Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005
Fréttir DV
Selja íbúðirá
Hverfisgötu
Þau Steinunn Valdís
Óskarsdóttir borgarstjóri og
Kjartan Magnússon borgar-
fuiltrúi sem saman sitja í
stjórn Skipulagssjóðs
Reykjavíkur samþykktu á
stjórnarfundi á mánudag
að selja tvær íbúðir borgar-
innar á Hverfisgötu. Taka á
40,8 milljóna króna kauptil-
boði í 279 fermetra íbúð á
Hverfisgötu 32 og 14,9
milljóna króna tilboða í 71
fermetra íbúð á efstu hæð
Hverfisgötu 34.
Tölvum
stolið úr
leikskóla
Lögreglan í Reykjavík
var kölluð að leikskóla
við götuna Arkvörn um
klukkan hálfátta í gær-
morgun vegna innbrots.
Við athugun reyndist
tveimur tölvum hafa ver-
ið stolið. Að sögn lög-
reglunnar voru tveir
menn handteknir í ná-
grenninu með tölvurnar
í farteski sínu. Mennirnir
eru grunaðir um verkn-
aðinn og voru þeir teknir
til yfirheyrslu hjá rann-
sóknardeild lögreglunn-
ar. Báðir hafa komið við
sögu mála hjá lögregl-
unni.
Tölvum stolið
í innbroti
Tilkynnt var um innbrot
í Keflavík aðfaranótt þriðju-
dagsins.
Brotist
var inn í
tölvufyrir-
tæki við
Hring-
braut um
þrjúleytið um nóttina og
þaðan stolið tveimur far-
tölvum. Að sögn lögregl-
unnar í Keflavík var farið
inn um glugga. Ekkert
skemmdist við innbrotið
fyrir utan gluggann sem
spenntur var upp. Ekkert
hefur komið í ljós um hver
eða hverjir voru að verki og
er máiið í rannsókn hjá
rannsóknarlögreglunni í
Keflavík.
nokkuð brattir," segir Sigur-
geir Kristgeirsson hjá
Vinnslustöðinni ÍVestmanna-
eyjum. „Við erum búnirmeð
neta-
vertíð-
Landsíminn
maog
önnur vertíð tekur við afann-
arri. Nú förum við að snúa
okkur að humrinum og svo er
það slldin i haust. Fyrsti bátur-
inn átti að fara í humarinn í
gær en bilaði, hann fer vænt-
anlega á morgun og þá förum
við að sjá einhvern humar."
Ásdís Þórólfsdóttir auglýsir eftir kúbverskum eiginmanni í Lögbirtingablaðinu.
í um þrjú ár hefur Ásdís barist við að fá opinberan skilnað við manninn sem fer
huldu höfði í kommúnistaríki Fidels Castro. Ásdis segir stríðið við kerfið hafa tek-
ið á sálina. Hún eigi í dag börn með nýjum manni en sé enn gift á pappírunum.
Auglýsir eftir kúbverskum,
manni Ásdís Þórólfsdóttir segii
inmanninn ekki vilja iáta finna
viö týndan Kúbumann
Logbírtingablaðið Málið
er reifað á forsíðu blaðsins.
íslenskar konur sem giftast mönnum af erlendum uppruna geta
lent í miklum vandræðum ef sækja þarf um skilnað. íslensk kona
hefur nú barist í þrjú ár fyrir skilnaði við kúbverskan eiginmann
sem fer huldu höfðu í heimalandi sínu. Ekkert gengur og auglýs-
ir hún nú eftir manninum í Lögbirtingablaðinu.
„Alberto vill ekki láta finna sig,“
segir Ásdís Þórólfsdóttir sem barist
hefur fyrir skilnaði við kúbverskan
eiginmann sinn síðan árið 2002.
Ásdís segist hafa viljað fá dvalar-
leyfi hans framlengt hér á landi en
sú ákvörðun hafi reynst henni dýr-
keypt. Hún eigi nú börn með öðr-
um manni en sé þó enn gift
Kúbverjanum Alberto á pappírun-
um.
Brestir í hjónabandi
Mál Ásdísar er reifað í nýjasta
tölublaði Lögbirtingablaðsins. Þar
segir að Ásdís og Kúbverjinn Alberto
Sanchez Castellon hafi gifst hér á
landi þann 28. desember 2001. Þau
hafi búið á íslandi til september
2002 þegar þau fluttu til Kúbu. Fljót-
lega eftir komu þeirra þangað hafi
alvarlegir brestir verið komnir í
hjónabandið. Svo alvarlegir að Ásdís
treysti sér ekki til að dvelja lengur á
„Þetta er eitt það
ieiðinlegasta sem
ég hef upplifað."
Kúbu. Hún hafi því komið aftur til
íslands seint á árinu 2002.
Svarar ekki skilaboðum
Þann 7. apríl 2003 fékk Ásdís
skilnað frá Kúbverjanum að borði og
sæng. Hún segir að það mál hafi tek-
ið um ár í dómskerfinu þar sem ekki
var hægt að ná í manninn. Síðan
hefur liðið meira en ár frá skilnaðin-
um að borði og sæng. Kúbverjinn fer
enn huldu höfði og svarar ekki skila-
boðum. Ásdís þarf því að fá dómsúr-
skurð til að ganga frá lögskilnaðin-
um en fyrst þarf hún að auglýsa
stefnu á hendur manninum í Lög-
birtingablaðinu.
Laga- og sálarflækjur
Allar þessar lagaflækjur hafa tek-
ið á sálarlíf Ásdísar. Hún segir mál-
ið sérstaklega erfitt því hún sé kona
og eigi í dag börn með manninum
sem hún elski. Hún sé þó enn gift
Kúbverjanum og þykir miður að
geta ekki feðrað börn sín rétt.
„Þetta er eitt það leiðinlegasta sem
ég hef upplifað," segir Ásdís, sem
vill vara konur við því að giftast er-
lendum mönnum nema að hugsa
dæmið til enda.
simon@dv.is
Starfsmenn í Búnaðarbankanum duttu í lukkupottinn með kaupréttarsamningum
Þrjú hundruð þúsund krónur urðu að fimm milljónum
„Það er ágætt fyrir bæði starfs-
menn og bankann sjálfan að þeir fái
að kaupa hlut í sínum banka,“ segir
Bjöm Tryggvason, formaður starfs-
mannafélags KB banka.
Haustið 1998 hófst einkavæðing
Búnaðarbanka íslands með sölu
hlutabréfa til starfsmanna bankans
og lífeyrissjóðs þeirra. Bauðst hverj-
um og einum starfsmanni að kaupa
allt að 250 þúsund hluú í bankanum
á genginu 1,26. Allflestir starfsmenn
nýttu sér tilboðið og keyptu yfirleitt
hámarkshlut. Fyrir hann greiddu þeir
315 þúsund krónur.
í dag em þessir starfsmannahlutir
orðnir fimm milljóna króna virði,
miðað við núverandi gengi hluta-
bréfa í KB banka, sem til varð efúr
sameiningu Búnaðarbankans og
Kaupþings. Ávöxtunin á því sex og
hálfa ári sem liðið er ffá kaupum
starfsmannanna er þannig tæplega
sextánföld, eða með öðrum orðum
nærri 1500 prósent.
Þess má geta að verðlag hefur
hækkað um 31,5 prósent á þessum
tíma. Hefðu 315 þúsund krónumar
sem starfsmennimir vörðu til hluta-
íjárkaupanna aðeins venð lagðar inn
á verðtryggðan reikning væri and-
virði þeirra í dag um 414 þúsund
krónur.
Samkvæmt lauslegum útreikn-
ingum DV nema arðgreiðslur vegna
starfsmannahlutanna um 190 þús-
und krónum ffá því kaupin fóm
ffam. Á móti því vegur að starfs-
mönnum var efúr kaupin gert að
greiða tekjuskatt af þeim hagnaði
sem þeir nutu með því að fá bréfin á
genginu 1,26 aðeins um tveimur
mánuðum áður en almenningi
bauðst að kaupa hluti á genginu 2,52.
Upphæðin sem starfsmennirnir
greiddu í skatt slagaði upp í þá upp-
hæð sem nú hefur verið
greidd þeim í arð.
Björn segist ekki vita
hversu margir starfs-
menn hafi nýtt sér
kaupréttinn. „Kaup-
réttur á þessu gengi
stóð starfsmönnum til
boða í nokkur ár. Eftir
því sem gengið á al-
mennum markaði hækk-
aði óx áhuginn," segir
Bjöm Tryggvason.
Björn Tryggvason Margir
starfsmenn nýttu kauprétt á
hagstæöu gengi eftir að
markaösverðiö hækkaði,
segir formaöur starfs-
mannafélags KB banka.