Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 Fréttir DV Færeyingar með maríjúana Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á sjö grömm af maríjúana í færeyskum tog- ara í Hafnafjarðarhöfn í gærmorgun. Að sögn lög- reglunnar voru þrír skip- verjar handteknir vegna málsins og færðir til yfir- heyrslu. Við yfirheyrslur játuðu þeir að eiga fíkniefn- in. Þeim var sleppt þegar þeir höfðu greitt sekt vegna málsins út í hönd. Lögregl- an segist hafa haft rök- studdan grun um ólöglegt athæfi um borð og því leit- að í togaranum. Að sögn hennar er annað slagið lagt hald á vímuefni í skipum við höfnina. Lögreglan drap sel Lögreglumenn drápu særðan sel sem fannst í Sandgerðishöfn í fyrradag. Selurinn sást athafna sig í höfninni og var honum ekki hugað líf. Lögreglan var kölluð til og drap dýrið. Það voru síðan starfsmenn Sandgerðisbæjar sem bundu enda á hrakfarir sels- ins og urðuðu hann í jörð. Mótmæla ídag Ungmenni á Akureyri munu koma saman á Ráð- hústorginu á Akureyri í dag og mótmæla ofbeldis- mönnum sem herjað hafa á bæinn. Skotárásin á Akureyri fyrir stuttu var dropinn sem fyllti mæhnn. „Þetta verður á morgun klukkan sautján og við höf- um fengið mjög góð við- brögð," segir Valdís Jóns- dóttir sem skipuleggur mótmælin. „KK ætlar að koma og spila nokkur lög og allir eru velkomnir. Svo ætlum við bara að samein- ast í þöglum mótmælum og engin ræðuhöld verða, þetta verður því nokkuð óformlegt." „Það er allt stórgott að frétta, ég er við það að tapa mér af kátínu," segir Ásmundur Páll Hjaltason, biðlistamaður i Fjarða- _________ Landsíminn „Það er bongóblíða, sumarið að koma. Miklar framkvæmdir í gangi og mikið um aö vera hér fyrir austan. Annars er værð yfir mér og ég í góðu jafnvægi." Sveinn Andri Sveinsson lögmaður undirbýr nú mál Sigurðar Guðmundssonar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Sigurður fékk 18 mánaða fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir að hrista barn til dauða. Efasemdir um hvort svokallað „Shaken baby syndrome“ sé í raun og veru til verða hluti af málsvörninni. DV birti nýverið sakaskrá íslenska ríkisins, þau brot sem ríkið hefur verið dæmt fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Athygli vakti þar hversu mörg málanna sem ríkið hefur tapað hafa orð- ið til þess að breyta þurfti lögum hér á landi - lögum sem marg- sinnis hafði verið bent á að stæðust ekki. Nú er nýtt mál á leið fyrir dóm í Strassborg og ef marka má orð Sveins Andra Sveins- sonar er líklegra en ekki að gerð verði breyting á íslenskum lög- um í kjölfarið - lögum sem brjóta mannréttindi íslendinga í hvert sinn sem þeim er nú beitt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sigurð Guðmundsson á sín- um tíma í tveggja ára fangelsi og taldi þar sannað að Sigurður hefði hrist kornabarn í hans umsjá með þeim afleiðingum að barnið lést. Hæstiréttur komst að sömu niður- stöðu en lækkaði refsinguna í 16 mánaða fangelsi. Eintal Læknaráðs Meginröksemd Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sigurð ar Guðmundssonar, snýr að meðferð málsins fýrir dómi og þá ekki síst þætti læknaráðs í því. Læknaráð veitir um- sögn í dómsmálum sem þessum og komst ráðið að þeirri niður- stöðu að barnið hefði látist af völdum hrist- ings Sigurðar. Erlendir sérfræðingar fóru yfir gögn málsins að ósk verjanda og þar er niðurstöðum meinafræðings og læknaráðs mótmælt. Hæstiréttur sendi umsögn erlendu sérfræðing- anna aftur til læknaráðs til umsagn- ar en það segir Sveinn Andri að gangi í bága við jafnræðissjónarmið. „Það sér það hver maður að læknaráð getur aldrei tahst hlutlaust þegar það á að taka afstöðu til gagn- rýni á eigin vinnu- Vill uppreisn æru Sigurður Guð■ mundsson sat I fangelsi vegna brots sem hann hefur aldreijátað. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú mál hans til meðferðar. brögð," segir Sveinn Andri sem álít- ur lög um læknaráð einnig ámælis- verð. Fátæklegur rökstuðningur „Eins og lög um læknaráð eru í dag, þá þarf ráðið aldrei að svara fyr- ir ákvarðanir sínar fyrir dómi, ein- ungis koma fram einhliða úrskurði og enginn frá ráðinu ber vitni," segir Sveinn Andri sem telur lög um læknaráð barn síns tíma. „Þau brjóta auðvitað í bága við þá meginreglu réttarfars að sakborning- ar eða verjendur þeirra hafi kost á að gagnspyrja vitni," segir Sveinn Andri sem kveðst hafa hafrtað því að byggt yrði á skýrslu ráðsins. Hann fékk þó að leggja fram skriflegar spurningar við rökstuðningi frá ráðinu. „Grundvailarspurning mín var hvort hristingur einn og sér gæti valdið dauða, en á því byggir raunar niðurstaða dóms ins, við því fékk ég nú frekar þunnt svar, eða já,“ segir hann. „Hristbarnaheil- kennið" í viðtali við DV fýrir skemmstu sagði Sigurð- ur Guðmundsson að ný gögn og dómar að utan styddu að læknaráð hefði komist að vitlausri1 niðurstöðu þegar fullyrt var að ungbarnið hefði látist í kjölfar hristings. Sveinn Andri hefur undanfarið búið sig und- ir málflutning í Strassbo- rg og í greinargerð hans er meðal annars vísað í nið- urstöður erlendra sérfræð- inga sem telja „shaken baby syndrome" eða „hrist- barnaheil- Vill breyta lögum Sveinn Andri Sveinsson segir ótækt með öllu að læknaráð geti sent inn úrskuröi sem dæmt er eftir án þess að þurfa að svara fyrir þá. „Eins og lög um Læknaráð eru í dag þá þarfráðið aldrei að svara fyrir ákvarð- anir sínar fyrir dómi." kenni" hreint ekki valda dauða - engar vísindalegar niðurstöður hafi sannað að svo sé. Erlendir sérfræðingar sem fengn- ir voru af Sveini Andra til að skoða málið eru enda ósammála skýrslu læknaráðs og segja skyndilega ung- bamaskyrbjúg haifa dregið barnið til dauða. heigi@dv.is Sníkjudýriö Ixodus ricinus komiö til íslands og sest á ketti „Þessi sníkjudýr geta valdið ýms- um sjúkdómum svo sem lömunar- veiki," segir Lísa Bjarnadóttir dýra- læknir í Víðidal um Ixodus ricinus, eða farmaur, sem fannst á íslensk- um ketti fyrir skömmu. „Þetta er nú nokkuð algengt í löndunum í kring- um okkur og hefur fjölgað undanfar- in ár,“ segir Lísa. Tegund sem er skyld farmaurn- um hefur fundist eitthvað á lunda en þetta er einungis annað tilfelh sem þessi tegimd finnst hér á landi. Lísa segir farmaurinn setjast á öh dýr og jafnvel menn. „Það bítur sig fast og er með sérstök sogfæri sem sýgur blóð í gegnum húðina. Dýrið margfaldar svo stærð sína, dettur af en skilur eftir sig egg.“ Farmaurinn getur borið með sér ýmsa sjúkdóma og meðal þeirra er lömunarveiki sem sest á taugakerfið. „Þegar maurinn sýgur blóð þá setur hann ýmsa vírusa og bakteríur í sárið sem geta verið hættulegir," segir Lísa um kvik- indið sem lítur ekki fallega út. Sigurður Björn Gunnarsson eigandi kattarins sem maurinn settist á segir eggið sem hann skildi eftir hafa verið á stærð við húsflugu og ? stútfuht af blóði. Kisi Þetta er i annað skiptið sem snlkjudýrið finnst á ketti hérá landi. Farmaur Ixodus ricinus er sníkjudýr sem getur valdið lömunarveiki og sestáfólk. Dagmömmur góðaríÁrborg Mikil ánægja virðist vera meðal foreldra í Arborg með þjónustu dagmæðra sem starfa í sveitarfélaginu. Það er að minnsta kosti niðurstaða könn- unar sem kynnt var á fundi leik- skólanefndar Árborgar í gær. Af þeim 52 foreldrum sem spurðir voru svöruðu 20. Niðurstöðurn- ar voru þær að mjög ánægðir voru 17, einn sagðist frekar ánægður og annar tU sagðist hvorki vera ánægður né óá- nægður. Aðeins eitt svar barst þar sem viðkomandi sagðist vera mjög óánægður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.