Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 11 Fáviska forseta George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, skemmti áheyrendum sínum óafvitandi þegar hann hélt ræðu í Galveston í Texas síðastliðinn þriðju- dag. Hann spurði hvort enn væri hald- ið strandpartí sem kallast Splash day, Skvettu- dagur í lauslegri þýðingu. Þeir sem hlýddu hlógu dátt. Bush sagðist ekki vilja segja hvort hann hefði tekið þátt í árdaga en spurði á ný hvort dagurinn væri enn haldinn hátíðlegur. Það sem hann vissi ekki er að dagurinn er nú hátíðisdag- ur hjá samkynhneigðum á ströndum víðs vegar um Bandaríkin. Opinn bará sporbaug Rússneska geimfaran- um Salizhan Sharipov finnst að leyfa ætti brennivínsdrykkju úti í geimnum. Þetta var haft eftir honum á blaða- mannafundi í vikunni eftir að hann var nýkom- in úr nokkurra mánaða dvöl í alþjóðlegu geim- stöðinni. Sharipovheldur því fram að eilítill dreitill af áfengi daglega myndi hjálpa geimförum að slaka á. Það myndi í stað- inn gera þeim kleift að vinna vinnu sína betur og takast á við andlegt álag. Sharipov mælir með fimmtíu millilítra skammú af kom'aki á dag. Opinber baðferð Umferðaröngþveiú skapaðist fyrir framan búð- arglugga í Sydney þegar frétúst að fyrirsæta myndi skella sér í bað fyrir allra augum. Skarar af skrifstofu- fólki og fólki að versla, að- aUega þó karlmenn, flykkt- ust að glugganum áður en tjöldin voru dregin frá. Uppákoman var hluú af kynningu á snyrúvöruh'nu fyrirsætunnar sjálfrar, Meg- an Gale. Gale sagði við fjöl- miðla að hún hefði fengið nett áfall þegar hún sá hversu margir hefðu mætt til að berja hana augum. Hafmaður í Kaspíahafi íranskir fiskimenn segjast hafa séð sjávardýr sem líkist manni í Kaspía- hafinu. í viðtali við íranska dagblaðið Zindagi lýstu þeir því hvemig haf- maðurinn hefði synt með- fram bát þeirra í þó nokk- um tíma. í fyrstu héldu þeir að um stóran fisk væri að ræða. Síðan tóku þeir efúr dökkgrænu hári á höfði dýrsins, óvenjuleg- um tálknum og hand- leggjum á efri búk. Sam- kvæmt Zindagi hafa fregnir af hafmamú í Kaspíahafi færst í aukana eftir að oh'uvinnsla hófst í þessu stærsta stöðuvatni heims. Saksóknurum í réttarhöldunum yfir Michael Jackson hefur gengið illa þessa vik- una. Debbie Rowe, fyrrverandi eiginkona Jacksons, var ein þeirra er bar vitni. Mælt á móti því að Jackson sjálfur beri vitni. Æíöi ekki loisyrði um eiginmanninn lyrrverandi Svo virðist sem Debbie Rowe, fyrrverandi eiginkona Michaels Jackson, hafi skaðað málstað saksóknara í réttarhöldum yfir poppstjörnunni verulega með vitnisburði sínum á miðvikudag- inn síðastliðinn. Saksóknarar í máli Jacksons höfðu gefið í skyn að Debbie, sem kynnú sig sem Deborah Rowe Jackson en sagðist vilja vera kölluð ffú Rowe, myndi vitna um það að hún hefði fengið handrit í hendur til að þylja upp úr í myndbandi sem gefið var út sem svar við heimildar- mynd Martins Bashir. Heimildar- myndin er rótin að ákærum á hend- ur Jackson. Þar játaði hann að deila rúmi sínu með börnum en þvertók fýrir að nokkuð kynferðislegt lægi þar að baki. Jackson hringdi Grátandi lýsti Debbie því yfir í vitnisburði sínum að henni hefði ekki verið sagt hvað hún ætti að segja, ekkert handrit hefði verið not- að. Hún viðurkenndi að henni hefði verið boðið að skoða spurningar viðmælenda hennar en hún hefði tekið fyrir slíkt. Ástæðuna sagði Debbie vera þá að hún hefði ekki viljað heyra ásakanir um að hún hefði farið með æfðar staðhæfingar. Hættan værí að þeim mun lengur sem Jackson talaði þeim mun skrýtnarí hljóm- aði hann. Auk þess bætú hún við að enginn segði henni hvað hún ætú að segja, Jackson sjálfur gæú staðfest það. Debbie sagði Jackson sjálfan hafa hringt í sig og beðið sig um að taka þátt í gerð myndbandsins. Þetta er í fyrsta skipú sem Jackson sjálfur hef- ur verið tengdur við gerð þess. Hing- að til hefur starfslið hans eitt verið talið á bak við gerð þess. Sumir sérfræðingar telja að ekki hefði átt að kalla Debbie til vitnis. Hún stendur nú í málaferlum við Jackson vegna umgengisréttar við böm þeirra. Talið er að hún vilji ekki gera Ult verra með því að bera vitni gegn Jackson. Engin handrit Hamid Moslehi, sá er tók upp myndbandið, bar einnig vitni í vik- unni. Hann sagðist ekki hafa séð neinn æfa sig fyrir gerð myndbands- ins. Móðir Gavins Arvizo, drengur- inn sem Jackson er kærður fýrir að misnota, hefur haldið því fram að henni og börnum hennar hafi verið rétt handrit áður en myndbandið var tekið upp. Hamid segir ekkert til í því. Böm hennar hafi mætt tveimur til þremur tímum fýrir upptöku og eytt trman- um í leik. Móðirin hafi svo mætt klukkuú'ma fýrr. Hamid segist hvorki hafa séð hana lesa yfir hand- rit né fá tilsögn meðan hún var í sminki. Frík í vikunni hefur mikið verið rætt um þann möguleika að Jackson sjálfur bæri vitni. Efasemdarraddir Góður faðir Fyrrverandi eigin- kona Jacksons segist hafa gefið frdsér forræði til hans þarsem hann væri fæddur til að vera faðir. DV-mynd NordicPhotos / Getty Images hafa mælt því mót þar sem það gæti skaðað málið verulega. Sérstaklega þar sem hann ætti það til að vera skrýúnn. Hættan væri að þeim mun lengur sem Jackson talaði þeim mun skrýtnari hljómaði hann. Ómögu- legt væri að láta dæma hann sekan eingöngu út á það að hann væri ekki eins og fólk er flest, eða eins sagt er á götunni „frík“. Uppljóstrari smakkar á eigin meðali Kannabislöggjöfin til umræðu í Hollandi Barnapía Beckhams lauslát og gráðug Abbie Gibson, sem nú hefur opin- berað einkalíf Beckham-hjónanna í breskum slúðurblöðum, er fégráðug og heldur ítrekað við gifta menn, samkvæmt því sem fýrrverandi vin- kona hennar, Heidi Meade-Taylor, segir í breska slúðurblaðinu The Mirror í dag. Að sögn Heidi mun Abbie hafa átt í þónokkrum ástarsambönd- um við gifta menn og hafi aldri láúð í ljós eftirsjá vegna þessa. Þar á meðal á Abbie að hafa tekið þátt í kynlífs- þríhyrningi með tveimur mönnum, öðrum þeirra giftum. Heidi segir Abbie einnig hafa þráð það heitast að komast yfir karlmenn með peninga og hafi ávallt verið með augun opin í þeim efnu. Abbie þótúst hafa himin höndum tekið þegar hún fékk starf sem bamapía drengjanna þriggja hjá David og Victoriu, efúr því sem Heidi segir. Samt hafi hún gert líúð annað aUan tímann en að öfundast út í Vict- oriu þar sem hún hafi lifað h'finu sem Abbie þráði svo heitt. Vináttu Heidi og Abbie lauk þegar Abbie neitaði að borga þeirri fýrmefndu hund- rað pund sem hún hafði fengið lánuð. Óheppinn Fyrrverandi barna- pia Beckhams hefur sagt að hann hafi kallað eiginkonu sina helvitis tík I rifrildi I vetur. Borgarstjórar vilja lögleiðingu Hollenska ríkisstjórnin leggst gegn því að settar verði upp sérstak- ar kannabisgötur í úthverfum borga og bæja landsins. Hugmyndir um slrkt hafa verið á kreiki undanfarið til lausnar á vímuefnavandamálum í miðbæjum hollenskra þéttbýlis- staða. Hugmyndin er að stofna götur þar sem sala og ræktun kannabis- efna færi fram. Tuttugu af þrjáú'u borgarstjórum stærstu borga Hollands hafa lýst sig samþykka slíkri tilhögun, sem og algerri lög- leiðingu kannabiss. Borgarstjóri Ut- recht, Annie Brouwer, bendir á að brunahætta, órói meðal íbúa íbúð- arhverfa og stuldur á rafmagni fýlgi dreifðri ræktun og sölu á efnunum. Bettn: væri hægt að stjórna þessum málaflokki ef hann væri saman- þjappaður. Ráðherra endurbóta, Alexander Pechtold, hafði lýst sig samþykkan Ekki löglegt Kannabisefni eru ólögleg i Hollandi en yfirvöld hafa séð i gegnum fing- ur sér i þeim máium hingað til. tillögunni. En eftir fund með öðmm ráðherra, Piet Hein Donner dóms- málaráðherra, dró hann yfirlýsingu sína til baka. í sameiginlegri yfirlýs- ingu sögðu þeir að lögleiðing kanna- bisefna kæmi ekki til greina. Slík til- högun gengi á móú baráttu ríkis- stjórnarinnar gegn vímuefnatúr- isma. Pechtold hefur barist fyrir lög- leiðingu veikari vímuefna á Evrópu- vísu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.