Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Side 13
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 13 Mjólkveldur taugaveiki Karlmenn sem drekka meira en hálfan lítra af mjdlk á dag tvöfalda hætt- una á að fá Parkin- sonsjúkdóminn. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem birt er í tímaritinu Neur- ology. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar er eitt glas jaftivel nóg til að auka líkur á að fá þennan illvíga sjúkdóm. Vísinda- menn telja að kalk kunni að vera sökudólgurinn í þessu máli en leggja þó áherslu á að þótt mjólkurvörur auki hættuna á sjúkdómnum séu líkumar á að fá hann engu að síður litíar. Fylgst var með 7500 mönnum yfir þrjátíu ára tímabil. Viðsjárverð- ar silungs- veiðar Eftirlýstasti glæpa- maður Albaníu, Riza Malaj, endaði líf sitt á aumkunarverðan hátt í síðustu viku. Hann lét líf- ið þegar hann misreikn- aði lengd á kveikiþræði í dínamíttúbu sem hann var að nota við silungs- veiðar. Riza var eftirlýstur fyrir morð, vopnuð rán og skotbardaga við lög- regluyfirvöld. Riza, sem kallaður var „Síðasti kúrekinn" missti, að sögn lækna á spítala í Kosovo, meðal annars báðar hendumar og lést á spít- alanum eftir slysið. Gjaldkeri gabbar ræningja Gjaldkeri banka í aust- urrísku borginni Graz sló bankaræningja út af laginu með fáheyrðu jafnaðargeði. Ræninginn rétti gjaldkeranum miða með kröfu um fimmtán miilj- ónir króna. Gjald- kerinn sagði ræn- ingjanum að hann gæti ekki afgreitt lán, annar sæi um það. Við það kom fát á ræningjann og hann hljóp auralaus út. Þá gaf gjaldkerinn svo ná- kvæma lýsingu á mannin- um að hann var handtek- inn nokkmm mínútum síð- ar. Bankaræninginn sein- heppni viðurkenndi að hann hefði engan veginn vitað hvernig hann ætti að bregaðst við svarinu. Þunglyndi læknað á netinu Heilbrigðisyfir- völdíVejleíDan- mörku hafa nú tekið netíð í notk- un til meðferðar vegna þunglyndis. Ætíunin er að nýta netið til meðferðar á þeim sem þjást af mildu eða miðlungsmiklu þung- lyndi. Með þessari aðferð er ætíunin að skapa náin og sterkari samskiptí á milli sjúklings, heimilislæknis hans og sálfiæðings. Þannig á að auka gæði meðferðar- innar með meira upplýs- ingaflæði. Auk þess á þetta að auka skilning á þung- lyndi og meðferð á því. Tímaritið Rolling Stone og bandariska dagblaðið The New YorkTimes rannsökuðu sameiginlega lagalista á tónlistarspilara George W. Bush Bandarikjaforseta. Sumt þar reyndist fyrirsjáanlegt, bæði það sem var og sem var ekki lagalistanum. Þrátt fyrir að hafa verið viðstaddur útför Jóhannesar Páls páfa II á föstudag og hitt Ariel Sharon, forsætisráðherra ísraels, á mánu- daginn var George W. Bush Bandaríkjaforseti áberandi mikið í fjölmiðlum í gær vegna Apple iPod-tónlistarspilarans síns. Á iPod-inum, sem dætur hans gáfu honum í afmælisgjöf í júní á síðasta ári, er að finna um 250 lög eftir hina ýmsu höfunda. Sam- kvæmt samantekt Roliing Stone og The New York Times mátti þar mest megnis finna sveitatónlist og klass- ísk rokklög sem forsetinn hlustar á þegar hann fer í hjólreiðatúra í kringum búgarð sinn í Texas. Drykkjuvísur Áberandi á listanum eru sveita- tónlistarmennirnir George Jones og Alan Jackson. Joe Levy, ritstjóri hjá Rolling Stone, segir þetta gefa til kynna að Bush hafi vit á sveitatón- list. Hann segir Jones til dæmis vera besta sveitasöngvarann og óvirkan alka sem syngi mikið um ástarsorg og drykkju, uppáhaldsyrkisefni allra alvöru sveitasöngvara. John Fogerty Barðist fyrir John Kerryisíð- ustu forsetakosningum en kemst á lagalista Bush með lag sem varspilað í upphafí leikja hafnaboltaliðs sem Bush átti. Joe Levy varð mest hissa á hvað mikið af tónlistinni sem Bush hlustar á væri með listamönnum sem eru andstæðingar hans í stjórnmálum. Á óvart kom að á iPod-inum mátti finna lög með Joni Mitchell, John Hiatt og lagið My Sharona með The Knack. Mesta athygli vakti þó kannski að á meðal laganna var að finna lagið Centerfield eftir John Fogerty í Creedence Clearwater Revival. Lagið var spilað í upphafi leikja hafnaboltaliðs sem Bush átti í, Texas Rangers. Fogerty var á meðal fjölda bandarískra tónlistarmanna sem unnu opinberlega gegn Bush í síð- ustu forsetakosningum. Hins vegar var ekki að finna lagið Fortunate Son eftir sama mann sem fjallar um syni áhrifaríkra manna í Bandaríkj- unum sem sluppu við að fara til Ví- etnam. Enga sálgreiningu Joe Levy varð mest hissa á hvað mikið af tónlistinni sem Bush hlust- ar á væri með listamönnum sem eru andstæðingar hans í stjórnmál- um. Mark McKinnon, hjólreiðafé- lagi og fjölmiðlaráðgjafi Bush í síð- ustu kosningum, svaraði því til að ef Bush ætíaði sér bara að hlusta á tónlistarmenn sem væru honum sammála yrði listinn ansi þunnur. Annars gerði McKinnon lítið úr þvf að fólk færi að sálgreina Bush út frá lagavalinu á iPod-spilaranum. í fyrsta lagi sæi Bush ekki um að setja tónlistina á og í öðru lagi hlustaði hann eingöngu á tónlistina þegar hann hjólaði. Markmiðið með henni væri að halda honum við efn- ið við að komast yfir næstu hæð. Fjárfestasýning í Sviss vekur athygli Uppfinning auðveldar smokkaásetningu Nýr smökkaásetjari sem styttir ásetningu gúmmísins til muna vek- ur mikla athygli á upp- finningasýningu í sviss- nesku borginni Genf þessa dagana. Ásetjarinn hefur slegið í gegn í heimalandi uppfinninga- mannsins, Mar Maty Seck frá Afríkuríldnu Senegal, og því ákvað . , _______r______ hann að reyna fyrir sér á 9°ða Karl™enn finningum, frá 735 upp- alþjoðavettvangL óttast afkáralega gúmmí- flnnmgamonnum, sem Seck segir það algengt uppní//un eru til synis í Genf og vandamál hjá karlmönn- leita fjárfesta. Á meðal um að þeir kunni ekki almennilega þeirra eru vistvæn hreinsiefni fyrir að nota smokka og sumir þeirra báta sem gera slippinn óþarfan og skammist sín svo fyrir að böggla öryggishjálmar úr kókoshnetutrefj- þeim á sig að ástarbríminn hrein- um. Undarleg flárkúgun á netinu Borgið eða Tobydeyr Allt stefnir í að kanínan Toby endi á eldhúsborði í Bandaríkjunum í lok júm' næstkomandi ef marka má vefsíðuna savetoby.com. Dýravinir eru rasandi og kalla þetta fjárkúgun af verstu sort. Á savetoby.com er að finna hjart- næma frásögn undarlega þenkjandi manns um hvernig hann fann Toby illa haldinn undir veröndinni heima hjá sér. Að sögn mannsins var Toby kaldur og sár, líklega eftir árás villikattar. Toby var ekki hugað líf en hann braggaðist þó fljótt. Sagan snýst þó skyndilega upp í yfirlýsingu um það að Toby muni hljóta þau óskemmtilegu örlög að verða étinn 30. júní næstkomandi. Þó segir á vefsíðunni að hægt sé að bjarga kan- ínunni undan hnífnum ef fjárfram- lög á bankareikning mannsins nái 50.000 dollurum (um 3 milljónum íslenskra króna). Staðan er núna lega renni út í sandinn á meðan. Seck fullyrðir að smokkaásetjarinn tryggi aðeins andartakstruflun á samtífinu og að með smá þjálfun muni bólfé- lagar karlmanna líklega ekki taka eftir því að þeir hafi teygt sig í smokk og rúllað honum upp á. Smokkaásetjarinn er Krúttlegur í kássu Svo virðistsem þó- nokkrir hafí lagt fram fé til að bjarga Toby. 24.151 dollari en tekið hefur verið fyrir fleiri fjárframlög af utanaðkom- andi aðilum. Vefsíðan var tekin niður um tíma eftir að þúsundir kvartana bárust hýslinum, Godaddy.com. Síðan er hins vegar komin upp aftur og segir hýsillinn ástæðuna einfaldlega vera þá að ekkert ólöglegt sé við það að snæða kanínur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.