Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 23
22 LAUGARDAGUR 9. APRlL 2005 Helgarblað DV DV Helgarblað LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 23 Hann er fæddur í Reykjavík og er næstelsta bam hjón- anna Sigurjónu Jakobsdótt- ur og Jóns Þórarinssonar tónskálds. Elst er Anna María, kennari. Á eftir Þorsteini er Hallgerður og þá Benedilct Páll, kennari. Talsverður ald- ursmunur er á þeim hjónum en ffá fyrra hjónabandi á Jón þrjá syni, þá Rafn flugmann og fyrrverandi frétta- mann, Ágúst skrifstofustjóra hjá borg- arverkfræðingi og Þórarin sem starfar sem næturvörður um þessar mundir. Fjölskyldan bjó í Hlíðunum og Þor- steinn gekk í Æfingadeild Kennara- skóla íslands. Hann var ári á undan í skóla og því ári yngri en bekkjarbræð- urhans. Höfuðstöðvar Vífilfells Velta fyrirtækissins var 5,5 milljarðir á síðasta ári HL vel að skreppa og leysa af í K fríum og á sumrin enda hefur hann mikinn áliuga á suðrænni menningu. Þorsteinn Stephensen 7/iÆk athafnamaður vann með J/,. honum á Spáni og var Ji //'fflx. þeim vel til vina. Hann segir að Þorsteinn hafi verið bráðþroska, mun þroskaðri og öðmvísi þenkjandi en margir I jafnaldrar hans. „Hann H var áhugamaður um B andleg málefni en hann | var til dæmis sá eini sem R ég þekkti sem stúderaði I trúarleg efni. Hann var Hl háskólamenntaður í ■A hagfræði og hafði ■ ákveðna sýn í þeim Wf efnum en við töluðum BM' nánast aldrei um annað Bf/ en listir, menningu og bókmenntir. Mín vegna hefði hann alveg mátt fara lengra í þá áttina og ég efast ekki um að hann hefði fundið sig vel á lista- brautínni. En Þorsteinn er klár og metnaðarfullur og honum stóðu margar dyr opnar. Það kom mér því heldur eldcert á óvart að hann skyldi helga sig viðskiptum og ég veit að hann er góður á því sviði líka," segir Þorsteinn. um kom að góðum notum þar. Þeir sem þeklcja hann vel eru enda á einu máli um að Þorsteinn hefði getað náð langt í hvaða vinnu sem hann hefði kosið, svo hæfileikaríkur sé hann á margan hátt. Þorsteinn ætlaði ekki að daga upp í Seðlabankanum, hann áttí sér draum um annað og meira á viðskiptasviðinu og ákvað því að fara í MA nám í hag- fræði tif Bandaríkjanna. Hann fékk inni í þekktum og firíum skóla, Nort- hwestem University, í Evanston í Illin- ois. Eftír heimkomuna réði hann sig aftur til starfa hjá Seðlabankanum og var þar þangað til hann var ráðinn tíl Samtaka iðnaðarins en þar var hann hagfræðingur í tvö ár við góðan orð- stír. Fyrir m'u ámm var hann ráðinn forstjóri Vífilfells. Árið 2001 keyptí hann síðan fyrirtækið og vakti það mikla athygli. Hann hefúr rekið það af miklum dugnaði síðan. Þrátt fyrir að Þorsteinn hafi ekki farið að láta til sín taka fyrr en með kaupunum á Coke, þá er víst að hann hafði lengi velt málum fyrir sér og fylgst með markaðinum. Vafalaust fjárfest einhvers staðar og keypt og selt og hagnast eins og ungir vakandi menn á þeim árum þegar markaður- inn var hvað fjörugastur. hafi lært að temja það og bitni það ekki á samstarfsmönnum hans. Fagurkeri og smekkmaður Þorsteinn hefur góðan húmor og smekkur hans er afar fágaður, ævin- lega vel klæddur og á fallegt heimili. Einkalífið metur hann mikils, vill fá að vera í fríði og alls ekki í kastljósi fjöl- miðlanna. Hann var kominn hátt á fertugsaldur þegar hann gekk að eiga konu sína, Önnu Lilju Johansen, dótt- ur Rolfs og Kristíríar Johansen en hún er tæplega tuttugu árum yngri en hann og afar falleg kona. Þau eiga dóttur sem heitir Anna María, líklega í höfuð elstu systur hans og er á öðru ári en Þorsteinn hefur mikla ánægju af að annast hana og vera með fjölskyldu sinni í ró og friði. Hann keyptí fyrir nokkrum árum stórt og fallegt hús við Laufásveginn, eitt af þessu stóru sem eru hægra megin þegar ekið er í átt til miðbæjarins. Vini á hann ekki marga en trygga. Margir þeirra eru í hópi efnilegra fjármálamanna en auk þess heldur hann tryggð við nokkra eldri vini. Áhugamál hans eru fyrir utan tón- list, menningu og bókmenntir, útívera og hefur hann gaman af að vera útí I náttúrunni og á snjósleða sem hann notar talsvert. Hann lifir heilbrigðu fifi og er hóffnaður á vín. Hættur sem forstjóri Þorsteinn var nánast með tvær hendur tómar þegar hann var ráðinn forstjóri til Vífilfells fyrir um áratug. Stundum hefur verið sagt að hann hafi orðið rílcur á einni nóttu þar sem auð- ur hans varð til á tiltölulega skömmum tíma eins og hjá mörgum öðrum við- skiptasnillingum af hans kynslóð. Hann hefur smám saman náð að eign- ast fyrirtækið og í lok síðasta árs var eignarhlutí hans um 74 prósent. Fyrir- tækið gengur mjög vel og var veltan á síðasta ári um fimm og hálfur milljarð- ur. Þorsteinn hefur nú ákveðið að stíga úr forstjórastólnum og I mars tókÁrni Stefánsson markaðsstjóri fyrirtækiss- ins við af honum. Þorsteinn er nú starfandi stjómarformaður Vífilfells og mörgum þykir líklegt að í kjölfarið á þessum breytingum eigi hann eftír að auka umsvif sín ennfremur og leita nýrra sóknarfæra bæði á íslandi og er- lendis. bergijot@dv.is Með mikla réttlætiskennd og þolir illa órétt Jón faðir hans er ættaður austan af Héraði og þar hafði fjölskyldan oftar en ekki sumardvöl. Anna María systir hans minnist þessara tíma með mikilli ánægju en fjölskyldan var samhent og hún segir að oft hafi verið kátt á hjalla á sumrin hjá þeim. Eftír grunnskóla- nám lá leiðin í Menntaskólann við Hamrahfi'ð en þar var hans bestí vinur Valdimar Helgason sem nú er aðstoð- arskólastjóri Öldu-selsskóla. Þeir Þor- steinn vom miklir vinir og ef annar sást einhvers staðar, fóm menn ósjálfrátt að skima eftír hinum. Valdi- mar segir að á þessum árum hafi Þor- steinn verið hugsandi ungur maður rétt eins og fleiri piltar í menntaskóla. „Þorsteinn var ekki sérstaklega áberandi í skólalífinu, nema fyrir það hvað hann var myndarlegur, kátur og brosmildur. Hann hafði mikla réttlæt- iskennd og var oft hugsandi yfir órétt- læti heimsins og vildi ýmsu breyta. Við höfðum ekki sérstakar áhyggjur af náminu en vorum meira að skemmta okkur og þreifa okkur áfram í tilver- unni," segir hann. Það kom mörgum á óvart að Þor- steinn skyldi velja hagfræðina en hann fór til Danmerkur eftir stúdentspróf í dansnám og leiklist. Sjálfur hefur Þor- steinn sagt að áhugi hans hafi legið á listasviðinu en vill meina að það sé ekki svo langt milli viðskiptanna og listarinnar ef grannt sé skoðað. Við- skiptum megi að mörgu leytí líkja við listina, það að finna réttu fléttuna og sjá möguleikana á undan öðrum sé ákveðin kúnst, án þess að vegið sé að listinni sem slíkri. Fallegt heimili fjölskyldu Þorsteins á Laufásvegi Húsið keypti Þorsteinn fyrir fáeinum árum og gerði það upp á afar smekklegan hátt. hannes. Hann telur einsýnt að Þor- steinn ætli sér stóra hlutí í framtíðinni, en hann fari kannski aðrar og kyrrlát- ari leiðir en sonur hans og þeir ungu menn sem haslað hafa sér hvað helst völl I útlöndum undanfarin ár. „Hann hefur verið að festa rætur en það er ekki langt síðan hann keyptí fyrirtækið sitt. Hann ætlar sér lengra en Þor- steinn er rólegur og yfirvegaður og ras- ar ekki um ráð frarn," segir Jóhannes. Einn af efnilegri sonum þjóðar- innar Sigfús Sigfússon fyrrverandi for- stjóri Heklu er í stjóm Vífilfells er ekki að skafa utan af hlutunum og tekur stórt upp í sig þegar hann lýsir Þorsteini. „Hann er einn af efnilegustu sonum þjóð- K arinnar og er bara rétt að BT byrja, erida barnungur - M enn," segir Sigfús og bætir * við að hann getí óhikað not- S að þessi orð um mann- inn. Hann lýsir Þor- steini sem einstök- 4fKká.$xjt, um dreng, framúr- skarandi heiðar- legum og ljónvel gj gefnum. Flestir ef |l .v ekki allir sem DV ræddi við hafa einmitt tekið skýrt fram heiðarleika Þorsteins og % talið það einn - af hans höf- um ásamt því hve góður og hlýr vinur hann sé. Sigfús er ekki í vafa um að lands- menn eigi eftír að heyra meira fr á Þor- steini í framtí'ðinni. Áuk heiðarleikans komi hann hreint og beint fram, sé hugmyndaríkur og fljótur að hugsa. „Þessi strákur var venjulegur launþegi fyrir nokkrum árum en hefur svo sannarlega sýnt hvemig á að vinna hlutina. Hann gerir allt yfirvegað og anar ekki að hlutunum en tekur stefrí- una og það fallega og vel,“ segir Sigfús og bendir á að það beri ekki mikið á honum enda vilji hann það alls ekki. Hann vinni sitt í kyrrþey og geri það faglega. Mikils metinn Þeir Sigfús kynntust fyrir níu ámm og segist Sigfús ekki hafa verið alls- kostar sáttur við hann þegar hann kall- aði Þorstein á sinn fund á sínum tíma. „Ég var ekki sammála því sem hann var þá að gera og bað hann að útskýra það fyrir mér. Hann kom fram af mik- illi hæversku, skýrði sitt mál og ég gat ekki annað en verið sammála honum þegar ég vissi hvemig í hlutunum lá. Ég óskaði honum velfarnaðar og sagð- ist gjaman vilja vinna með honum. Síðan höfum við gert það og urðum góðir vinir. Ég met þennan unga mann afar mikils," bætír hann við. Þeir sem DV hefur rætt við em allir sammála um hve góður drengur Þor- steinn sé. Að sama skapi tala þeir sem vinna hjá honum vel um hann og segja starfsfólk afinennt ánægt hjá honum í vinnu. Hann er sagður hafa skap en Ætlar sér stóra hluti í framtíð- inni Jóhannes Jónsson hjá Bónus hefur haft mikil og góð samskiptí við Þor- . ___ stein í gegnum tí'ðina. Hann segir Þorstein vandaðan [ dreng og heiðarlegan. | ® „Ég þekki hann af góðu i 0^ einu og okkar samskipti ' • miklum ágætum i frá því hann , k hóf störf hjá \ ■■ Cokeogeign- 'jj Hl aðist síðan Bjk fyrirtæk- Æ Fær í mannlegum samskipt-um Fararstjómin fór Þorsteini vel en fæmi hans í mannlegum samskipt- Þorsteinn Jónsson I Coke og Anna Lilja Johansen giftu sig I Hallgrfmskirkju. Var ákveðinn í að verða auðug- ur Valdimar minnist þess að í tví- tugsafmæli sínu hafi Þorsteinn sagt nokkuð sem var honum lengi mjög minnistætt. „Hann sagðist ætla að verða auðugur maður og líklega man ég það svo vel vegna þess að ég reiknaði ekki með að hann færi út á viðskiptabrautina og velti fyrir mér hvaða leið hann ætlaði að fara að því marki. Mér fannst miklu líklegra að hann veldi listabrautina og datt ekki í hug að viðskipti yrðu hans ævistarf. Það kemur mér hins vegar ekki á óvart að hann skuli vera þar sem hann er í dag," segir Valdimar og bætir við að Þorsteinn sé mikill vin- ur, afar hlýr og yndislegur og alltaf kátur og broshýr. „Við fórum hins vegar ólíkar leiðir f lífinu, ég var ungur kominn með konu og barn en hann laus og liðugur mjög lengi, bendir hann á. í svipaðan streng tekur faðir hans Jón Þórarinsson tónskáld. Hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að Þor- steinn næði langt. Hann hafi alltaf ver- ið til fyrirmyndar og alltaf staðið við sitt. „Okkur foreldrunum er hann hlýr og góður sonur, er í reglulegu sam- bandi við okkur. Hann er alltaf reiðu- búinn að gera það fyrir okkur sem hann heldur að við þurfúm og er sífellt að gleðja okkur með einum eða öðr- um hættí. Það er ekki annað hægt en vera stoltur af honum," segir faðir hans. Ætlaði að læra að dansa Eftír stutta dvöl í Danmörku ákvað Þorsteinn að fara í hagfræði í Háskóla íslands og fann sig vel þar. Hann blómstraði í námi og lauk því með góðum vitnisburði. Á sumrin vann hann meðal annars í Seðlabankanum og eftir að hann lauk háskólanámi. Inni á milli og í fríum var hann á Spáni, fararstjóri á vegum Heimsferða en bestí vinur hans, Andri Ingólfsson var þá nýlega kominn af stað með ferða- skrifstofu sína. Þeir voru vinir frá skólaárum og það hentaði Þorsteini steinn ræðum aldrei viðskiptí og ég veit lítíð um umsvif hans á þeim sviðum en þegar við erum saman hlæjum við og skemmtum okkur enda er haxm alltaf kátur og skemmtilegur. Og böm elska hann, þau hafa alltaf laðast að honum og því er svo yndislegt að fylgjast með honum og dóttm hans sem er á öðm ári. Hann er einstakur faðir og það var kominn tími til að hann eignaðist eigið bam," segir Anna María og bætir við að hún hafi oft heyrt að Þorsteinn látí sér lún ýmsu góðu málefríi miklu skipta og leggi þeim lið fjárhagslega. Mikill listunnandi og fagurkeri Anna María, systir Þorsteins, segir bróðm sinn alltaf hafa vitað hvað hann vildi. Hann hafi verið fljótm að hugsa og taka ákvarðanir. „Hann er mikill listunnandi, hefúr alltaf lesið mikið, er bráðvel gefinn," segir hún og bætir við að bróðir hennar sé einn af hennar bestu vinum sem alltaf sé hægt að leita til. Hann sé bæði bóngóðm, örlátm og hlýr. „Við Þor- Þorsteinn Jónsson aðaleigandi Vífilfells, umboðsaðila Coke á íslandi, hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu. í siðasta mánuði urðu þáttaskil i starfi hans þegar hann hætti sem forstjóri Vífilfells og settist í sæti starfandi stjórnarformanns. Segja má að Þorsteinn hafi á sínum tíma orðið milljónamæringur á einni nóttu þegar hann skyndilega eignaðist fyrirtækið sem hann starfaði fyrir. Líklegt þyk- ir að Þorsteinn verði meira áberandi sem fjárfestir eftir að hann liefur komið daglegri stjórnun fvrirtækisins úr síiium höndum. Sendu SMS-skeytið SAIVl PAC . númerið 1900 svaraðu laufléttri spurningu og þú gætir unniði* ■ 99 kr. skeytið HöBinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.