Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Page 17
DV Kærísáli MIÐVIKUDAGUR 13. APRlL 2005 17 Ók bílnum ann r w\ I 1 y Konu einni var svo heitt í hamsi nú fyrir skömmu að hún ók bíl sínum inn í íbúð nágranna síns. Deila þeirra snerist um hávaða sem kom frá sjónvarpi þess sem fékk þetta óvænta innlit. Bíllinn sem konan ók var 1985 árgerð af BMW en hún ók honum yfir lóðina og ruddi nokkrum garð- húsgögnum úr vegi áður en hún klessti á vegg íbúðarinnar. Eng- um var meint af inni í íbúðinni og bíllinn var sömuleiðis lítið skemmdur. Konan, sem er 36 ára gömul, var handtekin og bíður hún þess nú að verða leidd fyrir dómara. Er í sérstöku anda- „Já, ég er I sérstöku andaræktarfélagi, sem má eiginlega segja að hafi bjargað lífi mínu, “ segir leikarinn Valdimar örn Flygenríng að bragði.„Svo reyni ég að anda djúpt þegar eitthvað bjátarái lífinu og leyfi einhverjum öðrum að stjórna og yfirleltt fell- ur þá allt i þá staði þar sem þaðá vera. “ Undanfarin misseri hefur hópur trúleysingja sem kennir sig við Vantrú vakið athygli. Einn af for- sprökkum hópsins, Óli Gneisti Sóleyjarson, segir markmiðið ekki að tilkynna fólki óumbeðið hve ljúft það er að vera trúlaus þó því sé velkomið að kynna sér skoðanir þeirra hafi það löngun til. „Maður verður að sfa þær upp- lýsingar sem maður tekur við í h'f- inu það er ekki hægt að gleypa við öilu,“segir einn aðalmaður félags- kaparins Vantrúar, félagsskapar sem setur sig upp á móti ýmiss kon- ar trúarlegum hefðum og því sem félagsmenn telja hindurvitni. Öli segir mikið frelsi felast í trú- leysinu þar sem hann segir það leysa fólk undan hinum ýmsu hind- urvitnum og mýtum fortíðarinnar, einhverju sem spratt upp fyrir löngu í öðrum menningarsamfé- lögum og þjónuðu þá einhverjum tílgangi en eiga ekkert erindi við samtímann og þá sem í honum hrærast. Framsókn og álfatrú „Ég hef nefnt bann sumra trúar- bragða við svínakjötsáti sem dæmi um eitthvað sem einhvem tímann þjónaði tUgangi en það er mjög eðlUegt að fólk hafi talið slæmt að neyta svínakjöts í eyðimörkinni þar sem það skemmdist mjög fljótt í hita og getur þá verið fólki hættu- legt. En að dragnast með slflc bönn án þess að velta því fyrir sér úr hvaða jarðvegi þau spruttu getur ekki verið neinum gott. Alvarlegra dæmi um þetta er tfl dæmis aldagamlar kreddur margra trúðaðra gagnvart sam- kynhneigðum og annað kómísk- ara er svo álfatrú íslendinga. Trú- in á þá er oft rakin tU sagna úr Eddukvæðum en álfatrúin í dag minnir lítið á þær sagnir heldur eru þeir miklu skyldari því fólki sem Ufði í gamla bændasamfé- laginu hér á landi. Mér finnst því líklegt að þetta tengist ómeðvit- uðu samviskubiti okkar yfir að flytja úr sveit yfir á mölina enda minnir mig að kannanir hafi leitt f ljós að framsóknarmenn eru þeir sem trúa mest á álfa.“ Biskupinn er uppsprettan „Það má í raun segja að Karl Sig- urbjörnsson, biskup íslands, hafi verið uppsprettan að því að Vantrú var stofnuð en hann lét eitt sinn hafa eftir sér að trúleysi ógnaði Leið tilsátta Taktu saman lista yfir þau skipti semþér fannst vinurinn ganga oflangt Iþvl aö ráðskast meö þig. Haltu ró þinni og útskýrðu mál þitt án þess að koma með aivariegar og særandi ásakanir. Góð leið til að koma rétt- um skilaboðum áleiðis er að segja:„Mér finnst þú skemmtilegur vinur og gaman að vera með þér en þú getur ekki alltafráðið ferðinni." Ástæða 4 Fyllerisrugl Það er ótrúlegt að jafn góðir vinirogþið eruð þurfið alltafað fara að rífast þegar þið fáiðykkur neðan í þvi. Augljóslega reynum við samt að halda okkar skoðun á lofti en það gerum við seint óumbeðnir, þá værum við fyrst komnir á ranga braut. mannlegu samfélagi. Þetta ofbauð okkur trúleysingjunum svo mikið að við ákváðum að skipulegga okk- ar starfsemi. En við munum seint fara að banka upp á hjá fólki og til- kynna því óumbeðnir hve ffábært líf felst í því að vera trúlaus," segir Óli og brosir í kampinn en félagar Vantrúar hafa oft legið undir ámæli fyrir að vera í raun trúboðar trú- leysis eii það telur hann af og frá. „Augljóslega reynum við samt að halda okkar skoðun á lofti en það gerum við seint óumbeðnir, þá værum við fyrst komnir á ranga braut." Ástin mín er efnisleg „Það sem ég tel mikilvægast er að þegar maður áttar sig á því að þetta líf er það eina þá mun maður miklu frekar leggja rækt við það og taka ábyrgð á því sem gerist. Það tel ég mun ákjósaniegra en að láta sig dreyma um eitthvað annað líf sem tekur við að þessu loknu ég hef á til- finningunni að það sé eins og að lifa lífinu sofandi. Ég er harður efnishyggjumaður og tel að ekkert sé til sem heitir sál, við erum blanda af genum og um- hverfi en ekki einhverju upphöfnu og ósnertanlegu. Mér þyldr til að mynda mjög undarlegt að tala um hugtökin ást og vináttu sem eitt- hvað andlegt, vinir mínir og ástin mín, þau eru efnisleg og raunveru- lega til en ekki óskilgreind, andlegt fyrirbrigði," segir Oli Gneisti af sannfæringu. karen@dv.ls Leið tilsátta Næst þegar þið farið útá lífið komið þið ykkur saman um að það sem ykkur fer á milli þegar þið eruð komnar I glas skipti ekki máli. Enefþaðerundir- liggjandi ástæða fyrir þessum rifrildum þá skaltu sýna hugrekki og ræða um vandamáliö edrú, það leysir enginn neitti ölæði. Ástæða 5 Baktal og slúður Það finnst flestum gott að deila leyndarmál- um með vinum slnum og sömuleiðis finnst flestum afar slæmt að heyra að vinurinn hefur ekki gætt þagmælsku um þín mál. Þú færð vininn ef til vill til að viðurkenna lausmælgina og biðjast fyrirgefningar en það getur verið erfitt að fyrirgefa trún- aðarbrest. Leið tilsátta Reiði og gremja gerir, þegar til lengri tima er litið, eng um illt nemaþér sjálfri- /sjálfum. Sýndu hug- rekkl og stillingu og út- skýrðu fyrir vininum að þegar þú segir honum eitt- hvað I trúnaði þá viljir þú að það sé aðeins ykkar á milli. Þú viljir byggja aftur upp traustykkar á milli en það sé erfitt nema trúnaðar ségætt. Ástæða 6 Þú ert skilin/n útundan Þú kynntir vin þinn fyrir öðrum vini, þeir smullu saman og hafa nú engan tíma til vera meö þér. Þetta er algengt deiluatriði og ekki að undra þóttþú sért sáryfír þessu. Leið til sátta Segðu hreint út hvað þér finnst. Eftilfinningar þlnar eru ekki virtar þýðir lítið að sitja heima og væla heldurþarftu Ifklega að finna nýja og betri vini. Ástæða 7 Vininum/vinkonunni fellur ekki við kærast- ann þinn Það er erfítt ef tveimur mann- eskjum sem þér er annt um kemur ekki sam- an. Tvö andstæð sjónarmið togast á um þig, þér finnst þú líklega vera að rifna í tvennt og ekki skritið að þér líði illa. Leið tilsátta Gerðu vininum/vinkonunni grein fyrirþvíað þér þyki mjög vænt um hann/hana en þér þyki líka vænt um kærastann þinn og langi til að þeim komi vel saman. Hafðu samt f hyggju að vinir geta oftséð alvarlega galla nýrra ástmanna betur en þú. Stundum er þörfá að hlusta á það sem vinurinn hefur að segja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.