Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005
Helgarblað DV
fl 6 Ær jH ‘ rj(Lt * 1 *■ If (. ■■' i -
& .. -
Wr fr- ? j ■ 'Hjl - i m
Stjórnmálakreppa í Reykjavík
Ég velti fyrir mér hvort ég eigi bara
að skrifa um veðrið og gróðurinn.
Runnana í garðinum héma við hlið-
v_ina sem þekkja ekki íslenska veðráttu,
haga sér eins og kjánar í lok vetrarins,
springa alltof snemma út, vita ekki að
það er alltaf von á frosti. í hittifyrra
skemmdust þeir í vorhreti; vom
háifeymdarlegir að sjá allt sumarið,
skrælnaðir með brúnum skellum. Það
sama virðist ætla að gerast í ár. Grey
runnarnir vom farnir að laufgast fal-
lega en svo kom náttúrlega frost sem
truflaði vöxt þeirra.
Birkið er hins vegar varara um sig,
harðara og hrjúfara en svona bjána-
runnar; norðlæg jurt sem þeklár ís-
lenska veðráttu, hefur enda verið
^héma frá því fyrir landnám manna.
Hefur varann á sér að springa ekki út
fyrr en tími frostsins er iiðinn.
En af því ég firrn ekki stóm gróður-
bókina sem mér var gefin í afmælis-
gjöf árið sem ég ætlaði að fara að
stunda garðyrkju, get ekki flett upp í
henni og veit í rauninni ekkert um tré
eða blóm, er ég að hugsa um að skrifa
um efhi sem er miklu ómerkilegra -
pólitíkina héma fyrir utan giuggann
hjá mér, í Reykjavflc.
Enginn skoðanaágreiningur
Ég byrja á því að fullyrða að stjóm-
» málakreppa sé í borginni. Við kjósum
yfir okkur stjómmálamenn sem
standa sig mun verr en borgarbúar
eiga tilkall til. Einn meginvandinn er
sá að í þessari litlu borg er talið eðli-
legt að reka pólitflc eins og á landsvísu,
með tilheyrandi hasar yfir gamal-
þekktar pólitískar vfglinur. Þetta á
ekkert sérlega vel við í borgarmálum
^ þar sem úrlausnarefnin em að miklu
leyti tæknilegs eðlis, yfirleitt þeirrar
náttúm að allir virðast meira eða
minna sammála um þau - eða er hægt
að nefiia marktækan skoðanaágrein-
ing milli R-lista og D-lista?
Fúl og langstaðin umræða
Við getum litið snöggt á málin sem
rísa hæst í rekstri borgar: Skipulags-
mál - í verki em allir í borgarstjórninni
sammála um að þenja borgina holt og
boft, enginn þorir að leggja til atlögu
við ægivald einkabflismans. Félags-
mál - allir em sammála um hvaða
rekstri bæjarfélag á að standa í, eng-
inn telur lengur að leikskóli sé sósíal-
ismi. Fjármálastjóm - enginn hefur
raunverulegar tillögur um niðurskurð,
»verkefhi sem borgin á alls ekki að
standa í.
Útkoman úr þessu verða
Egill Helgason
segir Reykvíkinga
kjósa yfir sig stjórn- *»•
málamenn sem
standi sig ekki. .A
Laugardagskj allari
karpstjómmál þar sem er aldrei hægt
að vita að neinn meini það sem hann
segir eða sé bara að setja upp leikþátt.
Borgarpólitfldn er eins og æfingabúð-
ir fyrir stjórnmálamenn sem yfirleitt
ætla sér annað - það er hálfpartinn lit-
ið niður á þá sem em fastir þama og
komast ekki lengra. Umræðan verður
fúl og langstaðin. Þar sem væri næst
að beita heilbrigðri skynsemi ræður
þrasið ríkjum; ágreiningur sem oft
virkar alveg óskiljanlegur. Þetta er að
mörgu leyti mjög óhollur vettvangur.
Vantar forystu og innblástur
Stjómmálaflokkamir í borginni
em ófærir um að veita borgarbúum
forysm eða innblástur - afleiðingin er
stöðnunin sem blasir við hvarvetna í
borginni, vondar framkvæmdir sem
fá brautargengi í staðinn fyrir góðar,
lítið samráð við borgarbúa þrátt fyrir
endalaust tal um umræðustjómmál,
skortur á krafti og hugmyndum. Reyk-
víkingar eiga betra sklið. Samt sér
maður ekki betur en að þetta ástand
verði framlengt fram yfir kosningam-
ar í maí á næsta ári - eða er einhverra
breytinga von?
Uppdráttarsýki R-listans
Innan flokkanna sem mynda R-
listann er vissulega óánægja - af og til
heyrist hrópað að flokkarnir eigi að
bjóða fram einir og sér. Samt finnst
manni líklegt að hagsmunapotið ráði
þegar nær dregur kosningum - þeir
sem hafa setið lengi við kjötkatla
kveðja þá ekki svo glatt. Því meðan R-
listinn hangir saman virðist hann geta
setið eins lengi við völd og honum
sýnist. Enginn vill heldur láta bera sér
á brýn að hafa leitt „íhaldið" til valda.
R-listinn á við ýmis vandamál að
stríða: í fyrsta lagi auðvitað mikla
valdþreytu. Það er líka mjög óljóst
hvert umboð þessa stjómmálaafls er,
hvaðan valdið kemur. Því þegar allt
kemur til alls em það foringjamir í
flokkunum, til dæmis Halldór Ás-
grímsson, sem ráða stefnunni í
stærstu málunum. Þetta kom berlega í
ljós þegar setja þurfti borgarstjóra í
staðinn fyrir ÞórólfÁmason. Þeir sem
vom efstir á ffamboðslista fengu ekki
að komast að, heldur var gerð grautar-
leg málamiðlun. Málamiðlanir af
þessu tagi einkenna allt starf R-listans;
alltaf ræður lægsti samnefhari - menn
komast ekki lengra en sá tregasti lætur
teyma sig. Það er ekki furða þótt hin
pólitíska forysta virki oft ráðleysisleg.
Smákóngaveldið
í skjóli þessa dafriar svo smá-
kóngaveldi þar sem borgarfulltrúar
hafa komið sér upp sínum Utíu rflq-
um: Stefán Jón og Fræðsluskrifstofan
reka sína eigin skólastefiiu. Alfreð er
kóngurinn í Orkuveitunni. Steinunn
Valdís spilar sóló í skipulagsmálun-
um. Borgarstjóri sem hefur átján
mánuði að sanna sig hlýtur auðvitað
að vera í dálitíum vandræðum - lflct og
sést berlega á mglinu í kringum flug-
völlinn og útspilinu um ókeypis leik-
skóla.
Það er mótsögn að á sama tíma og
R-listinn þarf að bera stefnu sína und-
ir ráðherra sem sitja í rfldsstjóminni,
er ein ástæða stöðnunarinnar einmitt
hin vonlausu samskipti við hina sömu
rfldsstjóm. Þetta undirstrikar náttúr-
lega hina flóknu valdastöðu Fram-
sóknar sem er ekki bara í stjóm rflds-
ins heldur lflca í stjórn allra stærstu
bæjarfélaga nema Hafnarfjarðar.
Fjandskapur við Reykjavík
Sturla Böðvarsson heldur uppi
stöðugum fjandskap við borgina - án
þess að samráðherrar hans geri nein-
ar athugasemdir. Ráðherrann birtir
samgönguáætíun - það á að skipta
ffamkvæmdum jafnt milli kjördæma
- óháð íbúafjölda. Þarf að taka fram að
kjördæmi em huglægt fyrirbæri sem
hefur varla neina merkingu fyrir aðra
en þingmenn? Þvergirðingurinn er
óskaplegur; Sundabraut er ekki komin
á neina áætíun hjá ráðherranum. Það
er sérkennileg lágkúra að menn skuli
láta tíkarlega flokkspólitíska hags-
muni ganga fyrir velferð svæðisins þar
sem langflestir íslendingar búa.
Sjálfstæðismenn vinna gegn borg-
arstjóminni, knúnir áfram af óbeit á
þeirri hugmynd að vinstrimenn skuli
yfirleitt stjórna í Reykjavík.
Þetta speglast í öllu ffamferði
þeirra gagnvart R-listanum. Vandinn
er bara sá að Sjálfstæðisflokkurinn
hefur Ifldega tapað borginni fyrir fullt
og allt; þeir munu aldrei stjórna
henni framar með sama hætti og
lengstum á tuttugustu öldinni. Þá var
Reykjavflc gimsteinninn í krúnu
þeirra, en nú er vinstrisveiflan í borg-
inni slflc að kosningasigrar eins og
Davíð Oddsson vann 1986 virðast
nánast óhugsandi.
Klíentelismi Sjálfstæðis-
flokksins
Það á reyndar eftir að skrifa sögu
kerfisins sem Sjálfstæðisflokkurinn
kom sér upp í Reykjavflc, hvemig allt
hér var á náð og miskunn flokksins -
húsnæði, leyfi til að stunda atvinnu-
rekstur, störf. Þetta yrði nokkuð
dæmigerð saga um Ixumstæð stjóm-
mál - það sem heitir klíentelismi upp
á ítölsku, en þar em menn sérfróðir
um svona pólitík.
I grein sem ég las fyrir nokkrum
árum var vitnað í stórmerkilegt bréf,
skrifað í húsnæðishallærinu stuttu
eftir stríð, frá manni sem var að kvarta
undan því að hafa ekki fengið íbúð í
Höfðaborginni - sem seinna varð eitt
versta slömm í Reykjavrk. Hann sagð-
ist hafa verið lengi í Sjálfstæðisflokkn-
um og var sár vegna þess að maður
sem hefði verið skemur í flokknum
hefði verið tekinn fram fyrir sig. Þetta
lýsir vel hugarfarinu á þessum árum;
vinstrimenn þurftu beinlínis að stofiia
Kópavog til að koma þaki yfir höfuðið.
Hvar er annar Davíð?
Reykjavflc hefur þokast til vinstri
eins og úrslit í bæði þing- og bæjar-
stjómarkosningum sýna - íbúasam-
setningin hefur einfaldlega breyst.
Flokkamir sem mynda R-listann
skipta á milli s£n fýlgi fólks sem getur
ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn, ekki nema eitthvað ógurlega
sérstakt sé á seyði - kannski ný hold-
tekja hins unga Davíðs. Sjálfstæðis-
menn vonast alltaf til að endurheimta
þessa töfr a sem hafa verið glataðir síð-
an um 1990 - síðast fundu þeir Bjöm
Bjamason. Það virkaði ekki þrátt fyrir
góðar gáfur frambjóðandans.
Sumir innan flokksins em að velta
fyrir sér Gísla Marteini Baldurssyni, en
það virðist fráleitt vera jafn mikil sam-
staða um þennan geðslega dreng sem
pólitflcus og sem sjónvarpsmann. Upp
á síðkastið hefur verið nefiid til sög-
unnar Ásdís Halla Bragadóttir sem er
að gera fína hluti í Garðabæ. Hún gef-
ur lítíð út á að hún vilji koma til
Reykjavflcur.
Allir skynja að Vilhjálmur Þ. Vfl-
hjálmsson mun eiga í vandræðum
með að komast með borgarstjómar-
flokkinn yfir 40 prósent. I mesta lagi
getur hann gert sér vonir um að lenda
í samsteypustjórn með Alfreð vini sín-
um; þeir em stundum spyrtir saman
og kallaðir Vilfreð. En það finnst
engum spennandi kostur.
Hollt að komast frá Reykjavík
Raunar sér maður ekki betur en að
það sé hollt fyrir stjómmálamenn að
fara frá Reykjavflc og yfir í sveitarfélög
þar sem er rekin málefnalegri pólitík.
Þannig erÁsdís Halla að koma á íbúa-
lýðræði í Garðabæ sem hvarvema
vekur aðdáun. Árni Sigfússon er bú-
inn að þurrka af sér fallstimpilinn frá
Reykjavflc; stendur sig svo ágætlega í
Reykjanesbæ að maður sér eiginlega
eftir því að hann skyldi hafa failið í
tvennum kosningum í höfuðborginni
og sé varla gjaldgengur í þær þriðju.
Lfldega er þetta vegna þess að í litíum
bæjarfélögum þar sem er mikið nábýli
þýðir ekki að reka þrasstjómmál eins
og er stíllinn í Reykjavík - að þessu
leytí er borgarloftið óhollt.
Viljum við samsteypustjórn?
Eins og er bendir allt tfl þess að ef
kosningabandalagið R-listi hangir
saman hafi það áskrift að sínum 52-53
prósentum atkvæða. En ef það
splundrast «g flokkamir bjóða fram
hver í sínu lagi er lfldegt að mynduð
verði einhvers konar samsteypustjóm
í borginni eftir næstu kosningar.
Kannski yrði það að sumu leyti til bóta
- maður myndi þó altént Ííta á það
sem lífsmark. Vandinn yrði þó sá að
lflct og í landsmálapólitflánni hefðum
við ekki hugmynd um hverju við ætt-
um von á þegar við göngum tfl kosn-
inganna - þegar ágreiningsefnin em
jafn afinörkuð og í borgarpólitfldnni
er fráleitt að bjóða upp á annað en
skýra kosti.
Við þurfum nýja pólitík
Við þurfum nýja pólitíkusa í
Reykjavflc - nýja pólitík. Kannski væri
einfaldlega happadrýgst fyrir Reykvík-
inga að losna alveg við stjómmála-
flokkana úr yfirstjóm borgarinnar; þá
væri hægt að fara að kjósa um hug-
myndir, alvöru framfaramál, eitthvað
sem snýst um þarfir borgarbúanna
sjálfra. Eins og stendur em R- og D-
listinn í Reykjavflc undirdefldir í
stjórnmálaflokkum sem em að hugsa
um allt annað. Fyrir þetta er Reykjavflc
farin að gjalda stórkostíega. Það væri
nær að í borgarpólitflánni ættust við
samtök borgaranna sjálfra, framfara-
félög og einstaldingar með hugmynd-
ir. Það á ekki að vera vandi að ástímda
opna stjómarhættí í svona litíu sam-
félagi. Ef flokkamir hætta að þvælast
fyrir - það er nóg pláss fyrir þá annars
staðar.
t