Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. APRlL 2005 Fréttir DV Ævisaga handrukkara Annþór var fyrst dæmdur þegar hann var sautján ára, árið 1995. Hann hafði brotist inn í (þróttahús og á skrifstofur verkamannafélags. Hann síöan skilorðsbundinn dóm með því að brjótast inn í bíla. Þá var hann dæmdúr (eins árs fangelsi. Næst var hann dæmdur fyrir inn- brot árið 1996 og fékkfjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Árið 1997 fékk hann 10 mánaða fangelsisdóm fyrir innbrot og þjófn- aði. Næst komst Annþór (kast við löginþegar hann bjó á Vestfjörðum. Þar réðst hann á mann sem skuldaði öðrum manni pening og hafði skemmt úlpu þess þriðja. Annþór kom við annan mann I (búð manns- ins, sparkaði í andlit'og barði hann með krepptum hnefa þannig að hann var allur skorinn og brotinn f andliti. Hann hótaði manninum síð- an margoft að fleygja honum út um glugga. Fórnarlambið sagði að Annþór hefði hótað honum að ef hann segði lögreglu frá atvikinu yrði hann drepinn. Málið fór fyrir dóm en í réttarsalnum breytti fórnarlambið framburði slnum. Samkvæmt heim- ildum DV reyndu félagar Annþórs að fá manninn til að draga framburð sinn til baka sem hann gerði. Ann- þór var þó dæmdur (fangelsi 13 mánuði. Um svipað leyti var Annþór dæmdur fyrir að hafa ruðst inn í hús og flutt soninn á heimilinunauðug- an á brott til að finna annan mann sem skuldaöi peninga. Félagi Ann- þórs hótaði að skera alla fingurna af manninum en Annþór sá alfarið um líkamsmeiðingarnar. Hann fékk sex mánaða fangelsi. Síðast var Annþór dæmdur (sjö mánaða fangelsi fyrir að taka þátt í smygli á tæplega fimm kdóum af hassi. Og nú hefur Hæstiréttur dæmt hann í þriggja ára fangelsi. Nýr kafli verið skrifaður (ævisögu þess handrukkara á (slandi sem menn hræðast mest. Eru Strákamir slœmfyrirmynd? Ásgeir Davfðsson á Goldfínger. „Mér finnst þeir nú bara vera til fyrirmyndar. Ég er svo rugl- ■aöur. Mér finnst nú svo margt mikiö verra en þetta sem er á internetinu og i sjónvarpinu. Mln skoöun ernúsú aö for- eldrarnir eigi bara aö fylgjast meö börnunum sínum. Efþeir eru ekki hæfir til þess þá eru þeir ekki hæfír til aö eiga sjón- varp." Hann segir / Hún segir „Ég horfi alltafá hverju ein- asta kvöldi með minni fjöl- skyldu. Efeitthvaö kemur upp ræöum viö þdö bara. Þeir hafa mildast mjög síöan þeir voru á Popptíví. Þá voru þeirsvo seint og meira vandamál að koma börnunum I rúmið. Þeir eru mjög skemmtilegir og slöur en svo slæm fyrirmynd. Gott að nota þá sem dæmi um: Svona gerir maður ekki." Lára Ómarsdóttir, innkaupastjóri hjá Offíce I. Herör gegn ofbeldi Mörgum þótti Símon Sigvalda- son, dómarinn í héraðsdómi sem sá um mál Annþórs, taka harka- lega á honum. Hæstiréttur þyngir hins vegar dóminn og telur Bene- dikt Arason, faðir fómarlambsins, að þarna sé skorin upp herör gegn handrukkurum og hinu aukna of- beldi í undirheimunum. „Ég hélt þetta yrði mildað en sú er ekki raunin. Þarna er tekið á máiunum af hörku enda er ástandið ekki gott eins og sést á fréttunum frá Akureyri." Ófyrirleitin árás Annþór Kristján Karlsson vildi, JmM eins og áður yjs hefur komið fram, ekk- ert segja ;*■ uin nið- urstöðu Ilæsta- réttar. „Vá, þetta er æðislegt," sagði Benedikt Arason, faðir Birgis Rúnars Benediktssonar fórnarlambs Annþórs. Hæstiréttur dæmdi í gær Annþór í þriggja ára fangelsi og þyngdi með því dóm héraðsdóms um hálft ár. Sjálfur er Annþór þögull sem gröfin enda bíður hans löng fangelsisvist. „Ekki hringja í mig aftur,“ var það eina sem Annþór Kristján Karlsson sagði í gær eftir að Hæsti- réttur þyngdi dóm héraðsdóms yfir honum. Þriggja ára fangelsis- vist er staðreynd og lýkur þar með þrautagöngu Annþórs fyrir rétti sem hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu. Faðir Annþórs vildi segja sem minnst um dóminn. Að sjá börn sín fara í fangelsi er aldrei auðvelt. Lét höggin dynja Annþór er dæmdur fyrir að hafa í félagi við Ólaf Valtý Rögn- valdsson ráðist á Birgi Rúnar Benediktsson, 17 ára pilt sem lá mjaðmagrindarbrotinn á sjúkra- beði. Annþór lét höggin dynja á Annþór komst fyrst í fréttir þegar hann var sakaður um að hafa lamið Friðrik Þór Friðriksson á Ölstofunni. Síðan þá hafa ofbeld- isverk hans komið í ljós, hann hót- að blaðamönnum og reynt að fá vitni til að breyta framburði sín- um. Fórnarlamb Annþórs dró til dæmis framburð sinn til baka en dómurinn tók það ekki gilt og kall- ar árás Annþórs „alvarlega og ófyr- irleitna". simon@dv.ts Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- leikstjóri Sakaöi Annþór um að hafa ráð- istásig. Birgi Rúnari með stálröri meðan Ólafur Valtýr braut keramikskál á andliti hans. Þriðji maðurinn stóð vörð við dyrnar en málið gegn honum var fellt niður. Hæstiréttur íslands Skerupp herörgegn handrukkurum. Annþór Kristján Karlsson handrukkari Dæmdurí þriggja ára fangelsi. Hæstiréttur sker upp herör gegn ofbeldi handrukkara og dæmir Annþór Kristján Karlsson í þriggja ára fangelsi. Annþór hafði áður hlotið tveggja og hálfs árs dóm í héraðsdómi en áfrýjaði i von um náðun. Honum varð ekki að ósk sinni og vill nú ekkert tjá sig um málið. Faðir fórnarlambsins gleðst yfir refsigleði Hæstaréttar. Sjálfsfróun í fermingartíma Biskupsstofa sér ekki ástæðu til að bregðast við fréttum af því að Carlos Ferrer, sóknarprestur í Hafn- arfirði,kénni krökkum um sjálfsfró- un í fermingarfræðslu. Foreldrum fermingarbarna ofbauð eftir að Car- los bað þá krakka sem byrjuð væru að stunda sjálfsfróun að rétta upp hönd. í skriflegu svari frá Steinunni Amþrúði Björnsdóttur, fjölmiðla- fulltrúa Biskupsstofu, segir að þegar hafi farið fram sættir í þessum mál- um. Carlos barði einnig fermingar- bam með kústskafti. Linda Pétursdóttir komin heim til að ala barn sitt í sumar Kvíðir því ekki að verða einstæð móðir „Ég kvíði því ekki að verða ein- stæð móðir. Ég á svo góða að,“ segir alheimsfegurðardrottningin og at- hafnakonan Linda Pétursdóttir sem nýkomin er til landsins til að ala sitt fyrsta bam. Linda kom til landsins fýrir nokkrum dögum en hún hefur sem kunnugt er verið búsett í Kanada undanfarin ár og lagt stund á nám í grafískri hönnun. Að lokn- um barnsburði ætlar hún aftur út í framhaldsnám og fullnema sig þá með mastersgráðu í stjórnun aug- lýsinga fyrir sjónvarp. „Ég veit í sannleika sagt ekki hvort ég geng með strák eða stelpu enda skiptir það mig engu. Ég er al- sæl,“ segir Linda sem í raun er sjálf að endurfæðast nú þegar hún geng- ur með barn sitt og bætir þar með nýrri vídd við viðburðaríkt líf sitt sem hefur ekki alltaf verið dans á rósum. En nú sér hún kjarnmikinn gróður og heiðskíran himin hvert sem hún lítur. „Ég er hamingju- söm,“ segir hún. Barnsfaðir Lindu er kanadískur læknir og Linda vill halda honum frá allri umræðu um væntanlegan erf- ingja sinn. Linda segist hafa staðið í ástarsambandi við lækninn í nokkra mánuði og ávöxtur þess samband sé nú öllum ljós. Var hann kvæntur? „Nei, hvað heldur þú eiginlega að ég sé?“ svarar Linda um hæl með bros á vör. Bros sem er komið til að vera. Bros yfir nýju h'fi sem hún ber undir belti. Og sínu eigin um leið. ■ 9 Ófrísk og alsæl Linda 1 óttast ekki hlutskipti ein- 1 stæðu móðurinnar enda á 1 hún góða að. Hún þvertek- I urfyrirað barnsfaðir sinn I hafí verið kvæntur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.