Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 10
1 0 FÖSTUDAGUR 29. APRlL 2005 Fréttir DV Kostir & Gallar Unnur Birna er glæsileg stúlka og getur heillað hvern sem er með sínu fallega brosi og ein- lægu augum. Unnur er hvers manns hugljúfi og þrátt fyrir athyglina sem hún hefur vak- ið þykir lætur hún frægðina ekki stlga sér til höfuðs. Unnur er bæði dýravinur og vinur vina sinna. Unnur Birna þykir nokkuð lausbeisluð og nýtur sín vel i skemmtanalífi bæjarins. Hún er klassísk fegurðar- drottning en þrátt fyrir fjöl- breytileikann, kunnáttuna og þekkinguna getur verið djúpt á kvikunni hjá henni. „Unnur Birna er mjög skipulögð og ákveðin. Metnaðarfull. Efhún ætlar sér að gera hlut- ina gerir hún þá. Hún er mjög einlæg, góö og bara yndis- leg stelpa." Pétur Óskar Sigurösson, fótboltamaöur og kærasti Unnar Birnu. „Hún er ótrúlega hress og skemmtileg stelpa. Gerir allt rosalega vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Læt- ur frægöina ekki stíga sér til höfuðs. Er einfaldlega venju- leg en samt alveg frábær stelpa." Ingunn Sigurpálsdóttir vinkona Unnar „Dóttir mín er einlæg og með eindæmum skipu- lögð. Hún er með ein- staklega gott geðslag þótt hún lendi oft I árekstrum við bróðursinn. Það erstuttá milli þeirra og þau geta verið vel upp á kant við hvort annað. Unnur er dugnað- arjálkur og nánast ofvirk I því mörgu sem hún tekur sér fyrir hendur. Þaö getur verið kostur og galli þvlstundum hefur hún ekki tíma fyrir allt sem hana langarað gera." Unnur Steinsson, móðir Unnar Birnu. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fæddist þann 25. mal árið 1984. Hún gekk I grunnskólann á Seltjarnarnesi en fór I Árbæjarskóla eftir áttunda bekk. Unnur útskrifaðist frá MS slðasta vorþar sem hún var afar virk I félagslífí skólans. Með skólanum hefur Unnur lært dans og starfaö sem danskennari hjá Dansskóla Birnu Björnsdóttur og Fimleikafélaginu Ármanni. Unnur var nýverið krýnd ung- frú Reykjavlk og mun keppa I Ungfrú ís- land eftir tvær vikur. í dag standa Akureyringar fyrir fjöldamótmælum gegn ofbeldi. í gær var hins vegar enn eitt ofbeldismálið upplýst í bænum. Það þykir vera sláandi líkt skotárás- armálinu á Vaðlaheiði enda fórnarlambið afklætt og því misþyrmt. Einn ofbeldis- mannanna er Davíð Ingi Guðjónsson, sá sem varð fyrir árásinni á Vaðlaheiði. brotið mitt þannig að ég held að ég fari ekki í fangelsi." Hefðu sleppt fórnarlambinu hefði það öskrað Tómas er ósáttur við að vera ákærður fyrir frelsissviptingu þrátt fyrir að játa að fórnarlamb hans hafi verið látið dúsa í skotti meðan þeir keyrðu með það út úr bænum. „Þetta með frelsissvipting- una er algert bull. Hann bað aldrei um að láta sleppa sér. Ég sat nokkra sentímetra fá hon- um í baksætinu og heyrði í honum allan tímann, ef hann hefði öskrað eða eitthvað þá hefðum við nátt- úrulega sleppt hon- um,“ segir Tómas en mál hans og hinn drengjanna verður sent Ríkis- lögreglustjóra innan skamms. andri@dv.is Akureyri Akureyringar hafa fengið nóg afof- beldismönnum og ætla að mótmæla f dag. „Ég snappaði bara í hausnum," segir Tómas Pálsson Eyþórsson. Hann er einn þriggja höfuðpaura hrottalegrar líkamsárásar sem átti sér stað 11. mars síðastliðinn. Árásin er af mörgum talin jafnvel alvarlegri en skotárásin á Vaðlaheiði. Lögreglan á Akureyri telur sig nú hafa upplýst málið, segir árásar- mennina hafa verið fimm en þrír hafi haft sig mest í ffammi. Þeir eru Tómas Pálsson Eyþórsson, Steindór Hreinn Veigarsson og Davíð Ingi Guðjónsson. Davíð fékk sjálfur að kenna á ofbeldismönnum skömmu eftir árásina en hann var fórnarlamb byssumannanna á Vaðlaheiði. Uppdópaðir árásarmenn DV ræddi við einn höfuðpaur- anna, Tómas Pálsson Eyþórsson, í síma í gær. Tómas segist miður sín vegna málsins og kennir vímuefna- neyslu sinni hið örlagaríka kvöld um. „Ég var á læknadópi sem heitir rivotrín," segir Tómas. Hann kom ásamt félögum sínum auga á dreng þetta kvöld sem Tómas segir að hafi verið í tygjum við yngri systur hans. Hann segir þetta haflð farið í taug- arnar á sér. „Davíð Ingi var alltaf að suða í mér, spurði hvort ég ætíaði að leyfa honum að komast upp með að vera systur minni," segir Tómas. Sá Davíð sem Tómas ræðir um er sá hinn sami og Þorsteinn Hafberg og Daníel Christensen keyrðu með upp á Vaðlaheiði eins og DV hefur áður greint frá. „Við ætluðum bara að hræða hann." hann ætíaði að standa upp með þeim afleiðingum að hann datt í jörðina. Þá hófu árásarmennirnir að trampa á höfði drengsins. Því næst var hann rifinn úr bol sínum og bux- um og hann dreginn eftír malarplani svo hann fékk slæmt svöðusár á bak- ið. Eftir þetta létu ofbeldismennirnir loks staðar numið en stálu þó fyrst fötum drengsins, peningum hans og síma áður en þeir óku á brott. Segist ekki fara í fangelsi „Ég held að þetta hafi staðið yfir í klukkutíma," segir Tómas, einn árásarmannanna um hina grimmd- arlegu atburði. „Við ætíuðum bara að hræða hann en þetta fór algerlega úr böndunum." Tómas segir eiturlyfjaneyslu sína, Davíðs Inga og Steindórs hafa haft mikil áhrif á atburðarásina. „Ég var orðinn klikkaður í hausnum, man ekki einu sinni eftir öllu sem gerðist. Ég er búinn að biðja þennan strák afsökunar, bauðst til að kaupa handa hon- um nýjar buxur og nýj- an bol. Mamma hans brjálaðist algerlega og sagði mér að snauta," segir Tómas og tekur fram að hann sé nú búinn að snúa lífi sýnu frá eiturlyfj- um. Aðspurð- ur hvort þessi alvar- lega árás leiði til fangelsis- vistar fyrir hann svarar Tómas neitandi. „Þetta er fyrsta Drógu hann eftir malarplani Atvikalýsing frá lögreglu lýsir ótrúlegri grimmd og vægðarleysi árásarmannanna. Samkvæmt henni var drengurinn settur í skottið á bíl árásarmannanna. Ekið var að iðnað- arsvæði þar sem fáir eru á ferli og þar var drengurinn tekinn úr skott- inu. Hann fékk spark í andlitið þegar Dýrkeyptir smokkar Sex íslendingar voru á dögunum dæmdir fyr- ir fíkniefnainnflutning. Þyngstan dóm hlutu þau Karl Elíasson og Guðrún Alda Helgadótt- ir sem voru tekin á flug- stöð Leifs Eiríkssonar I febrúar með tæp 100 grömm af kókaíni, falin í smokkum. Karl fékk átta mánuði en Guðrún sex. Fjórir aðrir voru dæmdir fyrir aðild sína að mál- inu. Vægustu refsingu fékk Erling Hansson, íslendingur búsettur I Svíþjóð, sem keypti dóp-smokkana. Hann var dæmdur í eins mán- aðar skilorðsbundið fangelsi. Fulltrúi sýslumannsins á Akureyri segir Davíð Inga ekki fórnarlamb enda sé væntanleg kæra á hann sjálfan Davíð Ingi er sjálfur hrotti Fulltrúi sýslumannsins á Akur- eyri, Eyþór Þorbergssson, segir ekk- ert liggja fyrir um að Davíð Inga Ey- þórssyni, sem varð fyrir árás byssu- manna á Vaðlaheiði, hafi stafað hætta af hand rukkurunum tveimur eftir að þeim var sleppt. Þess vegna hafi gæsluvarðhald ekki komið til greina. Eyþór segir Davíð ekki vera fórnarlamb enda sé væntanleg kæra á hann sjálfan. Þó að byssumennirnir, þeir Þorsteinn Haf- berg eða Daníel Kristensen, hafi ekki haft uppi hót- anir um frekara ofbeldi gegn Davíð Inga við lögreglu sögðu þeir í sam- tali við blaðamann DV á dögunum að þeir myndu „stúta" Davíð þegar hann kæmi út. Aðspurður um hvort ekki fælist bein hótun I þeim orðum piltanna, sagði Eyþór að svo gætí vel verið. „Eina sem styður það að hann sé hættulegur þess- um dreng er þessi frétt í DV,“ segirEyþór. „Það getur vel komið til greina að Sýslufulltrúinn Eyþór Þorbergsson segir að þar sem ekkert hafi komið fram um fyr- irhugaða hefnd gegn Davið við yfirheyrslur sé ekkert sem bendi til að hætta stafi afþeim. blaðamaðurinn verði yfirheyrður en við höfum ekki séð ástæðu til þess ennþá." Eyþór segir fjölmargar líkams- árásarkærur koma til kasta embætt- isins í mánuði hverjum og þessi væri þeirri ekki frábrugðinn. „Nema að þama var jú notuð byssa," segir hann og bendir á að Davíð Ingi sé ekki alsaklaus enda sé nú annað mál í rannsókn þar sem Davíð sé í hlut- verki rukkarans illa: „Þar var ungum manni komið fyrir í farangursgeymslu og hann af- klæddur og dreginn um í möl áður en hann var skilinn eftir," segir Ey- þór sem aðspurður segir máhn þó með öllu ótengd að öðru leytí. „Davíð er ekkert fórnarlamb frekar en aðrir í þessum heimi. Hann hefur sjálfur beitt svipuðum aðferðum," segir Eyþór sýslumanns- fulltrúi. helgi@dv.is Sjálfur hrotti? Davið Ingi Eyþórsson. Fulltrúi sýsiumanns segir hann ekki fórnarlamb þar sem annað mál - þessu óskylt -sénúá borðisinu þarsem Davið sé árásarmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.