Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Qupperneq 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 11 ísland fínt fyrir viðskipti ísland lendir í 9. til 10. sæti af 150 ríkjum í saman- burði á viðskiptaumhverfi. Þetta kom fram á hádegis- verðarfundi Verslunarráðs og viðskiptaþjónustu utan- ríkisráðuneytisins í dag, þar sem fjallað var um skýrsl- una „Doing Business“. Skýrslan sem urmin er af Alþjóðabankanum í sam- vinnu við VÍ og VUR gerir góð skil á viðskiptaum- hverfi 150 ríkja víða um heim. Úttekt er gerð á mik- ilvægum þáttum í við- skiptaumhverfi viðkomandi ríkja og tekur mið af laga- legu tunhverfi og áhrifum þess á viðskiptalífið. Ónýt barna- kerra í Eyjum Lögreglan í Vestmanna- eyjum hefur átt frekar ró- lega viku. Þó var tilkynnt - um ein eignaspjöll á Eyjunni í viktmni. Var JL það barnakerra sem JB skemmd var þar sem JSv hún var í kerru- geymslu við Kirkju- ™ gerði. Einhverjir ákváðu að taka kerruna sem síðar fannst við Hamraskóla og reyndist hún þá vera ónýt. Málið er í rannsókn hjá lög- reglu og eru engar vísbend- ingar um hver hafi verið að verki. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um hver þarna var að verki eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögreglu. Kajakar bannaðir í Elliðaánum Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að banna kajakróður hverskonur á Elliðaánum. í bréfi frá Orkuveitunni til Kayak- klúbbsins segir að bannið taki gildi nú þegar auk þess sem Orkuveitan sendi afrit af bréfinu til lögreglunnar. Þorsteinn Guðmundsson, formaður Kayakklúbbsins segir þessa ákvörðun óskilj- anlega þar sem lög landsins heimila siglinga á öllum ám landsins. I svarbréfi Þor- steins biðlar hann til félags- manna Kayakklúbbsins um hjálp í þessu erfiða máli. Reiðir kajak- menn Ákvörðun Orkuveitunnar hefur vakið mikla reiði meðal fé- lagsmanna Kayakklúbbsins. Á heima- síðu klúbbsins segjast fé- lagsmenn tilbúnir að láta reyna á bannið og mæta lögreglunni ef svo ber und- ir. Aðrir taka ekki eins sterkt til orða og benda á að rannsóknir sýni að kajakróður sé ekki skaðleg- ur fiskistofninum í ánni. Orkuveitan á veiðiréttinn í Elliðánum og heldur ffarn því gagnstæða; að kajak- róður geti haft áhrif á fiski- stofninn. Deilan um Elliða- árnar virðist í hnút. Agnes Bragadóttir fær ótrúleg viðbrögð við hugmynd sinni um félag almennings sem geri tilboð í Símann. Yfir Agnesi rignir tölvupósti þar sem fólk fagnar frumkvæðinu. Er hún kölluð „refsivöndurinn“ og „þjóðarsamviskan“. Orri Vigfússon athafnamaður segir framkvæmdina gerlega og hyggst annast hana. Sauðsvarlur almúginn fylkir sér um Agnesi Agnes Bragadóttir má heita, sem viðskiptaritstjóri Morgun- blaðsins, heldur ólíklegur byltingarleiðtogi. En ákall hennar í viðhorfsgrein Moggans undir fyrirsögninni „Halló! Halló! Vakn- ið, íslendingar!" hitti heldur betur í mark. Agnes Bragadóttir segir sér blöskra hversu mjólkurkýr í þjóðar- eign hafa verið færðar sérvöldum einstaklingum fyrir slikk í anda einkavæðingar. Megi þar nefria Sfld- arverksmiðjur ríkisins, Áburðarverk- smiðjuna, bankana og jafnvel fiski- miðin. Agnes sér fyrir að hið sama sé að gerast núna þegar selja eigi Símann. Hún kemur fram með þá hugmynd að stofnað verði félag af almenningi á íslandi til að gera tilboð í stóran hluta Símans. Viðbrögðin eru ótrúleg. Athafn- armaðurinn Orri Vigfússon hefur tekið að sér að ganga í málið. Marktækur kjölfestuhópur skapaður Þegar DV náði tali af Agnesi í gær hafði hún ekki haft vinnufrið því tölvupóstum rigndi yfir hana og símtölum - hlutafjárloforð nema nú þegar 20 milljörðum. „Við þurfum að finna sérfræðinga og fjármála- stofnanir til að athuga hvort þetta er gerlegt," segir Agnes. Flestir fjölmiðlar hafa fjallað um máfið með einum eða öðrum hætti. í hádegisfréttum útvarps sagði Jafet Ólafsson að þetta væri vel ger- legt. Og Orri Vigfússon segist, í sam- tali við DV, ekki hafa nokkrar efa- semdir um að svo sé. Almenningur græði líka „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta er gerlegt. Vera kann að eitt- hvað, sem ég ekki þekki hvað er, gæti staðið í vegi. En í dag og á morgun munum við halda fundi með sérfræðingum og þá liggja línur ljósar fyrir. Hvernig þetta verður best framkvæmt," segir Orri. Brynjólfur Bjarna son forstjóri Sím- ans Ljóst erað ef fram fersem horfir verður fyrirtækið ekki fsert valinkunnum vinum ríkisstjórnar- innar á silfurfati. — Fyrr er ekki hægt að greina frá því hvernig framkvæmdin verður. „En við stefnum að því að í fyrstu um- ferð, þegar útboð fer fram, þá fái almenningur að fullu að taka þátt eða hlutfafislega og njóta ávaxtanna strax. Ekki að bíða þess í tvo til þrjú ár að gengið jafhvel þrefaldist. Við erum að safna liði til að vera gjald- gengir þátttakendur og ætlum að skapa marktækan kjölfestuhóp," segir Orri. Talað hefur verið um að Síminn muni kosta um 60 milljarða. Þjóðarvakning gegn einka- vinavæðingu Agnes er agndofa yfir hinum gríðarlegu viðbrögðum sem hún segir afskaplega skemmtileg. í póst- um sem hún fær er hún kölluð „refsivöndurinn" og „þjóðarsam- viskan“... „Já, og ég veit ekki hvað. Ég á nú kannski ekki þessar nafngiftir skifið en mér berst nú tölvupóstur frá sauðsvörtum almúganum, sér- fræðingum, hagfræðingum, lög- mönnum, kennurum, afgreiðslu- fólki, verkamönnum... Já, fólk er búið að fá nóg. Sú hlýtur að vera ástæðan fyrir því að viðhorf mitt hittir svona í mark,“ segir hún. Svo virðist sem hér sé verið að leggja drög að þjóðarvakningu, að al- menningur rísi upp til að mótmæla því að verðmæti í þjóðareign séu seld á út- sölu. „Þetta gæti orðið þjóðarvakning," segir Agnes. „Þessi viðbrögð eru með ólíkindum. Og ég hef aldrei upplifað annað eins." jakob@dv.is Orri Vigfússon At- hafnamaðurinn hef urtekiðaðsérað hrinda þeim áform- um i framkvæmd að stofna almennings- félag sem myndar marktækan hóp kjölfestufjárfesta. Agnes Bragadóttir Yfir hana rignir nú tölvupósti þar sem fólk tekur undir með hug- myndum hennar. Er Agnes ýmist kölluð „refsivöndurinn " eða „þjóðarsamviskan“ - i afar jákvæðri merk- ingu. Lífeyrissjóðsmaðurinn áréttar orð sin Sjóðsfélagar líkt og varnarlaus dýr „Það má segja að ég hafi átt við glæpsamleg vinnubrögð samein- aða lífeyrissjóðsins en ekki allra lífeyrissjóða í landinu," segir Jens Elíasson verkamaður sem kært hefur lífeyrissjóðinn vegna millj- óna starfslokasamnings Jóhannes- ar Siggeirssonar. Jens sagði í DV á mánudaginn að um glæpagengi væri að ræða sem léki sér með lífeyrissjóði landsmanna en átti þar einungis við sameinaða lífeyrissjóðinn. Engu að síður er Jens ósáttur með stjórnir lífeyrissjóða í land- inu. „Sjóðsfélagar lífeyrissjóða eru eins og varnarlaus dýr innilokaðir í krókódílagarði þar sem stjórnir sjóðanna eru krókódílarnir," segir Jens og spyr hvað stjórnvöld ætli í raun og veru að gera. „Þetta er spurning um lýðræðislegar stjórn- ir lífeyrissjóða og stjórnvöld verða að gera eitthvað svo trúverðug- leika lýðræðisins verði ekki hnekkt." í þessu sambandi nefnir Jens að menn virðist geta dælt út tugum milljóna á kostnað lífeyrissjóða sem eru gjörsamlega varnarlausir. „Það hefur verið farið illa með fé lífeyrissjóða í gegnum árin og fjöl- mörg dæmi sína að menn hafa verið að braska með fé sjóðsfélaga sem geta ekkert gert," segir Jens og bætir við: „Lífeyrissjóðir eru ekkert annað en barn síns tíma. Það hljóta að vera til aðrar aðferðir fyrir fólk til þess að festa lífeyrisfé sitt á örugg- ari máta." Hvattur í vara- formanninn Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyf- ingar Sam- fylkingarinn- ar, sendi í gærfrásér fréttatilkynn- ingu þar sem Ágúst Ólafur Ágústsson al- þingismaður er hvattur til þess að bjóða sig fram til varaformanns Samfyltóngarinn- ar á komandi landsfrtndi. Fram- kvæmdastjórnin segir þar fara þroskaðan stjórnmálamann og telur það sterk skilaboð að kjósa mann sem allan sinn stjórn- málaferil hefur verið innan Sam- fylkingarinnar. Ekki náðist í Ágúst Ólaf áður en blaðið fór í prentun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.