Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 32
I
32 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005
Helgarblað DV
Þó aö ekki séu allir þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að geta
eignast börn á eðlilegan
hátt er gæfan sem fylgir
því að ættleiða engu
minni, eins og DV komst
að í samtali við þrjár ham-
ingjusamar fjölskyldur.
Berglind Steinadóttir og Ingólfur
Jónsson ættleiddu Hjördísi Dong frá
Kína. Berglind berst nú fyrir því að
ríkið styrki foreldra í ættleiðingu enda
séu barneignir sjálfsögð mannréttindi.
Á barnaheimílinu Héreru hinirnýju
foreldrar með dótturinni. Berglind
segirþau ætia að ættleiða annað barn
°9 vllJa Þá gjarnan fá barn frá sama
Verð ævinlega þakklát
„Þegar við fengum myndir af
henni lágum við upp í rúmi með
stækkunargler og skoðuðum
hverja einustu hrukku og alla litlu
puttana," segir Berglind Steina-
dóttir en hún og eiginmaður
hennar, Ingólfur Jónsson, ætt-
leiddu litla stúlku frá Kína í sept-
ember árið 2003. Litla stúlkan hef-
ur fengið nafnið Hjördís Dong en
foreldrar hennar ákváðu að láta
hana halda kínverska nafninu.
Skelfingu lostin í fyrstu
Hjördís Dong verður 3 ára í
október en hún var 9 mánaða
þegar Berglind og Ingólfúr fengu
fyrstu upplýsingamar. „Þegar við
fengum hana í fangið var hún orð-
in 11 mánaða þannig að við náð-
um fyrstu tönninni og fyrsta
afmælinu," segir Berglind bros-
andi. „Við þekktum hana alveg
um leið og komið var með hana og
maður fór náttúrulega að gráta og
ég fæ enn tár í augum að tala um
þetta. Við stefnum á að ættleiða
aftur og þá helst firá sama barna-
heimilinu. Þar var tekið ofboðs-
lega vel á móti okkur og þegar við
fórum voru fóstrumar með grát-
bólgin augu. Þótt þær hafi ekki
getað örvað bömin mikið þá
veittu þær þeim hlýju og það gaf
okkur mitóð að sjá væntum-
þykjuna. Það var samt erfitt að
horfa á stelpuna sem varð eftir og
ég hugsa oft um hana í dag og spái
í því hver örlög hennar hafi orðið."
Berglind segir Hjördísi Dong hafa
verið skelfingu losta í byrjun. Hún
hafi ekki grátið en var greinilega
hissa yfir öllum þessum breyting-
um. „Hún sofiiaði fljótt enda held
ég að hún hafi lært að loka á um-
heiminn á barnaheimilinu. Dag-
inn eftir fór hún svo að hlæja og
njóta þess að vera hjá okkur.“
Áralöng barátta
Berglind og Ingólfur höfðu
reynt að eignast bam í mörg ár.
Þau höfðu ákveðið að ef allt þryti
myndu þau ættleiða en vildu
reyna allt fyrst. „Þetta var áralöng
barátta við ófrjósemina og ef ég
hugsa til baka þá held ég að við
hefðum átt að fara út í ættleiðingu
fyrr. Ég vil fá að nota tækifærið og
þakka Guðrúnu Sveinsdóttur á
Stoltir foreidrar Berglind komin með
Hjördísi i fangið.
skrifstofu íslenskrar ættleiðingar
fyrir að leiða okkur í gegnum þetta
sem var alveg ómetanlegt."
Barneignir mannréttindi
Ættleiðingarferlið er mjög dýrt
og Berglind stendur í baráttu við
að fá ríkið til að veita styrki eins og
tíðkast í nágrannalöndunum. „Vtð
erum að spara ríkinu helling með
því að ganga ekki með bömin. í
Danmörku era fjölskyldur styrktar
með 480 þúsund íslenskum
krónum og 588 þúsund í Færeyj-
um á meðan það er ekki ein króna
hér. Þetta á ekki að vera spuming
um hvort fólk hafi efni á að eigin-
ast böm, þetta em sjálfsögð
mannréttindi og þeir sem geta
ekki eignast börn á eðlilegan hátt
eiga að sitja við sama borð og aðr-
ir. Ættleiðingar á íslandi em líka
ekki margar svo þær ættu ekki að
setja ríkisfjármálin úr skorðum,"
segir Berglind.
Ákveðin en algjör knúsari
Hún lýsir Hjördísi Dong sem
miklum fjörkálfi, stríðinni og
ákveðinni. „Ákveðnin einkennir
þær flestar, þær vita alveg hvað
þær vilja. Hún er samt algjör knús-
ari og þarf mikla snertingu. Oft
þegar hún leikur sér þá kemur hún
til að fá knús en heldur svo áfram
að leika sér. Það er einkennilegt að
maður hugsar aldrei um að hún sé
ættleidd, hún er bara okkar. Við
fengum bréf með henni frá blóð-
móður hennar þar sem hún út-
skýrir að hún hafi gefið dótturina
af ást þar sem hvorki efiii né að-
stæður hafi verið að skipta. „Ég er
þessari konu ævinlega þakklát fyr-
ir að hafa veitt mér það tækifæri
að eignast Hjördísi. Án hennar
væri hún ekki hjá okkur."
indiana@dv.is
Hjónin Klara Geirsdóttir og Bragi Valur Egilsson ættleiddu
soninn Egil Vatnar frá Indlandi árið 2002. Hjónin höfðu lengi
reynt að eignast barn og eru í dag innilega sæl með litla son-
inn. Klara segir fötlun Egils ekki skipta máli i sjálfu sér enda
hefði hann getað verið svo miklu meira veikur.
Egill Vatnar er algjört
kraftaverkabarn
„Við vomm heppin þar sem við
fengum myndir í desember 2001 og
vorum með þær í átta mánuði þar til
við fórum út. Þetta var því eins og
venjuleg meðganga, við horfðum á
ljósmyndirnar í stað þess að horfa á
sónarmyndir," segir lÖara Geirsdóttir
en hún og eiginmaður hennar, Bragi
Valur Egilsson, ættleiddu soninn Egil
Vamar frá Indlandi í ágúst 2002. Hjón
sem vom að koma heim með sitt
barn frá Indíandi þremur vikum áður
en Klara og Bragi lögðu í hann færðu
þeim myndbandsupptöku af Agli
Vamari. „Við vomm norður í landi
þegar fólkið kom til landsins þannig
að við hittumst á þjóðveginum, lögð-
um bara bílnum við afleggjara sveita-
bæjar."
Þekkti hvirfilinn um leið
„Þegar ég horfði á myndbandið
þekkti ég hann strax enda hafði
maður tengst ljósmyndunum svo
ótrúlega. Ég hefði aldrei trúað því
en ég þekkti hvirfilinn á honum þótt
ég hefði aldrei séð baksvip hans
áður. Það er bara eitthvað sem segir
manni að maður eigi þetta barn, lík-
lega eins og mömmurnar þekkja
barnið sitt um leið og þær líta inn
um gluggann á vöggustofunni," seg-
ir Klara þegar hún rifjar upp þennan
tilfinningaríka atburð. Það sem á
eftir kom var þó engu tilfinninga-
minna. Þegar þau komu til Indlands
lá öll starfsemi niðri þar sem alls-
herjar verkfall var í landinu. Þau
ákváðu því að skoða sig um áður en
þau myndu heimsækja Egil Vatnar.
„Við vissum sem var að ef við mynd-
um fara að sjá hann myndum við
ekki geta yfirgefið barnaheimilið án
hans. Við treystum okkur einfald-
lega ekki til þess. Þess vegna réðum -
við okkur leiðsögumann og skoðuð-
um landið til að safna í sarpinn til
að geta sagt honum frá síðar. Á
fimmtudagsmorgni sóttum hann
svo," segir Klara en hún og Bragi
Valur vom ein á ferð.
Gengur vel þrátt fyrir fötlun
„Þegar fóstran kom með hann til
okkar fannst mér hann svo pínulítiU.
Ég gerði mér ekki strax grein fyrir að
hún væri með bamið mitt en þegar
ég sá hann vissi ég það. Maður var
náttúrulega að rifna úr stolti," segir
hún og segir þetta hafa verið yndis-
lega stund.
Þegar Egill Vatnar Jkom í hendur
nýju foreldranna var hann með í eyr-
unum og með nærri 40 stiga hita.
„Hann var á tveimur lyfjum og argaði
eins og stunginn grís en þegar við
vorum komin upp á hótel róaðist
hann aðeins. Um morguninn grét
hann aðeins en þá tókum við hann
upp og höfum verið bestu vinir síðan.
Honum hefur gengið mjög vel en
hann er aðeins fatlaður. Hann hefur
orðið fyrir súrefnisskorti og er með
sjúkdóm sem kallast C.P sem í hans
tilfelli er væg spastísk tvenndarlöm-
un. Veikindin há honum þó ekki og
hann er í sjúkraþjálfun en þessum
veikindum fylgir oft hegðunarvanda-
mál og það htjáir hann líka auk þess
sem hann er heyrnarskertur."
Synjað fyrir að vera of þung
Klara og Bragi vissu ekki af veik-
indum sonarins fyrr en þau vom
komin heim til íslands. Klara segist
þau þó ekki skipta þau máli í sjálfu
sér. „Konur vita sjaldnast af því þegar
þær fæða veikt barn og þótt við hefð-
um fengið að vita þetta þegar við
fengum fyrstu upplýsingar um hann
þá hefði það eldd skipt máli. Hann
hefði getað verið svo miklu meira
veikur."
Hún segir ættleiðingarferlið lík-
lega hafa tekið um tvö og hálft ár og
segir að um erfiðan tíma hafi verið að
ræða. „Ráðuneytið var ekki að gera
okkur lífið auðveldara og byrjuðu á
því að synja umsókn okkar þar sem
við þóttum of þung. í því hafði eng-
inn lent áður og á endanum var það
landlæknir sem hjálpaði okkur að fá
þetta í gegn. Hann sýndi ffarn á að
það væri allt í lagi með okkur og þá
fóm hjólin að snúast. Ég er samt svo
forlagatrúar. Egill er alveg eins og
pabbi sinn og sver sig mjög í ættina.
Maður er fljótur að gleyma öllu sem
gekk illa, þegar maður er kominn í
höfrí þá hefur maður sigrað. Það var
samt mjög erfitt að vera með mynd-
ina af syninum í höndunum, við átt-
um son sem við höfðum bara aldrei
hitt. í rauninni æduðum við að vera
farin út miklu fyrr en ráðuneytið tafði
okkm og svo týndust pappírarnir
okkar. Ég trúi samt að okkur hafi
verið ætlað að bíða, annars hefðum
við ekki fengið Egil Vamar."
Verður alinn upp sem stoltur
íslendingur sem fæddist á
Indlandi
Klara segir að þau hjónin langi í
annað barn en þau em þó ekki farin
af stað með ættleiðingarferlið. „Okk-
ur langar að koma Agli vel af stað í
lífinu fyrst og hjálpa honum með
sína fötlun. Hann þarf mikla athygli
og við ætíum að gefa honum hana
og við sjáum bara til. Við vorum
búin að reyna í átta ár og vorum
orðnir alltóf miklir góðkunningjar
glasadeildarinnar. En biðin var þess
virði í dag. Hann er svo mikið krafta-
verkabam, ofsalega hraustur og
sterkur þótt hann hafi ekki verið
nema 1500 grömm og 48 sentímetr-
ar þegar hann fæddist."
ítíara og Bragi ætla að fræða Egil
um heimaland hans og hún segir að
Indland verði alltaf draumaland
þeirra. „Hann veit að hann átti
heima á Indlandi og að landið hafi
gefið okkur hann. Hann verður alinn
upp sem stoltur íslendingur sem
fæddist á Indlandi." indiana@dv.is