Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 3
Fljúgandi áMarpokar hjá Rauðavatni
Spurning dagsins
Áttu gæludýr?
Flutti frá fimm köttum
„Nei ég flutti að heiman þar sem fimm
kettir voru og þó að ég hafi ekkert á
móti því að hafa gæludýr er ekki
stemning fyrirþví heima hjá mér."
Elísabet Ingólfsdóttir,
afgreiðslustúlka í 17.
„Já, ég á geð-
bilaðan kött og
klikkaðan
páfagauk."
Alexandra
Inga Alfreðs-
dóttir, nemi.
„Já, ég er
nýbúin að fá
dverghamst-
ursunga."
Bára Líf
Svanlaugar-
dóttir, nemi.
„Já, ég á tvo
ketti, annar er
mjög rólegur
og hinn er
klikkaður."
Una Emilía
Árnadóttir, i
skóla.
„Nei, mig bara
langar ekki að
eiga gæludýr."
Sigurður
Sverrisson,
sjómaður.
Það var hvasst við Rauðavatn í morgun þegar áburðarpok-
ar féllu af stórum vörubíl sem var á leið til borgarinnar. Áburð-
ur dreifðist yfir götuna og lög-
Skyndimyndin
reglan var kölluð á svæðið.
Vegfarendur vissu sumir ekki
hvaðan á sig stóð veðrið. Áburðurinn rann yfir götuna og
óánægja bílstjórans varð áþreifanleg. í offorsi var reynt að
skipa pokunum upp á annan vörubfl.
Lögreglumaður fylgdist grannt með og mátti greina
brosviprur á andliti hans þegar Ijósmyndari reyndi að fanga
þennan ótrúlega atburð á filmu.
Lögreglan segir að alls hafi 27 pokar fallið af vörubflnum. Þó
voru ennþá nokkrir pokar á pallinum. Ekki hafði allur áburður-
inn farið til spillis. Og eftir hreinsunarátak á malbikinu hélt
lögreglan á brott. Vörubflstjórinn keyrði heim á leið og það
eina sem sat eftir var áburður á malbiki bæjarins.
Fjöldi (slendinga á gæludýr afýmsum stærðum og gerðum enda
vinsælt hjá fjölskyldufólki að gleðja börnin með þessum lifandi
vinum.
„Ég man vel eftir tökunum á þessu at-
riði/'segir Sólrún Yngvadóttir leik-
kona. Umrædd mynd, sem er tekin við
gerð kvikmyndarinnar um Jón Odd
og Jón Bjarna, sýnir þegar henni er
tilkynnt að annar bróðirinn hafi lent í
ruslabílnum.„Minnisstæðast og
fyndnast
við þetta
atriði
finnst mér vandræðin í kringum það.
Ég átti að missa skál sem ég var að
nota til að búa til búðing í handa
strákunum. Þegar á reyndi kom í Ijós
að þetta var óbrjótanleg skál. Úr
þessu varð heilmikið hafari. Þetta var
síðan leyst þannig að ég var látin
Gamla myndin
kasta skálinni fast í gólfið," segir Sól-
rún.Aðspurð hvort strákarnir, Vil-
helm og Páll Sævarssynir, hafi verið
jafnmiklir grallarar og Jón Oddur og
Jón Bjarni svarar hún neitandi.„Þetta
voru afskaplega Ijúfir strákar. Það
var helst að þeim leiddist þetta allt
saman og vildu heldur vera úti í fót-
bolta, enda mikið um dauða tíma og
bið." Sólrún minnist þess þó að helst
hafi þeir skemmt sér þegar hún sótti
þá í bíl eitt sinn.„Þeir skemmtu sér
best við það því þeim fannst ég keyra
hratt og ég purraði sjálfmeð þegar
ég keyrði," segir Sólrún og bætir við
að þeir hafi ekki verið minna sáttir
þegar þeim var létt biðin með ís.
Ég hlakka til
Málið
Rétt er að segja ég hlakka til. Hins vegar
er ein algengasta villan ííslensku máli að
segja mig hlakkar til eða
mér hlakkar til. Þegar mér
hlakkar er slegið inn í
Google leitarvélina koma 16.600 síður
upp, þegar mig hlakkar er slegið inn
koma svipað margaren efég hlakka er
slegið inn koma 53.000 síður upp.
ÞAU ERU SKYLD
Bókavörðurinn & framkvæmdastjórinn
Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður og
Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Sam-
taka iðnaðarins, eru systkin. Foreldrar þeirra
voru Sigríður Jóhannesdóttir húsmóðir og
Hannes Jónsson verkamaður sem nú eru bæði
látin. Önnur systkin Sigrúnar Klöru og Sveins
eru Sigurjón sem er fyrrverandi skipherra og
Elín Hrefna húsmóðir. Sigrún Klara er fædd árið
1943 og Sveinn 1950.