu og sé brosmilt.
Starfsfólk verður sent á kaffinámskeið, léttvinsnámskeið ofl,
Áhugasamir, vinsamlegast komið við á Laugavegi 20 milli
14:00 og 16:00 eða hringið í Arnar í síma 821-8500 og
mælið ykkur mót.
Erum með stórt útiborðasvæði þannig að þetta er líka
útivinna í sólinni í sumar!!!